Morgunblaðið - 20.02.2010, Blaðsíða 34
34 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2010
EINS og víða í þjóð-
félaginu er verið að
spara, eða hagræða, á
Landspítalanum. Á
geðsviði spítalans, því
sviði sem undirritaður
starfar við, verður
tveimur deildum lokað
í vor. Annars vegar er
það endurhæfingar- og
hjúkrunargeðdeild 14
á Kleppi og hins vegar
dagdeild iðjuþjálfunar við Hring-
braut.
Kannski er rétt að loka deild 14 því
það á jú enginn að þurfa að búa á
geðdeild en það sem ég finn mest að
þessum lokunum er að eins og er eru
ekki til úrræði fyrir alla sjúklinga
deildar 14, né skjólstæðinga iðju-
þjálfunar. Ég hef orðið var við að ein-
staklingar sem hér um ræðir finni
fyrir óöryggi og kvíða varðandi fram-
haldið. Vissulega er verið að vinna að
því að koma upp úrræði, en óvissan á
bak við þetta eykur bara tilfinn-
ingalegt óöryggi sjúklinga og að-
standenda þeirra. Það er því mik-
ilvægt að þeir sem vinna að þessum
málum geri það vel og örugglega og
leyfi þeim sem um ræðir að fylgjast
með gangi mála.
Iðjuþjálfun og önnur úrræði
Dagdeild iðjuþjálfunarinnar er
einstök og hún hefur hjálpað mörg-
um í gegnum árin. Margir fyrrver-
andi sjúklingar á geðsviði Hring-
brautar hafa hrósað þessari
starfsemi, því hún skipti sköpun í
bataferli þeirra. Umhverfið þar er
vinnutengt og minnir lítið á sjúkra-
húsumhverfi sem fyrir marga er
nauðsynlegt skref að
taka áður en til út-
skriftar kemur. En í
stað þess að hugsa til
þess að sjúklingar geti
farið í hvetjandi um-
hverfi svo þeir geti tek-
ist á við auknar kröfur
og líði betur þá á að
breyta þessu. Iðjuþjálf-
ar á geðsviði Hring-
brautar eiga nú að fara
að vinna inni á móttöku-
deildum. Það væri svo
sem frábært ef ein-
hverjir iðjuþjálfar gætu verið á deild-
unum því þá væri kannski von að
iðjuþjálfunin kæmi fyrr inn í með-
ferðarferlið og sjúklingurinn hefði
meira val um meðferð. Kannski
kæmist iðjuþjálfunin þá svo snemma
inn í meðferðarferlið að viðkomandi
fengi að heyra um eða reyna aðra
meðferð áður en lyf eru nefnd til sög-
unnar. Það væri gott því ég tel að allt
of oft sé viðkomandi selt það að lyfin
virki best áður en hann er upplýstur
og látinn reyna aðra meðferð. En því
miður er það svo að það sem hefur
háð starfsemi iðjuþjálfunarinnar
mest er skortur á iðjuþjálfum. Þrátt
fyrir óskir sjúklinga um aukna iðju-
þjálfun hefur iðjuþjálfum starfandi á
geðsviði Landspítalans farið fækk-
andi undanfarin ár. Af hverju þetta
er er ekki gott að segja en til að hægt
sé að veita viðunandi heilbrigðisþjón-
ustu á geðsviði finnst mér að iðju-
þjálfun verði að koma snemma inn í
meðferðarferlið og, eins og fyrr seg-
ir, stundum áður en viðkomandi er
seld sú hugmynd að lyf séu betri en
önnur meðferð.
Talað er um að öll dagdeildarþjón-
usta iðjuþjálfunar á geðsviði eigi að
fara inn á Klepp sem er gott ef það
næst að efla starfsemina þar. En til
að það sé hægt þarf að ráða fleiri
iðjuþjálfa, það er alveg á hreinu. Það
er líka ljóst að bara hluti þeirra skjól-
stæðinga sem nýttu sér iðjuþjálfun
geðsviðs Hringbrautar mun fara inn
á Klepp. Sumir þeirra eiga ekki er-
indi þangað, aðrir munu kannski ekki
vilja fara þá leið og, eins og fyrr seg-
ir, þá hefur skortur á iðjuþjálfum
innan geðsviðs háð þeirra starfsemi.
Það segir sig sjálft að það þýðir lítið
að vera með iðjuþjálfun ef það eru
ekki neinir iðjuþjálfar!
Þeir eru margir sem eru fylgjandi
af-stofnanavæðingu og segja að það
eigi að leggja áherslu á iðjuþjálfun í
nærumhverfi fólks við að aðstoða það
við hindranir í daglegu lífi. Ég er
sammála því að mörgu leyti en eins
og staðan er í dag er ekkert annað
úrræði sem býður upp á sömu þjón-
ustu og boðið er upp á hjá dagdeild
iðjuþjálfunar á Hringbraut. Þar að
auki er „brúin“ eða tengingin út í
samfélagið fyrir inniliggjandi sjúk-
linga, sem oft er talað um, ekki nógu
traust svo það komast ekki allir af
geðdeild í önnur úrræði. Í 22. grein
laga um réttindi sjúklinga segir m.a.:
„Áður en að útskrift sjúklings kemur
skulu aðstæður hans kannaðar og
honum tryggð fullnægjandi heima-
þjónusta eða önnur úrræði eftir því
sem unnt er.“ Eftir því sem ég best
veit hefur ekkert samráð verið haft
við notendur þjónustunnar eða for-
stöðumenn þeirra úrræða sem fyrir
eru. Kannski verður þetta til þess að
öflug samvinna spítalans við önnur
úrræði og stofnanir verði fest í sessi,
en þá verða líka allir sem vinna eða
koma að þessu að tala saman.
Það er lágmark
að fólk tali saman
Eftir Bergþór G.
Böðvarsson
Bergþór G. Böðvarsson
»Dagdeild iðjuþjálf-
unarinnar er einstök
og hún hefur hjálpað
mörgum í gegnum árin.
Höfundur starfar sem fulltrúi not-
enda á geðsviði LSH.
ÞAÐ ER mikið
ánægjuefni að um
þessar mundir vinnur
bæjarráð Mosfells-
bæjar að því að
semja siðareglur fyrir
bæjarfulltrúa.
Reglum þessum er
ætlað að ná yfir
kjörna fulltrúa svo og
þá sem kjörnir eru til
setu í nefndum og
ráðum í Mosfellsbæ. Ekki svo að
skilja að brýn þörf kalli á þótt auð-
vitað megi benda á nokkur dæmi
þar sem það hefði verið gott ef
siðareglur hefðu verið fyrir hendi.
Mikilvægt er að íbúarnir geti
treyst því að þeir sem kallaðir eru
til starfa á hverjum tíma fyrir
bæjarfélagið gegni skyldum sínum
innan ramma laga og í samræmi
við það umboð sem kjósendur hafa
veitt þeim. Bæjarfulltrúar eiga að
vera sér meðvitandi um að þeir
bera ábyrgð gagnvart íbúum í
heild sinni, þ.m.t. gagnvart kjós-
endum sem kusu þá ekki. Almennt
séð er ég þeirrar skoðunar að slík-
ar reglur veiti fyrst og fremst að-
hald og minni menn á. Enda eru
reglurnar almennt sjálfsagðar ef
þær eru skoðaðar.
Til viðbótar siðareglunum eru
jafnframt reglur um skráningu á
fjárhagslegum hagsmunum bæj-
arfulltrúa og trúnaðarstörfum utan
bæjarstjórnar. Siðareglur hafa
verið til umræðu í nokkur ár, eink-
um á vettvangi Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga. Hefur sam-
bandið m.a. þýtt siðareglur
sveitarstjórnarþings Evrópuráðs-
ins fyrir kjörna fulltrúa á sveitar-
og héraðsstjórnarstigi auk þess að
vera leiðandi í umræðunni.
Á landsþingi Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga í mars 2009
samþykkti þingið samhljóða eft-
irfarandi ályktun sem lögð var fyr-
ir þingið: Landsþing Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga mælir með
því að sveitarstjórnir setji sér siða-
reglur. Landsþingið samþykkir að
á vegum sambandsins verði kynnt-
ar hugmyndir að fyr-
irmyndum að siða-
reglum sveitarstjórna.
Landsþingið sam-
þykkir að á vegum
sambandsins verði
hugað að því að setja á
fót sameiginlega siða-
nefnd sveitarfélaga.
Landsþingið sam-
þykkir að unnið verði
á vegum sambandsins
að tillögum að nauð-
synlegum lagabreyt-
ingum í þessum efn-
um.
Minna varð úr sameiginlegri
vinnu á vegum sambandsins í kjöl-
farið en búist hafði verið við en
margir sveitarstjórnarmenn höfðu
reiknað með því að sambandið út-
byggi ramma eða beinagrind að
reglum sem síðan sveitarfélögin
um land allt gætu nýtt sér. Fljót-
lega í kjölfar þingsins settu sveit-
arstjórnarmenn í Kópavogi og
Reykjavík sér siðareglur.
Í Mosfellsbæ hefur þetta verið í
umræðunni síðan á þinginu í mars
2009 en nú hillir undir að bæjar-
stjórn samþykki siðareglur sem
verið hafa í vinnslu hjá bæjarráði
um nokkurt skeið. Reglurnar eru
unnar að hluta til með hliðsjón af
þeim reglum sem settar hafa verið
í Reykjavík og Kópavogi. Markmið
þessara reglna er að skilgreina það
hátterni sem ætlast er til að kjörn-
ir fulltrúar sýni af sér. Jafnframt
að upplýsa íbúa um hvaða hátterni
þeir eigi rétt á af kjörnum fulltrú-
um. En samhliða virðingu fyrir
umboði kjósenda eigi að vera virð-
ing fyrir siðferðislegum gildum.
Sveitarstjórnar-
menn í Mosfellsbæ
setja sér siðareglur
Eftir Martein
Magnússon
Marteinn Magnússon
»Mikilvægt er að íbú-
arnir geti treyst því
að þeir sem kallaðir eru
til starfa á hverjum tíma
fyrir bæjarfélagið gegni
skyldum sínum innan
ramma laganna
Höfundur er bæjarfulltrúi.
NÝLEGA var gefin
út bókin Safnahúsið,
1909-2009. Þjóðmenn-
ingarhúsið. Af mörg-
um fróðlegum og góð-
um greinum í henni
þótti mér einkum tvær
bera af, nánar tiltekið
grein Péturs Ár-
mannssonar svo og
grein eða ávarp Vé-
steins Ólasonar, fyrr-
verandi forstöðumanns Stofnunar
Árna Magnússonar. Auðsætt er að
starfsemi Þjóðmenningarhússins
voru gerð afar ýtarleg og tæmandi
skil, en hins vegar þótti mér starf-
semi Safnahússins hverfa algjörlega
í skugga „óskabarnsins“ þ.e. Þjóð-
menningarhússins. Henni voru í
einu orði sagt gerð
skammarlega fátækleg
skil. Það er engu lík-
ara en að strikað hafi
verið að mestu leyti yf-
ir það merka menning-
arstarf sem þar fór
fram áratugum saman.
Menn virðast vera svo
lygilega fljótir að
gleyma öllu því góða
og gamla.
Hvergi í þessu
skrautlega riti er
minnst einu einasta
orði á bókbandsstofuna, en ef mig
misminnir ekki þá unnu þar að
minnsta kosti fimm sérstaklega
vandvirkir bókbindarar. Til þess að
þetta rit yrði ekki eins einsleitt og
raun ber vitni hefði ekki verið
heillaráð fyrir ritstjórann, Eggert
Þór Bernharðsson, að fara þess á
Safnahúsið hverfur
gjörsamlega í
skugga Þjóðmenn-
ingarhússins
Eftir Halldór Þor-
steinsson
Halldór Þorsteinsson
–– Meira fyrir lesendur
Í tilefni af Skólahreysti MS
gefur Morgunblaðið út
veglegt sérblað um heilsu
og íþróttaiðkun barna og
unglinga.
Vertu með í fræðandi og
skemmtilegu sérblaði
25. febrúar.
MEÐAL EFNIS:
- Hvernig á að velja réttu íþróttina?
- Hvernig eiga foreldrar að
styðja börnin sín í íþróttum?
- Hvað ber að varast við
heilsurækt ungmenna?
- Hver er andlegur, félagslegur
og líkamlegur ávinningur
íþróttaiðkunar?
- Hvaða leiðir eru bestar
til að bæta mataræðið?
HRAUSTARIÆSKA
– bjartari framtíð
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 22. febrúar.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Kolbrún Ragnarsdóttir
Sími: 569 1322
kolla@mbl.is
PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS FYRIR 22. FEBRÚAR