Morgunblaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 31
Minningar 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2010
MultiOne
Eigum á lager nýjar MultiOne fjölnota
vélar í ýmsum stærðum.
Orkuver ehf.
www.orkuver.is
Sími 534-3435.
Bílar
Skráðu þinn bíl með mynd á
söluskrá okkar núna.
Ef það gerist þá gerist það hjá okkur.
Bílfang.is. Malarhöfði 2.
www.bilfang.is
Toyota Yaris árg. 2001
Verð 550 þús.
Upplýsingar í síma 849 3855.
Matiz '07 ek. 75 þ. km
- 350 þús. út eða skipti
Mikill sparibaukur, 5l/100 km.
Óverðtryggt lán, 9% vextir, afb. 17 þ.
Skoða uppítöku á eldri díseljeppum.
Lán stendur í 500 þ., listaverð 1.070
þ. Fæst á 850 þ. Sími 690 9950.
Til leigu stór sendibíll
Tilvalinn til langflutninga.
Sanngjörn leiga. Trygging.
S. 845-0454.
Suzuki Grand Vitara árg. 2005
Sjsk., leður, álfelgur. Ek. 44 þ. km.
Hefur farið á toppinn. Tilboð
kr. 1.540 þ. Uppl. í síma 699 0415.
Óska eftir Ökukennsla
Glæsileg kennslubifreið
Subaru Impreza AERO 2008, 4WD.
Öruggur í vetraraksturinn.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
bilaskoli.is
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum gull til að smíða úr.
Spörum gjaldeyri. Heiðarleg
viðskipti. Aðeins í verslun okkar
Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL !
Ég, Magnús Steinþórsson gull-
smíðameistari, kaupi gull, gull-
peninga og gullskartgripi. Kaupi
allt gull, nýlegt, gamalt og illa
farið. Leitið til fagmanns og fáið
góð ráð. Upp. á demantar.is, í
síma 699 8000 eða komið í
Pósthússtræti 13 (við Austurvöll).
Verið velkomin.
Þjónusta
Hreinsa þakrennur
hreinsa veggjakrot, vörudreifing,
akstur, vélavinna og ýmis smærri
verk. Uppl. 847 8704 eða
manninn@hotmail.com
Vélar & tæki
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
ÁSKRIFTASÍMI
569 1100
Bridsdeild
Breiðfirðingafélagsins
Sunnudaginn 14.2. var spilað á 14
borðum. Hæsta skor kvöldsins í
Norður/Suður:
Garðar V. Jónss. – Unnar A. Guðmss. 315
Friðrik Jónss. – Jóhannes Guðmannss. 250
Ragnar Haraldss. – Bernhard Linn 249
Austur/Vestur
Oddur Hanness. – Árni Hannesson 290
Sveinn Sveinss. – Gunnar Guðmundss. 269
Guðm. Pétursson – Björn Árnason 239
Næsta sunnudag, 21.2., hefst
þriggja kvölda hraðsveitarkeppni.
Skráning hjá Sturlaugi í síma 869
7338.
Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxa-
feni 14, á sunnudögum kl. 19.
Gullsmári
Spilað var á 14 borðum í Gullsmára
bolludaginn 15. febrúar. Boðið var
upp á bollukaffi að venju.
Úrslit í N/S
Örn Einarsson – Jens Karlsson 324
Hrafnhildur Skúlad. – Þórður Jörundss. 292
Sigursteinn Hjaltested – Þorl. Þórarinss. 288
Jón Stefánss. – Þorsteinn Laufdal 283
Guðm. Pétursson – Trausti Finnbogas. 283
A/V
Jóhanna Gunnlaugsd. – Garðar Sig. 341
Elís Helgason – Gunnar Alexandersson 302
Haukur Guðmss. – Katarínus Jónsson 293
Jón Jóhannss. – Haukur Guðbjartss. 287
Bridsfélag Hafnarfjarðar
Sveit Maríu Haraldsdóttur sigraði
í aðalsveitakeppni félagsins með 261
stigi. Með henni í sveit spiluðu Sverr-
ir Þórisson, Jón Guðmar Jónsson og
Hermann Friðriksson. Í öðru sæti
var Guðlaugur Sveinsson með 228
stig og Guðlaugur Bessason í 3. sæti
með 216 stig.
Næsta mánudag, 22. febrúar, hefst
fjögurra kvölda aðaltvímenningur.
Spilað í Flatahrauni 3 og hefst spila-
mennska kl. 19.
Sjá nánar á heimasíðu B. Hafn.
Frá eldri borgurum
í Hafnarfirði
Föstudaginn 12. febrúar var spilað
á 16 borðum. Úrslit urðu þessi í N/S
Magnús Oddsson – Oliver Kristófersson 624
Ragnar R. Björnsson – Pétur Antonss. 381
Sæmundur Björnss. – Unnar A. Guðmss.374
Óli Gíslason – Sverrir Jónsson 334
A/V
Örn Einarsson – Bragi Bjarnason 396
Jón Ól. Bjarnas. – Þorvaldur Þorgrímss.391
Kristján Þorláksson – Jón Sævaldss. 356
Eldri borgarar á Akureyri
Spilaður var tvímenningur hjá
bridsklúbbi Félags eldri borgara á
Akureyri 11. febrúar.
Efstu pör í N/S:
Rúnar Sigmundss. og Karl Jörundsson 124
Bragi Jóhannss. og Soffía Guðmundsd. 123
Ása Jónsd. og Ólína Sigurjónsd. 115
Austur/vestur
Sveinbjörn Sigurðss. og Gissur Jónass. 123
Hreiðar Aðalstss. og Finnbogi Guðmss. 120
Gunnar Jóhannss. og Ólafur Gunnarss. 114
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Það barðist ótt og
títt í mér hjartað, þeg-
ar ég sat í strætó fyrir rúmlega 30
árum á leið í fyrsta söngtímann
heima hjá Rut L. Magnússon. Hún
tók mér brosandi og virti mig vel fyr-
ir sér gegnum þykk gleraugun. Við
fengum okkur sterkt kaffi og hún
rettu með. Henni fannst rettur svo
góðar. Hún saug hana djúpt og sagð-
ist varla hafa pláss fyrir mig, en vildi
sjá til. Hún sló til, þrátt fyrir mikið
annríki, við kennslu og söng. Þannig
var hún ætíð, alltof viljug og ósér-
hlífin. Hún setti sjálfa sig yfirleitt
mjög aftarlega í forgangsröðina.
Söngtímarnir heima í Skipasund-
inu voru mér opinberun. Guttarnir
hennar, Magnús og Ásgrímur,
kipptu sér ekki mikið upp við gólið í
manni innan úr stofu, en þeir voru
svolítið sposkir til augnanna, þegar
maður kom fram að tíma loknum. Og
Jósef var líka á vappi að spá og spek-
úlera.
Rut var fjársjóður að leita til,
hvort heldur var á listasviðinu eða
bara um lífið og tilveruna. Hún var
mikill húmoristi, víðsýn, en föst á
skoðunum sínum.
Það var mikil blessun, að Rut og
Jósef felldu hugi saman á námsárun-
um í London, og ómetanlegur fengur
fyrir íslenskt tónlistarlíf, þegar þau
settust að hér á landi.
Rut var mikil og næm listakona,
sem bræddi sérhvert hjarta með list-
fengi sínu og tindrandi þýðri rödd
sinni, þegar hún hélt sína fyrstu tón-
leika hér í Austurbæjarbíói. Heima á
Englandi töldu fróðir menn hana
næsta arftaka Kathleen Ferrier.
Rut var frumkvöðull að eðlisfari,
frjó og hugmyndarík. Full af eldmóði
sá hún ótæmandi möguleika hér og
vissi hvar þyrfti að laga ýmsa van-
kanta í tónlistaruppeldinu.
Hún stjórnaði m.a. fyrsta drengja-
kórnum á Íslandi; vann óeigingjarnt
starf í þágu samtaka um byggingu
Tónlistarhúss og fyrir Tónlistar-
félagið.
Um tíma hélt hún utan um hin
margrómuðu Zukovsky-námskeið.
Hún fékk fólk auðveldlega á sveif
með sér, ef vantaði starfskrafta á
hinum ýmsu vígstöðvum hennar.
Þannig lenti ég sem eldhúsdama á
Zukovsky-námskeiðunum. Hún
lagði allt í sölurnar til að efnilega
ungviðinu liði sem best. Oft þurfti
söngnemandinn hennar að hug-
hreysta hana undir húsvegg, þegar
Rut Magnússon
✝ Rut Magnússon (f.Ruth Little) söng-
kona fæddist í Carlise
á Englandi 31. júlí
1935. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi aðfaranótt
7. febrúar sl.
Útför Rutar Magn-
ússon fór fram frá
Langholtskirkju í
Reykjavík 15. febrúar
sl.
sem mest gekk á, á
þeim bæ.
Ég kveð Rut með
einlægu þakklæti, því
hennar veganesti var
mér mikils virði.
Sigrún
Hjálmtýsdóttir.
Ég opna dyrnar til
hálfs og kíki inn um
gættina. Halló lúv,
segir hún glaðlega,
komdu inn. Hún kveð-
ur nemandann á und-
an mér, og eftir stutt spjall hefst
upphitun. Ég er mætt í söngtíma til
Rutar. Það er bjart í þröngri stof-
unni, flygillinn nær eiginlega veggja
milli. Út um gluggann sjást fjöllin í
norðri böðuð sólskini. Tónarnir okk-
ar megin frá fléttast saman við aðra
úr næstu stofum, píanó, flauta, og
meiri söngur.
Ég kynntist henni reyndar fyrst
sem kórstjóra þegar ég gekk til liðs
við Háskólakórinn haustið 1978. Þar
með hófst músíkævintýr með söng-
hóp sem Rut leiddi af hlýrri ákveðni
auk ríkulegrar kímnigáfu. Og ekki
veitti af bæði húmor og ákveðni þeg-
ar leiða átti hóp af ungu kraftmiklu
fólki, sem þóttist eiga svör við öllum
helstu spurningum tilverunnar, oft
líka þeim sem sneru að túlkun texta
og tóna. Undir slíkum kringumstæð-
um varð Rut ekki skotaskuld úr því
að gera lýðnum ljóst, hver væri
„stjórnandanum“. Og á sinni dásam-
legu enskmótuðu íslensku, þar sem
yfirleitt var talið öruggara að beygja
heldur meira en minna, tókst henni
að skýra flesta leyndardóma tón-
anna. Þar sem orðunum sleppti tók
fögur söngröddin við, og við skynj-
uðum frekar en skildum. Þannig
mótaði hún hvelfdan og mjúkan
hljóm kórsins. Og ætíð skyldi allt
lagt í sönginn. Jafnvel æfingu eins og
mí-mei-ma-mo-mú átti að syngja
með tilfinningu.
Verkefnin sem Rut fékk kórnum
að glíma við voru einkar fjölbreytt.
Allt frá fimmundasöng, yfir í madrí-
gala, vögguvísur og enska slagara
fyrri alda. Að ógleymdri nýrri tón-
list, en Rut var metnaðarmál að taka
þátt í hinu skapandi starfi á íslenska
tónlistarakrinum. Kórinn frumflutti
mörg verk íslenskra tónskálda á
þessum tíma.
Svo hreifst ég af leiðsögn Rutar á
kóræfingum að ég herti upp hugann
um síðir og óskaði eftir að komast í
söngtíma. Og þótt ýmsum aðilum að
því námi væri ljóst að ekki var stefnt
á mikinn frama stóð það yfir í nokkur
ár. Einkum vegna þess hve nemand-
anum var leiðsögnin mikils virði, en
hún laut að fleiru í tónlistinni en
röddinni og söngnum.
Það var síðan Rut sem laumaði að
mér þeirri hugmynd að taka tónlist-
arnámið fastari tökum frekar en
sýsla við íslensku í HÍ. Hún fann trú-
lega að ég sinnti því annars hugar.
Þannig lá leið mín í nýstofnaða tón-
fræðadeild Tónlistarskólans. Rut
kom mér og á sporið með að skrifa
um tónlist þegar hún fékk mig til að
skrifa í efnisskrár Tónlistarfélagsins,
og síðar á ýmsum vettvangi þar sem
hún var í forsvari. Þannig var Rut.
Hvatti og örvaði til dáða með hlýju,
húmor og íhygli, og ekki síst smit-
andi músíkalíteti og atorkusemi.
Hún markaði í raun dýpri spor en
ung manneskja áttaði sig á þar og þá,
en verður ljósara þegar árunum
fjölgar.
Fátækleg orð á kveðjustund, á
persónulegum nótum fyrst og
fremst. Aðrir verða til að segja betur
frá Rut sem þeirri frábæru söngkonu
sem hún var. Ég kveð Rut Magnús-
son með mikilli væntumþykju og
virðingu, og þökk fyrir veganestið
sem hún lét mér í té. Jósef, sonum
þeirra og öðrum aðstandendum votta
ég innilega samúð.
Hanna G. Sigurðardóttir.
Kæra Rut. Vildi bara þakka þér
fyrir skemmtileg kynni. Það voru
forréttindi að fá að vera nemandi
þinn, þó ekki væi nema í stuttan
tíma.
Þú varst mikill músíkant. Alveg
frábær söngkennari, góður undir-
leikari og einstök manneskja. Ég
dáðist alltaf að því hvernig þú spil-
aðir undir hjá okkur nemendum í
Tónó. Þú varst svo flink í að lesa
beint af blaði og fórst úr einni tónteg-
undinni í aðra án feilnótna.
Svo var alltaf ákveðin dulúð yfir
þér sem mér fannst svo sjarmerandi.
Ég votta eiginmanni, sonum og að-
standendum samúð.
Minningin um þig lifir.
Edda Borg Ólafsdóttir.
Þakklætiskveðja frá nemanda
Í tæp fjórtán ár hefur Rut Magn-
ússon verið ein af mínum helstu fyr-
irmyndum. Hún var fyrsti alvöru
söngkennarinn minn, örlagavaldur í
lífi mínu, manneskjan sem gerði mér
það kleift að þora að leggja út í það
að verða atvinnusöngkona. Hún sló
fyrsta tóninn í fyrsta söngtímanum
með dómnum: „There is a voice“. Og
eftir það stóð hún alltaf með mér.
Hún krafðist mikils af mér sem nem-
anda og gaf sig alla í starf kennarans.
Í hverri viku kenndi hún mér einum
og hálfum klukkutíma meira en
henni bar, án þess að taka það í mál
að fá aukalega greitt fyrir. Rut var
gagnrýnin án þess að brjóta niður og
uppbyggjandi án þess að hrósa um
of. „Ekki slæmt“ var hæsta einkunn
úr hennar munni. Hún hafði óvenju
næmt eyra, heyrði strax hvort ég
hafði sleppt úr einum æfingadegi og
heyrði það meira að segja einu sinni
á öðrum nemanda sínum að hún væri
ólétt, áður en nemandinn vissi af því!
Eitt af því sem gerði Rut að svo
sérstökum söngvara og söngkennara
var að hún var ekki bara söngkona,
hún var alhliða tónlistarkona. Hún
var flinkur píanóleikari og las nótur
einstaklega vel við fyrstu sýn. Sú
tónlistarundirstaða gerði henni það
kleift að skynja tónverk í heild sinni
og takast á við nútímatónlist sem
margir söngvarar myndu kannski
ekki hætta sér út í, enda frumflutti
hún fjölmörg verk á Íslandi, bæði eft-
ir íslensk og erlend tónskáld. Hún
smitaði mig af ást á ljóðatónlist og
lagði mikla áherslu á túlkun orðanna.
Hún var enda snjall þýðandi ís-
lenskra sönglaga yfir á ensku. Rut
lagði mjög mikið upp úr því hvernig
efnisskrár á tónleikum eru upp-
byggðar. Hún hafði gaman af því að
benda mér á óvenjuleg verk sem hún
lét mig fá sum hver á nótnablöðum
sem hún hafði handskrifað upp eftir
nótum mörgum árum áður, fyrir
daga ljósritunarvélanna. Hún benti
mér á svo margt yndislegt, eins og
sönglagaflokk Griegs, Haugtussu,
sem hún flutti sjálf á sínum tíma í
húsi tónskáldsins í Noregi.
Rut Magnússon var fluggáfuð
kona, heilsteypt, hugmyndarík,
vinnusöm og alltaf með hnyttna
húmorinn á lofti. Hún var óvenju
gjafmild og óeigingjörn manneskja.
Þegar henni fannst hún hafa kennt
mér nóg hvatti hún mig til þess að
fara í frekara nám til útlanda og svo
fór að fjörutíu og einu ári eftir að hún
útskrifaðist úr Guildhall hóf ég þar
nám. Við héldum alltaf sambandi og í
hvert skipti sem ég fór að heimsækja
hana lét hún mig fá hugmyndir að
nýjum verkum, á meðan hennar ljúfi
eiginmaður Jósef bar fram te og
smákökur. Það var mikið lán fyrir
okkur Íslendinga að Rut skyldi taka
ástina fram yfir framann í Bretlandi,
flytjast til Íslands og gera allt það
sem hún gerði fyrir íslenskt tónlist-
arlíf þann tíma sem við nutum krafta
hennar. Hennar er sárt saknað.
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir,
mezzósópransöngkona.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga.
Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á
reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en
3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu
birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15
línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Minningargreinar