Morgunblaðið - 18.02.2010, Page 25
Minningar 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2010
vorum búin að tala um það að nú í
sumar yrðu þessar stundir enn
fleiri, en margt fer öðruvísi en ætlað
er.
Stella var mörgum góðum kostum
búin. Hún hafði áhuga á ættfræði og
málefnum líðandi stundar, bjó yfir
óborganlegri kímnigáfu og frásagn-
arhæfileikum, glettnin bjó alltaf í
augum Stellu. Hún var oft snögg
upp á lagið og mörg af tilsvörum
hennar verða örugglega ógleyman-
leg fjölskyldu og vinum. Hún kunni
best við sig í þeirra hópi, oftast var
hún miðpunkturinn því hún laðaði
alla að sér. Hún var alltaf fallega
klædd og mikill fagurkeri, við sem
þekktum hana vel vitum að hún átti
sér eftirlætisverslun í Orlando og
þangað stefndi hugurinn, því hún
var staðráðin í því að sigrast á veik-
indum sínum og kepptist m.a. við að
ljúka við fallegan dúk sem nota átti
undir jólatréð næstu jól.
Hún nýtti tímann sinn vel, upp-
gjöf var ekki til í hennar orðabók.
Við þökkum Drottni fyrir árin
sem við áttum með Stellu og óskum
þess svo innilega að þau hefðu mátt
verða fleiri. Stella elskaði fjölskyld-
una sína svo heitt, og þau umvöfðu
hana kærleika allt til hinstu stund-
ar. Við biðjum um blessun og styrk
til elsku Birgis, sem nú horfir á eftir
Stellu sinni, Telmu, Finns, Snorra,
Mörthu og barnabarnanna sem voru
henni svo kær, Ásdísar, Kolbeins,
Stellu Dísar og Jennýjar Sandholt.
Drottinn blessi minningu heiðurs-
konunnar Stellu Olsen.
Jenny Irene og Haraldur.
Þegar farið var til Keflavíkur í
gamla daga að hitta Gógó frænku
var alltaf komið við hjá Bigga og
Stellu.
Sambandið var alla tíð gott og ég
minnist ekki annars en að okkur hafi
verið vel tekið. Strákarnir hennar
Diddu fóru út í búð fyrir mömmu ef
hún var veik og pabbi að vinna. Vikt-
or hans Sigga gaf mér súrefni á
sjúkrabílnum um daginn þegar ég
fékk kransæðastíflu. Ég var að
koma að utan í flugvél fyrir 10 árum
þegar Biggi og Stella heilsuðu upp á
mig. Þau komu að fyrra bragði í fínu
skapi. Ég á bágt með að trúa því að
góður guð hafi tekið frá okkur slíkt
gæðablóð sem Stellu Olsen. Ég bið
góðan guð að styrkja Birgi Ólafs,
Telmu og Snorra börnin þeirra og
barnabörnin í sorginni sem nú dreg-
ur yfir.
Haukur Emilsson.
Kær Soroptimistasystir, Stella
Olsen, er látin fyrir aldur fram.
Stella var sannur Soroptimisti.
Ávallt var hún reiðubúin að leggja
Soroptimistum lið en hún hafði ný-
lokið starfi sínu sem 1. varaforseti
Landssambands Soroptimista þeg-
ar hún veiktist. Það minnir okkur
óþyrmilega á hve stutt bilið er milli
lífs og dauða.
Ég kynntist Stellu fyrst á Suð-
urnesjum fyrir 30 árum en Sorop-
timistaklúbbarnir tveir sem þar
voru störfuðu náið saman. Ógleym-
anlegir voru sameiginlegir jólafund-
ir okkar þar sem alltaf var glatt á
hjalla. Stella ljúf, sáttfús og notaleg,
tilbúin til þjónustu og klæðaburður-
inn óaðfinnanlegur, já, hún var flott
kona. Seinna störfuðum við saman í
stjórn landssambandsins og nýlega
hafði hún flutt sig í Bakka- og Selja-
klúbbinn í Reykjavík.
Minningabrot síðustu 30 ára rað-
ast saman, full af gleði og vináttu.
Ósérhlífni við að taka að sér verk-
efni í þeirri von að létta mætti öðr-
um lífið. Ánægjuleg samvinna í ár-
anna rás. Tímabilið þar sem við
Birgir, eiginmaður Stellu, störfuð-
um saman við að kenna ungum Suð-
urnesjabúum umferðarreglurnar og
gleðiárin þegar Telma, fallega stúlk-
an hennar Stellu, var nemandi minn
í Barnaskólanum í Keflavík. Síðasta
vorferð Bakka- og Seljaklúbbs þar
sem systur og makar ferðuðust um
Suðurland og borðuðu saman kvöld-
verð á Eyrarbakka. Þá var Stella
orðin sárþjáð en hún ætlaði ekki að
gefast upp. Það var ekki hennar
stíll.
Það eitt er þó víst að fyrir almætt-
inu verðum við öll að lúta. Nú hefur
Stella verið kölluð til annarra verka.
Heilagur Guð býr í hjarta hvers einasta
manns
sem hlúir að öllu því besta í lífsvitund
hans
á meðan hann lætur hið líðandi hjarta
hans slá
ljósgeislar trúar og vonar hann breiðir
það á.
(GJ)
Soroptimistasamband Íslands
þakkar góðri systur samfylgdina og
vottar fjölskyldunni innilega samúð.
Guðrún Erla Björgvinsdóttir
forseti.
Það er með söknuði og hryggð í
huga að við minnumst Stellu Olsen
við fráfall hennar. Hún hóf störf hjá
Félagsþjónustunni í Kópavogi fyrir
tveimur og hálfu ári. Á þessum tíma
kynntumst við ósérhlífni hennar,
þægilegu viðmóti og brosmildi og
hún var því kær viðbót við félags-
lyndan hóp starfsmanna. Stella
starfaði í rekstrardeild og var fljót
að tileinka sér verkefni sem henni
voru ætluð. Það var sama hver
vandamálin voru sem við var að fást,
ávallt sýndi hún þolinmæði og skiln-
ing. Með góðsemi var hún tilbúin til
að leysa vandamálin þannig að allir
gætu gengið sáttir frá borði.
Okkur sem kynntumst henni best
duldist ekki áhugi hennar á fjöl-
skyldunni, heimili og vinum, sem
hún gaf án efa allt sem hún átti. Við
starfsmenn hugsum til þess tíma er
allt lék í lyndi og þátttaka hennar var
svo sjálfsögð og eðlileg. En ekki síð-
ur til þess tíma er hún fór að kenna
þess illvíga sjúkdóms sem að lokum
lagði hana að velli. Hvernig hún tók á
veikindum sínum með æðruleysi og
vilja til að hafa sigur.
Við fráfall Stellu viljum við starfs-
menn votta henni virðingu okkar
með þessum fáu orðum. Við minn-
umst hennar með söknuði og vottum
ættingjum hennar samúð.
Aðalsteinn Sigfússon.
Okkur langar í örfáum orðum að
minnast Stellu vinkonu okkar sem
lést að kvöldi 9. febrúar sl. eftir
harða og hetjulega baráttu við illvíg-
an sjúkdóm.
Við kynntumst Stellu árið 2004
þegar hún hóf störf sem launafulltrúi
á skrifstofu Olíudreifingar. Stella
var aldursforsetinn á skrifstofunni
en jafnframt fjörugust af okkur öll-
um og það kom fljótt í ljós að aldrei
var nein lognmolla í kringum Stellu.
Stella var gestrisin og eru ófá kvöld-
in sem hún bauð okkur heim til sín á
fallega heimilið þeirra Bigga í hvít-
vín og heitan pott. Stella tók þátt í
nánast öllum uppákomum í vinnunni
og má þar nefna óvissuferð okkar
stelpnanna í bókhaldinu sem farin
var í júní 2007 þar sem við þeystumst
um Laugardalinn í erfiðum ratleik
sem krafðist mikillar fimi, Stella lék
á als oddi eins og venjulega og sá um
að halda uppi fjörinu og svo enduð-
um við í pottinum heima hjá henni.
Stella var glæsileg kona og hafði
gaman af því að klæða sig upp á. Eitt
af því sem Stellu þótti skemmtileg-
ast var að ferðast og fór hún ófáar
utanlandsferðirnar þessi 3 ár sem
við unnum saman. Þegar heim var
komið var svo tískusýning dag eftir
dag í vinnunni og fengum við að
heyra ferðasögurnar. Fjölskyldan
var henni allt og það var yndislegt að
heyra hana tala um börnin sín þau
Telmu og Snorra og barnabörnin,
hún var mjög stolt af þeim öllum.
Við erum þakklátar fyrir að hafa
kynnst þessari skemmtilegu og já-
kvæðu konu og yljum okkur við góð-
ar minningar er við ritum þessi orð.
Elsku Stella okkar, við kveðjum
þig með þessum orðum,
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Við biðjum góðan Guð að styrkja
fjölskylduna í þessari raun.
Sigríður (Sigga), Þóra
og Viktorija.
✝ Ólöf GuðrúnJónsdóttir
Trampe fæddist í
Litladal í Saurbæj-
arhreppi 21. ágúst
1924. Hún lést
þriðjudaginn 9.
febrúar sl. á gjör-
gæsludeild sjúkra-
hússins á Ak-
ureyri.
Foreldrar Ólafar
voru Jón Pétur
Sófusson Trampe,
bóndi í Litladal, f.
1884, d. 1949, og
Þórdís Guðrún Árnadóttir
Trampe, f. 1886, d. 1957. Ólöf
var yngst sjö systkina. Þau voru
Unnur Ingibjörg, f. 1912, d.
1944, Sigríður, f. 1914, d. 2005,
Frans Sófus, f. 1915, d. 1941,
Bergþóra, f. 1917, d. 2007,
Ragnar, f. 1919, d. 1988, og
Garðar Jón, f. 1922, d. 1946.
Eiginmaður Ólafar var Karl
Kristján Bárðarson hús-
Bjarney, f. 1977. 4) Þórhildur, f.
1952, maki Sigmundur Haukur
Jakobsson, f. 1951. Börn þeirra
eru Erna Kristín, f. 1969, Viðar,
f. 1973, og Helga Lind, f. 1978.
5) Unnur Guðrún, f. 1955, maki
Helgi Sigurðsson, f. 1961. Sonur
Unnar og Björgvins Bald-
urssonar er Árni Viðar, f. 1979,
börn Unnar og Helga eru Sig-
urður Rúnar, f. 1985, Brynja, f.
1986, og Pétur Örn, f. 1993. 6)
Þórdís Sigurbjörg, f. 1957, maki
Leifur Guðmundsson, f. 1952.
Börn þeirra eru Laufey, f. 1975,
Karl Óttar, f. 1978, og Ingi-
björg, f. 1980. 7) Jón Pétur, f.
1961, d. 1962. 8) Jón Pétur, f.
1964, maki Sigrún Bjarnhéð-
insdóttir, f. 1962. Börn þeirra
eru Þóra María, f. 1977, Heiðdís
Ýr, f. 1981, Bjarnhéðinn, f. 1990,
og Kristján Freyr, f. 2000.
Barnabarnabörn Ólafar og
Karls eru orðin tuttugu og átta.
Ólöf og Karl bjuggu allan sinn
hjúskap á Akureyri og þar starf-
aði Ólöf m.a. á saumastofu, hjá
Lindu og síðar í Hagkaupum,
ásamt því að sinna sinni stóru
fjölskyldu.
Útför Ólafar fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, fimmtu-
daginn 18. febrúar, kl. 13.30.
gagnabólstrari frá
Höfða í Mývatns-
sveit, f. 6. janúar
1920, d. 6. janúar
1998. Þau gengu í
hjónaband 21. des-
ember 1944 og
eignuðust átta
börn. 1) Birgir, f.
1945, maki Re-
bekka Gúst-
avsdóttir, f. 1948.
Börn þeirra eru
Garðar Már, f.
1965, Auður, f.
1970, Björg Eir, f.
1982 og Teitur, f. 1985. 2) Garð-
ar, f. 1947, d. 2001, eftirlifandi
eiginkona hans er Steingerður
Axelsdóttir. Börn þeirra eru
Ólöf Birna, f. 1967, Hulda Björk,
f. 1969, Vigdís, f. 1976, og Stef-
án Elvar, f. 1981. 3) Haukur, f.
1949, maki Ingibjörg Ang-
antýsdóttir, f. 1951. Dætur
þeirra eru Lilja, f. 1971, Hildur
Guðrún, f. 1973, og Þórdís
Amma Lalla fæddist í Litladal
frammi í Djúpadal í Eyjafirði og
ólst upp með há fjöllin alltumlykj-
andi. Sumum þykja þau eflaust
þrengja að, jafn nálæg og brött og
þau eru, en um fáa staði þótti
ömmu vænna. Hún ólst upp í
stórum systkinahópi og talaði ætíð
um uppvöxt sinn í Litladal með
hlýju og glampa í augum.
Tilveran hefur þó varla reynst
ömmu alltaf auðveld. Ung missti
hún þrjú systkina sinna úr berklum
og föður sinn stuttu síðar, og á und-
an henni eru farin tvö barna hennar
og eiginmaður. Búskapur þeirra
afa Kalla hófst í seinna stríði og líkt
og fólk af þeirra kynslóð upplifðu
þau sannarlega tímana tvenna,
þrengingar og hark. Það hlýtur líka
að hafa verið mikil vinna að ala önn
fyrir þessum stóra barnahópi. En
amma saumaði og prjónaði nánast
hverja einustu flík á sín börn,
ásamt því sem hún vann utan heim-
ilis, og afi vann iðulega myrkranna
á milli.
Lyndiseiginleikar ömmu voru
einstakir. Hún talaði stundum um
Litladalsþrjóskuna sem skelfilegt
fyrirbæri en hún var nú einu sinni
gift Mývetningi svo varla hefur
veitt af. Þrjóskan spratt trúlega
einna helst fram í mikilli réttlæt-
iskennd og henni var ekkert óvið-
komandi, hvort sem það sneri að
þjóðmálum eða öðru, og hún fylgd-
ist vel með fram á síðasta dag. Hún
bjó sömuleiðis yfir ótrúlegu æðru-
leysi gagnvart lífinu og almættinu
þegar á gaf, þótt hún segðist ekki
endilega skilja hvað forsjóninni
gengi til. Amma gafst heldur aldrei
upp. Það hefði ekki hver sem er
tekið upp á því á níræðisaldri að
leggja sig eftir því að læra ensku til
að geta fylgst með sjónvarpinu
þegar sjónin var farin að bila svo
um munaði.
Ræktarsemi ömmu gagnvart
ættingjum sínum var mikil. Hún
fylgdist vel með því hvernig hennar
fólki liði og ekki síður hvað varð um
gengna ættingja. Hún gerði jafnvel
athugasemdir við hvernig var
skrifað um löngu látna formóður í
útgefinni bók. Lengi dreymdi hana
um stórt ættarmót, en við vorum
ekki komin lengra en svo að halda
niðjamót afkomenda hennar nú
fyrir einu og hálfu ári. Þar gat
amma tekið þátt í skemmtilegri
kvöldstund, lengur en við þorðum
að vona miðað við heilsufar.
Afkomendur ömmu og afa eru nú
sextíu og einn talsins og nöfn okkar
allra eru vandlega skráð í lúna af-
mælisdagabók. Við munum hvorki
gleyma sunnudagstertunum eða
djúsklökunum, né heldur vega-
nestinu sem amma lét okkur í té;
ómældri þrautseigju og lífsgleði.
Ylur minninganna vermir okkur
um hjartarætur. Hvíl í friði.
Laufey Leifsdóttir,
Karl Óttar Leifsson og
Ingibjörg Leifsdóttir.
Það er svo ótrúlega margt sem
kemur upp í hugann þegar við minn-
umst elsku ömmu Löllu. Á heimili
afa og ömmu voru dyrnar ávallt opn-
ar og við krakkarnir velkomnir hve-
nær sem var sólarhringsins. Þar var
alltaf nóg við að vera og við fengum
að ganga í dótakassann, plötuspilar-
ann, saumadótið, píanóið og bækurn-
ar eins og við vildum og ekki má
gleyma búrinu, þar sem allir dunk-
arnir biðu á sínum stað, stútfullir af
góðgæti sem amma galdraði fram,
allt fram á síðasta dag.
Stórfjölskyldan hittist oft og ótelj-
andi fjölskylduboð eru okkur ofar-
lega í huga. Borðstofuborðið svign-
aði undan kræsingum og bæði börn
og fullorðnir nutu þess að eiga sam-
an góðar stundir. Mikið var hlegið og
brandarar og sögur ómuðu um stof-
una á meðan amma tók myndir í gríð
og erg á Polaroid-vélina sína. Eins
var fjölskyldan dugleg að hittast yfir
laufabrauðsgerð og þá var vel kalt
hjónaherbergið undirlagt af fallega
útskornum kökum á meðan þær biðu
steikingar.
Amma Lalla var einstaklega
vinnusöm. Hún var dugleg að rækta
garðinn sinn og rósirnar hennar,
sem hún talaði gjarnan við af mikilli
hlýju, voru bæði fallegar og lífseigar.
Amma sat löngum stundum við
prjónavélina og prjónaði sokkabuxur
og nærskyrtur svo fátt eitt sé nefnt.
Hún var okkur mikil fyrirmynd í allri
nákvæmni og vandvirkni. Þrátt fyrir
að vera oft önnum kafin gaf hún sér
alltaf tíma til að spjalla við okkur um
lífið og tilveruna. Við gátum talað við
hana í trúnaði og hjá henni lærðum
við að rökræða um hluti sem skiptu
okkur máli. Hún hafði sterkar skoð-
anir en hlustaði líka á skoðanir ann-
arra og bar virðingu fyrir þeim.
Amma var baráttukona og það
sést kannski best á því hvað hún var
ótrúlega dugleg að finna sér eitthvað
nýtt og spennandi að gera allt fram á
síðasta dag. Hún varð sér úti um
kennsluefni í ensku á kassettum, las
bækur um allt milli himins og jarðar
og keypti sér göngubretti sem hún
var duglegri að nota en gengur og
gerist. Hún hélt áfram að baka, lesa
og hlusta á fjölbreytta tónlist og allt-
af voru til heimagerðir frostpinnar í
frystikistunni handa barnabörnun-
um og barnabarnabörnunum. Við er-
um svo þakklát fyrir allar þær hefðir
og venjur sem amma hélt öll þessi ár,
og margar þeirra má sjá á okkar eig-
in heimilum enn þann dag í dag.
Amma kynntist sorginni mjög ung
þegar hún þurfti að sjá á eftir systk-
inum sínum og fleiri nánum ættingj-
um vegna berkla. Hún missti átta
mánaða dreng sinn, annaðist afa af
alúð í hans veikindum þar til hann
lést og sá á eftir pabba okkar sem
kvaddi allt of ungur. Þessi áföll hafa
vafalaust mótað viðhorf ömmu til
lífsins. Hún kenndi okkur að bíta á
jaxlinn og bölva í hljóði.
En þrátt fyrir missinn gat hún ylj-
að sér við minningarnar, og nú yljum
við okkur við minningarnar um
ömmu Löllu.
Þökk fyrir allt elsku amma.
Ólöf Birna, Hulda Björk,
Vigdís og Stefán Elfar.
Ó, dimma nótt.
Ó, hljóða nótt, vef þú mig þínum
örmum
svo ég hvíla megi rótt.
Þú, dimma nótt.
Þú, dula nótt, gef oss öllum að friður
færist yfir fljótt.
Er morgundöggin þig grætur,
nýr dagur rís.
Hugarkvöl, allt mitt böl
geymir þú í húminu.
Glatt í sinni degi mót
hjartað huggast lætur.
(Garðar Karlsson)
Hvíl í friði elsku amma.
Þín
Valdís Eva.
Langt fyrir utan ystu skóga
árið sem að gullið fannst,
einn bjó smiður úti’ í móa
og hans dóttir sem þú manst,
einn bjó smiður úti’ í móa
og hans dóttir sem þú manst.
Litla smáin lofi fáin,
lipurtáin gleðinnar.
Ertu dáin út í bláinn
eins og þráin sem ég bar?
Ertu dáin út í bláinn
eins og þráin sem ég bar?
(Halldór Laxness)
Takk fyrir að vera svona góð elsku
(lang)amma Lalla og takk fyrir alla
frostpinnana.
Arna Petra og Garðar Steinn.
Ólöf Guðrún Jónsdóttir
Trampe
HINSTA KVEÐJA
Elsku amma, ég mun sakna
þín.
Megi allir englarnir vernda
þig.
Þinn
Egill Elfar.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um fæddist, hvar og hvenær
hann lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Þar mega einn-
ig koma fram upplýsingar um for-
eldra, systkini, maka og börn. Ætlast
er til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður.
Minningargreinar