Morgunblaðið - 18.02.2010, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2010
Barna- og fjölskyldumynd-in Percy Jackson & theOlympians: The Light-ning Thief segir af tán-
ingspiltinum Percy Jackson sem er
lesblindur og með athyglisbrest
(ADHD). Percy er hins vegar
miklum hæfileikum gæddur, getur
verið í kafi í hátt í sjö mínútur og
þegar hann sér setningar á grísku
breytast þær fyrir augum hans í
skiljanlegt mál. Percy kemst að
því snemma í myndinni að hann er
hálfguð, að faðir hans er enginn
annar en sjávarguðinn Póseidon og
að besti vinur hans, Grover, er sat-
ír. Og það er stríð í uppsiglingu
því Seifur, konungur grísku guð-
anna, hefur glatað eldingasprota
sínum og telur að Percy hafi stolið
honum að áeggjan föður síns. Pó-
seidon reynir að sannfæra bróður
sinn Seif um að svo sé ekki en
Seifur lætur ekki segjast og hótar
stríði fái hann ekki sprotann aftur
fyrir tiltekinn tíma. Hades fréttir
af þessu og hyggst ná sprotanum
af Percy, öflugasta vopni í heimi,
og verða æðstur guða. Hann
sendir skepnur sínar á Percy,
m.a. Mínótár sem nemur móður
Percy á brott til Hadesarheima.
Percy er fluttur í snatri af sat-
írnum í öruggt skjól, í þjálf-
unarbúðir hálfguða sem stýrt er
af kentárnum Kíron (Pierce
Brosnan) og þar kynnist hann
m.a. dóttur Aþenu, Annabeth.
Saman leggja þau, ásamt sat-
írnum, í mikla háskaför til
Hadesarheima (helvíti undir
Hollywood), í von um að ná móður
Percys úr prísundinni.
Þessi bræðingur á grískri goða-
fræði og Bandaríkjum nútímans
er afar vel heppnaður í kvikmynd
Columbus og myndin er hin besta
skemmtun. Columbus fer þá leið
að flækja ekki málin, halda sögu-
þræðinum tiltölulega einföldum en
um leið kynna helstu guði grískr-
ar goðafræði til sögunnar sem og
skaðræðisskepnur á borð við Me-
dúsu sem er bráðskemmtilega
leikin af Umu Thurman. Í upp-
skriftinni eru öll nauðsynleg hrá-
efni fyrir vel heppnaða barna-,
unglinga- og fjölskyldumynd,
myndin er bönnuð innan 10 ára
sem virðist rétt mat en hún virð-
ist þó frekar ætluð börnum sem
eru ögn eldri. Og auðvitað full-
orðnum sem ættu að hafa gaman
af myrkari hliðum guðanna sem
hafa gamnað sér með mannkyninu
um aldabil. Myndin er hröð og
þetta er mikil ævintýrasaga (enda
varla annað hægt þegar sótt er í
gríska goðafræði), ástin kemur við
sögu og hætturnar eru miklar, án
þess þó að líftóran sé hrædd úr
ungum áhorfendum. Leikarar
standa sig með ágætum og sá sem
leikur Percy (eða Perseif), Logan
Lerman, stendur sig afbragðsvel
og greinilegt að þar er mikið efni
á ferð.
Gagnrýnendur hafa verið iðnir
við að bera þessa mynd saman við
Harry Potter (Columbus leik-
stýrði fyrstu tveimur Potter-
myndunum) sem er illskiljanlegt
þar sem hér er allt önnur saga á
ferð, þótt vissulega sé söguper-
sónan ungur maður gæddur yf-
irnáttúrlegum hæfileikum. Ef eitt-
hvað skal fundið að myndinni er
það kannski að helst til lítil
áhersla er lögð í byrjun á að-
stæður aðalpersónunnar, lesblind-
una sem þjakar hann og athyglis-
brestinn, að honum finnist hann
öðruvísi en aðrir. Sá þáttur er víst
mun veigameiri í bókunum sem
myndin er byggð á.
Myndin er keyrð áfram af
kunnáttu, Columbus orðinn vel
skólaður í hasarævintýrum fyrir
yngri áhorfendur eftir Potter-
ævintýrið og Percy … er fyrst og
fremst skemmtun, afþreying. Og
sem slík virkar hún afskaplega
vel.
Snákhærð Thurman speglar sig í hlutverki Medúsu. Percy, eða Perseifur, um það bil að ráða niðurlögum hennar.
Heillandi heimur manna og goða
Smárabíó, Háskólabíó,
Laugarásbíó, Regnboginn og
Borgarbíó
Percy Jackson & the Olympians: The
Lightning Thief bbbbn
Leikstjóri: Chris Columbus. Bandaríkin,
119 mín.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR
BRAD Pitt og Angelina Jolie ætla
að búa í Feneyjum næstu þrjá mán-
uði. Stjörnuparið og börn þeirra
sex fluttu til Ítalíu á þriðjudaginn
og ætla að dvelja þar á meðan Jolie
er við tökur á myndinni The Tour-
ist. Þau eiga heimili í Los Angeles,
New Orleans og í Frakklandi en
leigja íbúð við síki í gamla hluta
Feneyja. Þegar þau komu til lands-
ins leigðu þau tvo hraðbáta, einn
fyrir farangurinn, annan fyrir fjöl-
skylduna, til að komast á nýja heim-
ilið.
Flutt til Feneyja
Í Feneyjum Pitt, Jolie og tvö börn.
Reuters
Á ENSKU OG DÖNSKU
• Byggingafræði
• Véltæknifræði
• Byggingaiðnfræði
• Markaðshagfræði
• Byggingatæknifræði
Á ENSKU
• Tölvutæknifræði
• Framleiðslutæknifræði
• Útflutningstæknifræði
Á DÖNSKU
• Véltækni
• Landmælingar
• Aðgangsnámskeið
HJÁ VIA UNIVERSITY COLLEGE
(VITUS BERING DENMARK) Í HORSENS
BJÓÐUM VIÐ UPP Á MARGVÍSLEGA MENNTUN
VIA UNIVERSITY COLLEGE
Chr. M. Østergaards Vej 4
DK-8700 Horsens
WWW.VIAUC.DK
Tel. +45 8755 4000
Fax: +45 8755 4001
Mail: tekmerk@viauc.dk
Í BOÐI ER:
NÁM Í
DANMÖRKU
01
86
1
KYNNINGARDAGUR Í NORRÆNA HÚSINU Í REYKJAVÍK:
Fulltrúi skólans Johan Eli Ellendersen, verður á Íslandi laugardaginn
20. febrúar 2010, frá kl.11-16. Áhugasamir geta haft samband í síma
568-9000 (Grand Hótel). Leggið inn skilaboð og við munum hringja til
baka eða hringið beint í Johan í síma 8458715.
SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI
S! YFIR 63.000 GESTIR„BJARNFREÐARSON KOM MÉR EKKI LÍTIÐ ÁÓVART. MÉR FANNST HÚN GEGGJUÐ!“
KVIKMYNDIR.IS-T.V.
DENZEL WASHINGTON OG GARY
OLDMAN ERU FRÁBÆRIR
Í ÞESSARI MÖGNUÐU SPENNUMYND
Í ANDA I AM LEGEND OG MAD MAX
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI
OG AKUREYRI
HHHH
- S.V.,MBL
HHHH
- T.V. - KVIKMYNDIR.IS
DUVERÐLAUNA
GEORGE CLOONEY, VERA
FARMIGA OG ANNA KENDRICK
FARA Á KOSTUM
Í ÞESSARI FRÁBÆRU MYND
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK
HHHH
„JONZE HEFUR KVIKMYNDAÐ ÆVINTÝRI EINS OG
ÞAÐ SÉ ALGERLEGA RAUNVERULEGT, SEM LEYFIR
OKKUR AÐ SJÁ HEIMINN MEÐ AUGUM MAX,
FULLAN AF FEGURÐ OG HÆTTU.“
- ROLLING STONE, PETER TRAVERS
“FÁRÁNLEGA FRÁBÆR”
- ELLE MAGAZINE
7
Frábær mynd frá
leikstjóranum
SPIKE JONZE
HHH
- S.V. – MBL.
HHH
„RÆMAN ER MJÖG GRÍPANDI OG JÁ, GÓГ
- Ó.H.T - RÁS2
SÝND Í ÁLFABAKKA
HHHH
"Ein besta mynd ársins"
New York Observer
HHHH
"Einstök skemmtun"
Ebert
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI
OG SELFOSSISÝND Í KRINGLUNNI
Byggð á einni ástsælustu sögu okkar tíma
“SANNKALLAÐ MEISTARAVERK”
- FOX-TV
SÝND Í ÁLFABAKKA
EIN VINSÆLASTA TEIKNIMYND ALLRA
TÍMA ER LOKSINS KOMIN Í ÞRÍVÍDD
Sýnd með
íslensku t
ali
FJÖLSKYLDUTILBOÐ
4 fyrir 3
Gildir til 22. febrúar
/ KEFLAVÍK
VALENTINE'S DAY kl. 8 - 10:20 L
WHERE THE WILD THINGS ARE kl. 8 L
IT'S COMPLICATED kl. 10:10 L
VALENTINE'S DAY kl. 8 -10:30 L
DID YOU HEAR ABOUT THE MORGANS kl. 8 7
UP IN THE AIR kl. 10:20 L
/ SELFOSSI
VALENTINE'S DAY kl. 8 - 10:20 L
THE BOOK OF ELI kl. 8 16
SHERLOCK HOLMES kl. 10:20 12
/ AKUREYRI