Morgunblaðið - 20.02.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.02.2010, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2010 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 Síðasti dagur útsölu 60-90% afsláttur www.rita.is Eddufelli 2, sími 557 1730 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Leggings 1.990 kr. Mussa 5.900 kr. www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 20% aukaafsláttur af útsöluvörum í dag laugardag Str. 38-56 Í DAG, laugardag, kl. 15.00 standa Hagsmunasamtök heimilanna og Nýtt Ísland fyrir ellefta kröfufundi sínum á Austurvelli. Á mælendaskrá eru María Jónsdóttir og Sigurður Hreinn Sigurðsson. Í tilkynningu frá samtökunum segir: „Eftir þann glæsilega áfanga sem náðist þegar dómurinn féll um ólögmæti geng- istryggða lána er það ennþá mik- ilvægara að sýna samstöðu og fjöl- menna sem aldrei fyrr á Austurvelli. Með því sýnum við stjórnvöldum og fjármálafyrirtækjum landsins að baráttan heldur áfram þar til rétt- látt Ísland hefur litið dagsins ljós.“ Kröfufundur á Austurvelli KRABBAMEINSFÉLAGIÐ í sam- vinnu við Stangaveiðifélag Reykja- víkur, Veiðihornið og Veiðikortið efnir til hnýtingakeppni um sil- ungsflugur. Keppt er í tveimur flokkum; almennum flokki og ung- lingaflokki (16 ára og yngri), og hljóta þrír efstu í hvorum flokki verðlaun í boði samstarfsaðila keppninnar. Með þátttöku sam- þykkir keppandinn að flugan verði eign Krabbameinsfélags Íslands og verður hún fjöldaframleidd og seld til fjáröflunar fyrir félagið. Flugan þarf að berast Krabbameinsfélag- inu, Skógarhlíð 8, 105 Reykjavík, eigi síðar en 19. mars nk. Þátttaka er öllum opin. Besta flugan til Krabbameinsfélagsins DAGANA 22.-26. febrúar nk. stendur skáta- hreyfingin fyrir „góðverkadögum“ í fyr- irtækjum landsins. Góðverkadagar voru fyrst haldnir í fyrra og tókust ákaflega vel. Þá var nokkrum fyrirtækjum boðið að taka þátt og var þátttaka langt umfram vænt- ingar. Nú í ár hafa góðverkadagar auk fjölda þátttökufyrirtækja fengið Stöð 2, Bylgjuna og visir.is til samstarfs og verða „góðverk dagsins“ kynnt í dagskrá miðlanna og al- menningur hvattur til þáttöku. Allar upplýs- ingar um góðverkadaga má finna á www.godverkin.is. Góðverkadagar í fyrirtækjum landsins FÉLAG vélstjóra og málmtækni- manna lýsir yfir miklum vonbrigðum með dóm Félagsdóms á fimmtudag, en dómurinn hafnaði kröfu félagsins um að það fengi að koma að gerð kjarasamnings fyrir hönd fé- lagsmanna sinna í álverinu á Grund- artanga. Samningar þar eru lausir. Félagið hefur falið lögmönnum sínum að kanna möguleika þess að skjóta málinu til Mannréttindadóm- stóls Evrópu í Strassborg. Félagsdómur sagði m.a. í niður- stöðu sinni, að ekki hefði verið sýnt fram á þeir starfsmenn álversins, sem Félag vélstjóra og málmtækni- manna krefðist samningsumboðs fyrir, væru félagsmenn í félaginu. Illa grunduð niðurstaða Í tilkynningu frá félaginu er nið- urstaða dómsins sögð illa grunduð enda sé hún ekki í samræmi við lög- verndaðan samningsrétt félagsins eða vilja starfsmannanna. Að auki samræmist hún ekki dómafordæmi Hæstaréttar, sem kveði á um að lagaheimild og málefnaleg sjónarmið þurfi til að skerða megi samnings- rétt stéttarfélaga. Því til viðbótar samræmist hún ekki mannréttindaákvæðum stjórn- arskrárinnar og mannréttindasátt- mála Evrópu, einkum ákvæðum um félagafrelsi, sem annars vegar bann- ar að menn verði þvingaðir til að vera í stéttarfélagi sem þeir vilja ekki vera í og hins vegar tryggir rétt manna til að fela stéttarfélögum sín- um að semja um kaup. Félagið vill koma að kjara- samningum við Norðurál Morgunblaðið/Árni Sæberg Dómur Félag vélstjóra og málmtæknimanna fær ekki að koma að kjara- samningum í álverinu á Grundartanga samkvæmt dómi Félagsdóms. HÁSKÓLAR landsins munu í dag kynna námsframboð sitt fyrir næsta skólaár. Í Ráðhúsi Reykja- víkur verða Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Hólum, Háskólinn í Reykjavík, Landbúnaðarháskóli Íslands og Listaháskóli Íslands. Háskóli Ís- lands verður á Háskólatorgi, Gimli og Odda í Háskóla Íslands. Jafn- framt verður boðið upp á kynningu á framhaldsnámi í Danmörku og Svíþjóð í Norræna húsinu. Á háskóladeginum munu nem- endur, kennarar og námsráðgjafar skólanna taka á móti gestum og miðla af reynslu sinni. Í Háskóla- bíói verða litríkar sprengingar og ýmis efnafræðiundur á dagskrá á tveimur sýningum, kl. 12 og 14 í sal eitt. Þá mun Sprengjugengið, hópur efnafræðinema við HÍ, sýna listir sínar en hópurinn hefur nokkrum sinnum sett upp tilkomumiklar efnafræðisýningar, m.a. á menning- arnótt. Tilgangurinn er að þeirra sögn að vekja áhuga fólks á efna- fræði enda segir forsprakki hópsins efnafræðina bjóða upp á annað og meira en að húka yfir stærðfræði- skruddum og efnafræðiformúlum alla daga. Aðsóknin að sýningum Sprengju- gengisins hefur yfirleitt verið mikil enda hafa jafnt börn sem fullorðnir gaman af efnafræðikúnstum hóps- ins. Morgunblaðið/Kristinn Sprengjugengið Vekur athygli fólks á undrum efnafræðinnar. Sprengju- gengi sýn- ir kúnstir Fullorðnir fikta með sprengjur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.