Morgunblaðið - 18.02.2010, Page 27
Minningar 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2010
Í dag erum við sorgmæddir. Í dag
eru hjörtun eitthvað svo þung. Í dag
kveðjum við góðan vin okkar, Bödda.
Við vitum að þyngslin og sorgin
hverfa ekki á einum degi, en gerum
okkur vonir um að þetta verði auð-
veldara þegar fram líða stundir. Við
strákarnir tókum okkur margt fyrir
hendur, bæði í leik og starfi. Betri fé-
laga en Bödda var ekki hægt að hugsa
sér enda var hann einstaklega dugleg-
ur og hjartahlýr strákur. Eitt var þó
meira einkennandi fyrir hann en ann-
að; Böddi var vinur vina sinna. Við
gætum rifjað upp óteljandi sögur af
okkur strákunum, en ætlum að bíða
með það þangað til við vinirnir hitt-
umst á ný, þá munu hlátrasköllin óma
vítt og breitt um himnaríki og engl-
arnir taka undir. Nú er Böddi hins
vegar horfinn á braut nýrra ævintýra
og það eina sem við getum gert er að
ylja okkur við minningarnar um góð-
an strák.
Fjölskyldu Bödda sendum við okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur, það
er mikið á ykkur lagt. Megið þið finna
styrk í þeirri trú og vitneskju að
Bödda líður núna vel í ástríkum faðmi
æðri máttarvalda.
Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá
því komin er skilnaðarstundin.
Hve indælt það verður þig aftur að sjá
í alsælu og fögnuði himnum á,
er sofnum vér síðasta blundinn.
(Hugrún)
Elsku Böddi, takk fyrir að hafa ver-
ið vinur okkar.
Helgi Elfarsson, Atli Viðar
Jóhannsson, Elías Valdimar
Jónsson, Hafsteinn Rósinberg
og Heimir Rósinkranz.
Við Böðvar kynntumst fyrst í 6.
bekk í grunnskóla. Að koma inn í bekk
sem samanstóð af svona mörgum töff-
urum, þar sem Böddi var fremstur í
flokki, hefði hugsanlega getað orðið
mjög erfitt. Ég hafði hægt um mig
fyrstu vikurnar, en svo kynntist ég
Bödda almennilega og lífið varð auð-
veldara. Við urðum bestu vinir og nú
þurfti ég ekki lengur að hafa áhyggjur
af því að vera strítt í frímínútum,
Böddi sá um að þeir dagar væru liðn-
ir. Við, ásamt stórum hópi af strákum,
héngum saman alla daga. Ég ætla
ekki að halda því fram að við höfum
alltaf verið að tefla eða þylja bænir, en
prakkarastrikin sem við gerðum lifa
rosalega sterkt í minningunni núna.
Það þurfti ekki mikið til að láta Bödda
engjast um af hlátri. Mest hlógum við
saman þegar við gerðum símaat í
ókunnugu fólki, þá lá Böddi gjörsam-
lega í gólfinu, þennan hlátur man ég
eins og það hefði gerst í gær.
Eitt sumarið, í kringum fimmtán
ára aldurinn, unnum við Böddi saman
í málmsteypu Þorgríms Jónssonar,
hvorki meira né minna. Í sannleika
sagt þá hefði ég hætt eftir fyrsta dag-
inn ef Bödda hefði ekki notið við.
Þetta sumar er eitt það minnisstæð-
asta sem ég hef upplifað. Þarna fannst
okkur við svakalega fullorðnir, komn-
ir í tölu alvöruvinnumanna. Við vorum
fljótt minntir á að við værum hálf-
gerðir vandræðapjakkar því við þurft-
um ansi oft að fara upp til stjórans þar
sem við vorum skammmaðir og lesnar
lífsreglurnar, það veitti víst ekki af.
Við höfðum nefnilega svo gaman af
því að stríða samstarfsfélögunum,
skipta um skó hjá þeim, færa bílana
þeirra og fleira í þeim dúr. Það var í
aðstæðum sem þessum sem ég man
best eftir Bödda, honum fannst ynd-
islegt að stríða og var hann með mik-
inn húmor sem smitaði menn eins og
mig sem hreifst mjög af uppátækjum
hans.
Eftir tíunda bekk í grunnskóla
breyttust hlutirnir aðeins. Við fórum
hvor í sinn framhaldsskólann og hitt-
umst ekki jafn oft. En það skipti ekki
öllu máli því við héldum sambandi allt
til loka og eignuðumst fjöldamargar
skemmtilegar minningar. Það var frá-
bært að horfa saman á Evrópumótið í
handbolta nú fyrir stuttu. Við Böddi
reyndum nefnilega alltaf að ná nokkr-
um leikjum saman þegar íslenska
handboltalandsliðið var að spila. Er
við horfðum á mótið nú sá ég að Böddi
hafði ekki breyst mikið síðan á ung-
lingsárunum, allavega ekki hvað varð-
ar keppnisskap. Við kýldum í borðið,
öskruðum og fögnuðum saman, rétt
eins og í gamla daga. Við vorum alltaf
til staðar hvor fyrir annan, ég veit að
Böddi hefði vaðið eld og brennistein
fyrir mig. Það er maðurinn sem hann
hafði að geyma, traustasti vinur sem
nokkur getur hugsað sér. Því undir
litla töffaranum í 6. bekk leyndist
drengur með ótrúlega stórt og fallegt
hjarta. Það er erfiður biti að kyngja
að við komum ekki til með að gera
fleiri prakkarastrik á fullorðinsárum,
en það er huggun í minningum sem
við eigum saman, þær verða aldrei
teknar af okkur.
Ég votta fjölskyldu Böðvars mína
dýpstu samúð.
Hvíldu í friði elsku vinur minn.
Þinn vinur,
Pétur Óskar Sigurðsson.
Jæja Böddi þá er víst komið að
kveðjustund, allt of snemma að mínu
mati. Ég hélt að við værum ekki bún-
ir að syngja okkar síðasta saman í
þessu lífi en svona er þetta nú samt
og ég verð bara og við allir að sætta
okkur við það og hugsa bara um
minningarnar sem við eigum, þær
gætu fyllt nokkrar bækur. Húmorinn
þinn var óborganlegur. Ég man þeg-
ar ég sá þig fyrst í Jordan-gallanum
þínum sem þú fórst aldrei úr í 2. bekk
og allt sem við tókum upp á frá þeim
degi, bæði gáfulegt og minna gáfu-
legt ef svo má segja. Það mun lifa
endalaust. Ég mun sakna þín kæri
vinur.
Alexander Örn.
Það er ótrúlegt að maður sitji hér
og skrifi um þig á þennan hátt. Þegar
þetta er ritað er vika frá fráfalli þínu
en á einhvern hátt er þetta allt saman
svo óraunverulegt. Þess væri óskandi
að þetta væri allt saman vondur
draumur, að á hverri stundu vakni
maður upp og allt sé í lagi. Svo er víst
ekki. Það er komið að alltof
snemmbúinni kveðjustund. Maður
getur þó huggað sig við þann aragrúa
minninga sem maður býr að um alla
framtíð.
Við hittumst fyrst í Lækjarskóla
þegar við byrjuðum í fyrsta bekk, þú
svo feiminn eins og þú varst alla tíð.
Það tók smátíma að kynnast þér sök-
um þess en þegar þú hleyptir manni
að þér kom í ljós hve fallega persónu
þú hafðir að geyma. Við áttum ótal-
margar góðar stundir saman og
margar þeirra tengdar tónlist. Það er
mér alltaf minnisstætt þegar við vor-
um að ströggla í gegnum Metallica-
lög á rafmagnsgítarinn þinn uppi á
háalofti á Austurgötunni. Við ætluð-
um sko að verða rokkstjörnur. Þú
hafðir einnig kímnigáfu í heims-
klassa. Alltaf svo fljótur að átta þig á
því þegar aðstæður buðu upp á gott
grín. Við félagar þínir höfum undan-
farna daga rifjað upp margar
skemmtilegar uppákomur sem þú
varst arkitektinn að.
Þú varst sannarlega vinur í raun.
Ávallt reiðubúinn að hjálpa vinum
þínum þegar á þurfti að halda. Í dag
óskar maður einskis heitar en að
maður hefði á einhvern hátt getað
hjálpað þér með þín vandamál.
Það voru forréttindi að þekkja þig
og þín mun verða sárt saknað um
ókomna tíð kæri vinur. Minning þín
lifir í hjörtum okkar sem eftir stönd-
um.
Hörður Stefánsson.
Það er gott að eiga ljúfar minn-
ingar um Böðvar sem nú er sofnaður
svefninum langa. Ég kynntist honum
fyrir átta árum þegar ég fór að vinna
með Betu minni í versluninni Úr og
gull. Þar eignaðist ég góða vinkonu
og Böðvar og Ásta fylgdu með. Án
þess að segja það upphátt, þá fannst
mér ég eiga svona pínulítið í þeim
báðum, það var ekki annað hægt, svo
yndisleg sem þau voru. Framkoma
Böðvars í minn garð var þannig að
hann lét mér alltaf líða vel þegar
hann kom í búðina. Brosið hans sem
kom svo fallega fram í augun, ná-
kvæmnin hans, kímnigáfan og þannig
mætti lengi telja. Elsku Böðvar, það
var bara svo mikil hlýja sem þú gafst
mér og ég get ekki annað en orðið
betri manneskja á eftir.
Elsku Beta, Ásta Sigga, Oddur og
Ásta. Ég hugsa fallega til ykkar allra.
Kveðja,
Helga.
✝ Einar Ingi Sig-urðsson fæddist
22. ágúst 1926 á Ísa-
firði. Hann lést á
hjartadeild Landspít-
alans við Hringbraut
sunnudaginn 7. febr-
úar síðastliðinn.
Foreldrar Einars
voru Jóna Guðrún Ís-
aksdóttir húsfreyja, f.
1894, d. 1968, frá
Tungu í Dalamynni,
Nauteyrarhreppi,
N-Ísafjarðarsýslu og
Sigurður Ásgeirsson
húsgagnasmiður, f. 1892, d. 1967,
frá Galtahrygg, Reykjafjarð-
arhreppi, N-Ísafjarðarsýslu. Þau
fluttu til Reykjavíkur 1956 og
bjuggu þar síðan. Systkini Einars
voru: Guðrún, f. 1921, d. 1996, El-
ínborg, f. 1923, d. 2005, Ásgeir, f.
1924, d. 1970, Ísak Jón, f. 1928, d.
2007.
Einar kvæntist Katrínu Sigur-
jónsdóttur f. 22. desember 1936.
Einar og Katrín gengu í hjónaband
12. september 1959. Þau bjuggu
lengst af á Gilsárstekk 1, Reykja-
vík. Börn þeirra eru: Sigurjón, f.
1960 í Reykjavík, ókvæntur. Krist-
ín, f. 1966 í Reykjavík, maki Örn
Erlingsson, f. 1964, börn þeirra
eru: Mjöll, f. 1988, d.
1988, Aron, f. 1990,
og Karen, f. 1992.
Einar gekk í
barnaskólann og síð-
ar í gagnfræðaskól-
ann á Ísafirði. Hann
flutti til Reykjavíkur
19 ára gamall og
stundaði nám í leik-
listarskóla Lárusar
Pálssonar 1946-1947
og lék í u.þ.b. 10 ár á
fjölunum í Iðnó. Ein-
ar starfaði hjá Fisk-
mati ríkisins 1946-
1962. Í ágúst 1962 hóf hann störf
hjá Borgarlækni við heilbrigðiseft-
irlit en fór síðan til náms í Svíþjóð
og útskrifaðist sem heilbrigð-
isfulltrúi árið 1965 frá Statens
Institut för folkhälsen í Stokk-
hólmi. Hann starfaði síðan hjá
Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur út
árið 1971 en 1. janúar árið eftir
tók hann við stöðu framkvæmda-
stjóra Heilbrigðiseftirlits Kópa-
vogs og starfaði þar til ársins 1993.
Auk þessa sinnti hann mörgum
nefndarstörfum á vegum Kópa-
vogsbæjar.
Útför Einars fer fram frá Graf-
arvogskirkju í dag, 18. febrúar, og
hefst athöfnin kl. 13.
Faðir okkar, Einar Ingi Sigurðs-
son, hefur kvatt þennan heim og
langar okkur að minnast hans með
nokkrum orðum. Hann lifði lengst
allra af systkinahópnum og var því
búinn að fylgja þeim öllum til graf-
ar. Einnig sá hann á eftir fjórum
systkinabörnum sínum og fyrsta
barnabarni. Allar þessar stundir
voru honum erfiðar.
Stór hluti af uppvaxtarárum
hans var á bryggjunni heima eins
og hann sagði okkur frá og voru
þeir ófáir sporðarnir sem bornir
voru heim að Silfurgötu 8. Einnig
voru stundaðar kúffiskveiðar á rif-
inu og smokkfiskveiðar í fjörunni,
allt var þetta hluti af hans daglega
lífi í uppeldinu. Trillukarlarnir
fengu síðan fiskinn sem hann og
vinir hans veiddu til að nota í beitu.
Lífsbaráttan var þannig að allir
urðu að taka þátt, það var ann-
aðhvort að duga eða drepast. Þetta
mótaði óhjákvæmilega systkina-
hópinn og skýrir kraftinn sem í
þeim bjó, styrkinn sem þau höfðu
yfir að ráða og ákveðnina sem þau
sýndu svo oft. Þetta fólk var stór-
brotið og mikilmannlegt.
Pabbi flutti til Reykjavíkur þeg-
ar hann var 19 ára og var hann alls
ekkert á þeim buxunum að hætta
veiðimennsku. Það var hans líf og
yndi og fór hann í margar veiðiár.
Hann fór oft að veiða í Hólsá í V-
Landeyjum en þar kynntist hann
Katrínu eiginkonu sinni. Það var
þá sem hann veiddi stærsta sjó-
birtinginn, heimasætuna frá
Grímsstöðum. Þau náðu þeim
merka áfanga að halda upp á 50
ára brúðkaupsafmæli á síðasta ári.
Pabbi var að eðlisfari glaðlyndur
og hrifnæmur. Húmorinn var aldr-
ei langt undan og það var ávallt
þessi gleði og dillandi hlátur á góð-
um stundum, ekki síst þegar syst-
urnar komu í heimsókn og voru að
rifja upp prakkarastrikin frá því í
gamladaga. Lífsviljinn var alltaf
mikill og sterkur og sýndi hann
það best eftir þær aðgerðir sem
hann gekk í gegnum síðustu ár.
Hann var hreinskilinn og sagði
sína meiningu hvar sem hann taldi
það nauðsynlegt svo mörgum þótti
nóg um, stóð oft fastur á sínu og
var nákvæmur með eindæmum í
því sem hann tók sér fyrir hendur.
Hann hafði gaman af því að lesa
sögur og ljóð, var vel ritfær og
hafði gaman af því að skjóta fram
vísum. Einnig hafði hann gaman af
söng og yndi af tónlist og var í
kvartett á yngri árum samhliða
leiklistinni. Oftar en ekki fengum
við að sjá ýmis leikspor og karakt-
era í gegnum tíðina og var það
ógleymanlegt.
Pabbi átti ávallt mjög góðar
stundir í bústaðnum fyrir austan.
Hann hafði gaman af því að skoða
fjallasýnina, fylgjast með ánni lið-
ast framhjá og hlusta á fuglasöng-
inn. Hann sat oft við gluggann þar
sem ekkert fór framhjá honum,
gjarnan með krossgátu til að ráða.
Pabbi fór oft á dag út á pallinn sem
hann dásamaði í hvert sinn, og
þegar svo bar við hlustaði hann á
brimölduna í kyrrlátu umhverfinu.
Pabba leið alltaf vel fyrir austan í
bústaðnum og hans bestu stundir á
síðustu árum voru þar. Við vitum
að hann verður áfram með okkur
þar og tiplar með okkur á pallinum.
Elsku pabbi, við kveðjum þig
með söknuði og við erum þakklát
fyrir allar góðu stundirnar og góðu
minningarnar sem þú gafst okkur.
Sigurjón Einarsson,
Kristín Einarsdóttir.
Elsku besti afi okkar. Við eigum
eftir að sakna þín óendanlega mik-
ið. Þú gladdir okkur allan þann
tíma sem þú varst með okkur. Fyr-
ir okkur ertu ekki farinn þar sem
þú ert ennþá hjá okkur í anda og
hjarta. Við minnumst þess mest
þegar þú varst sá hressasti í hópn-
um og tókst danssporin góðu og
lékst fyrir okkur Hringjarann frá
Notre Dame. Það var svo gaman að
koma í heimsókn til ykkar, við
hlógum svo mikið saman og spil-
uðum Ólsen Ólsen endalaust.
Gott var að vera nálægt þér og
alltaf stutt í grín og glens. Þegar
það var matarboð hjá ykkur ömmu
gátum við alltaf laumað því sem við
gátum ekki klárað á diskinn þinn
og það þótti þér ekki slæmt. Við
höldum minningu þinni á lofti og
hugsum hlýtt til þín þegar við för-
um upp í bústað. Þar áttir þú góðar
stundir með okkur enda þegar þú
lást á spítalanum núna síðustu
daga vildirðu fá fötin þín strax og
fara austur. Við vonum nú að þér
líði vel og við vitum að þú fylgist
með okkur í leik og starfi.
Elsku afi, þú varst alltaf svo
gjafmildur og viljum við þakka þér
fyrir það sem þú gafst okkur og
gerðir fyrir okkur. Kveðjum með
söknuði.
Aron Arnarson,
Karen Arnardóttir.
Einar Ingi Sigurðsson
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
JÓHANN JÓN JÓHANNSSON,
Skipalóni 20,
Hafnarfirði,
áður Hellubraut 7,
lést á deild 11E Landspítalanum við Hringbraut
sunnudaginn 14. febrúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Friðbjörg Kristjana Ragnarsdóttir,
Jóhann Þór Jóhannsson, Rúna Baldvinsdóttir,
Ragnar Steinþór Jóhannsson,
Friðjón Viðar Jóhannsson,
Edda Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Rúnar Páll Brynjúlfsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar elskulega móðir, tengdamóðir, amma og
langamma,
SVEINBJÖRG H. ARNMUNDSDÓTTIR,
Skógarseli 43,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum að morgni þriðjudagsins
16. febrúar.
Útförin verður frá Hallgrímskirkju mánudaginn
1. mars kl. 13.00.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Sveinusjóð - sem stofnaður var
til uppbyggingar sumarbúðastarfi KFUM og KFUK í Ölveri, kennitala
420369-6119, reikningsnúmer 0701-05-302000.
Einnig er tekið við minningargjöfum í þjónustumiðstöð KFUM og KFUK
við Holtaveg eða í síma 588 8899.
Inga Þóra Geirlaugsdóttir, Jón Dalbú Hróbjartsson,
Kári Geirlaugsson, Anna J. Guðmundsdóttir,
Hörður Geirlaugsson, Sigrún Gísladóttir,
Þuríður Erna Geirlaugsdóttir,
Laufey G. Geirlaugsdóttir, Sigurbjörn Þorkelsson,
Geirlaug B. Geirlaugsdóttir, Kristján Harðarson,
barnabörn og barnabarnabörn.