Morgunblaðið - 18.02.2010, Side 40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2010
Íslendingar hafa ekki þurft aðvorkenna sér mikið á þorr-anum þetta árið, einmuna veð-
urblíða, varla sést snjókorn né blás-
ið vindur. Þorrinn hefur ekki alltaf
verið svo ljúfur, vanalega verið
harðasti árstíminn og margir lík-
lega kviðið honum áður fyrr. Það er
svosem ekkert langt síðan þorrinn
var karl í krapinu, þegar ég var
barn voru yfirleitt mannhæðarháir
skaflar á þessum árstíma, ég heyrði
sögur af þorrablótsnefndum sem
urðu veðurtepptar í félagsheimil-
unum eða af þorrablótsgestum sem
þurftu að moka bíla sína út áður en
haldið var heim eftir gott blót.
Það er venja að syngja „Þorra-þræl“ á þorrablótum og þótt
lagið við ljóðið sé frekar hresst og
allir í sínu fínasta pússi og besta
skapi þegar það er sungið er textinn
hrein hörmungarvísa og lýsandi
fyrir þorrann eins og hann birtist
fólki áður fyrr. Ég fór að velta því
fyrir mér á einu þorrablótinu ný-
lega hverslags endemis rugl þetta
væri, ég þurfti varla að fara í jakka
yfir kjólgarminn svo gott var veðrið
þetta kvöld og hérna var ég nú
syngjandi þetta lag þar sem þorrinn
gengur berserksgang, hrellandi
menn og mýs. Það hefur líklega
ekki árað vel árið 1866 þegar Krist-
ján Jónsson fjallaskáld setti saman
þennan kuldabrag.
Eins og kemur fram í „Þorra-
þræl“ eirði veðurfarið þennan árs-
tíma engu, það var kalt, dimmt,
snjór og klaki yfir öllu, mat-
arbirgðir fyrir mannfólkið og hey-
forði fyrir skepnunar fóru minnk-
andi og harðindin mögnuðust; brátt
er búrið autt, búið snautt. Þorrinn
gefur engum grið og kalt við hlær.
Þorramánuðurinn hefur valdiðmörgum kvíða áður fyrr, jú
víst blótaði fólk þorra, gerði sér
glaðan dag í mat og drykk ef það
gat. Að sögn Árna Björnssonar voru
þorrablót haldin í upphafi til að
fagna því að vetur var hálfnaður og
blíðka um leið þær vættir sem helst
voru taldar ráða veðurfari næsta
mánuð.
Í dag er þorramánuðurinn ein
allsherjar hátíð; það eru þorrablót
og árshátíðir, bolludagur, sprengi-
dagur og öskudagur, bóndadagur
og konudagur, sem marka upphaf
og endi þorra. Það eru stanslaus há-
tíðahöld, endalaust étið, drukkið og
sungið og það þarf ekki einu sinni
að hafa áhyggjur af því að komast
yfir heiðina, hún er alltaf greiðfær.
Ég er búin að fara á tvö sveita-þorrablót í ár, annað tvö
hundruð manna, hitt fimm hundruð
manna. Þorrablót eru meðal uppá-
haldsskemmtana hjá mér þótt
þorramaturinn sé nú ekki í sérstöku
uppáhaldi. Það eru heimatilbúnu
skemmtiatriðin (sem nánast aðeins
innfæddir skilja), samsöngurinn og
dansinn sem heillar auk mannfólks-
ins. Þetta er eina ballið á árinu þar
sem ungir sem aldnir skemmta sér
saman og dansa skottís, vals og ræl.
Þorrablótsnefndir leggja nótt við
dag að gera þetta að ógleymanlegri
kvöldstund fyrir sveitunga sína,
skjóta hæfilega fast í skemmtiatrið-
unum og sjá til þess að allir aldurs-
hópar eigi góða stund saman og geti
hugsað sér að mæta aftur að ári.
Það hefur eflaust oft þurft hörkuog þolinmæði til að þreyja
þorrann og góuna, en þegar þrautin
er sigruð og þorrinn svífur á braut
tekur daginn að lengja og styttist í
vorkomu. Nú þarf ekki að þreyja
neinar veðurhörkur á þorranum,
aðeins að þreyja alla þessa tyllidaga
og gæta að því að dansa, drekka og
éta ekki yfir sig. ingveldur@mbl.is
Að þreyja þorrann
»Nú þarf ekki aðþreyja neinar veður-
hörkur á þorranum, að-
eins að þreyja alla þessa
tyllidaga og gæta að því
að dansa, drekka og éta
ekki yfir sig.
AF FÉLAGSLÍFI
Ingveldur Geirsdóttir
Kuldakast Stundum er snjór á þorranum en nú moka stórvirkar vinnuvélar
vegina svo fólk komist leiðar sinnar á þorrablót og aðrar skemmtanir.
Ashton Kutcher,
Julia Roberts,
Jessica Alba,
Bradley Cooper,
Jamie Foxx,
Anne Hathaway,
Jennifer Garner,
Patrick Dempsey,
Queen Latifah
og fjöldi annarra
þekktra leikara
SUMIR ERU HEPPNIR Í ÁSTUM
AÐRIR EKKI!
FRÁBÆR, GAMANSÖM
OG RÓMANTÍSK MYND
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
FRÁ RAGNARI BRAGASYNI KEMUR EIN BESTA GAMANMYND ÁRSINS
BJARNFREÐARSON
Robert Downey Jr. og Jude Law eru stórkostlegir
í hlutverki Sherlock Holmes og Dr. Watson
HHHH
-NEW YORK DAILY NEWS
HHH
„FYNDIN OG VEL LEIKIN“
- S.V. – MBL.
Besti leikarinn,
Robert Downey Jr. 11 TILNEFNINGAR TIL EDDSÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI
TILNEFND TIL
2 ÓSKARSVERÐLAU
NA
HHH
„BÍÓMYND SEM UNDIRRITAÐUR
GETUR MÆLT MEÐ...“
„SENNILEGA EINHVER ÖFLUGASTA
BYRJUN SEM ÉG HEF SÉÐ...“
- KVIKMYNDIR.IS – T.V.
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
FRÁ SAMA LEIKSTJÓRA OG FÆRÐI
OKKUR PRETTY WOMAN
HHH
„Flottur stíll, góðar brellur, af-
bragðs förðun og MIKIÐ blóð. Ég
fékk semsagt allt sem bjóst við
og gekk alls ekki út ósáttur.”
T.V. -Kvikmyndir.is
SÝND Í ÁLFABAKKA
/ KRINGLUNNI
VALENTINE'S DAY kl. 5:40D - 8:10D - 10:40D L
MAYBE I SHOULD HAVE kl. 6 L
THE BOOK OF ELI kl. 10:40D 16
UP IN THE AIR kl. 10:20 L
BJARNFREÐARSON kl. 6 - 8:10 L
PLANET 51 m. ísl. tali Sýnd á föstudag L
/ ÁLFABAKKA
VALENTINE'S DAY kl. 5:30 - 8D - 10:40D L DIGITAL THE BOOK OF ELI kl. 10:20 16
VALENTINE'S DAY kl. 8 - 10:40 VIP-LÚXUS WHERE THE WILD THINGS ARE kl. 5:50 7
THE WOLFMAN kl. 5:50 - 8 - 10:20 16 UP IN THE AIR kl. 8 L
TOY STORY 2 - 3D m. ísl. tali kl. 5:50 3D L 3D-DIGITAL SHERLOCK HOLMES kl. 8 - 10:40 12
AN EDUCATION kl. 8 L BJARNFREÐARSON kl. 5:50 - 10:10 L
AN EDUCATION kl. 5:50 VIP-LÚXUS PLANET 51 m. ísl. tali Sýnd á föstudag L
–– Meira fyrir lesendur
PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
.
Föstudaginn 5.mars kemur út hið
árlega Fermingarblað Morgunblaðsins.
Fermingarblaðið hefur verið eitt af vin-
sælustu sérblöðum Morgunblaðsins í
gegnum árin og verður blaðið í ár
sérstaklega glæsilegt.
Fermingarblaðið verður borið frítt inn
á heimili allra fermingarbarna á öllu
landinu.
Látið þetta glæsilega Fermingarblað
ekki framhjá ykkur fara.
MEÐAL EFNIS:
Veitingar í veisluna.
Mismunandi fermingar.
Skreytingar í veisluna.
Veisluföng og tertur.
Fermingartíska.
Hárgreiðsla fermingarbarna.
Fermingarmyndatakan.
Fermingargjöfin í ár.
Hvað þýðir fermingin.
Viðtöl við fermingarbörn.
Nöfn fermingarbarna.
Fermingarskeytin
Og fullt af öðru
spennandi efni.
FERMINGAR
PANTAÐU AU LÝSINGAPLÁSS FYRIR 1. MARS
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 1. mars.
Ferm
ing