Morgunblaðið - 20.02.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.02.2010, Blaðsíða 25
Fréttir 25ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2010 1 3 2 Heimildir: Qualcomm, fréttaskeyti MIRASOL-BLAÐSKJÁR Tæknifyrirtækið Qualcomm hefur þróað byltingar- kennda skjátækni sem byggist á einstökum eiginleikum Morpho-fiðrilda til að endurvarpa ljósi. Tæknin gerir kleift að endurnýja skjámyndir hratt, auk þess sem orkunotkun er lítil. Skjámyndin er birt í einu lagi og hana má skoða í sólarljósi. Vængir Morpho-fiðrilda skapa liti með því að sveigja og dreifa ljósi. HEIMKYNNI Hitabeltisregn- skógar Mið- og Suður-Ameríku. VÆNGHAF 13-17cm. HVERNIG VIRKAR TÆKNIN? Tæknin í skjámyndinni gengur út á að endurvarpa umlykjandi ljósi í stað þess að nota ljóssíur sem krefjast mikillar baklýsingar. Plöturnar nota umlykjandi ljós til að ná fram rétta litnum, punkt fyrir punkt. OPIÐ Endurvarpar ljósi LOKAÐ Drekkur í sig ljós Þegar engin rafspenna er á plötunum skiljast þær að. Við það er ljósi sem berst að hvarfefninu endurvarpað. Breytingar á hæð loftþilsins hafa áhrif á bylgjulengd ljóssins sem er endurvarpað sem aftur skilar mismunandi litum. Þegar rafspennu er hleypt á plöturnar dragast þær saman vegna aðdráttar við rafstöðu. Við það draga þær í sig ljós og flöturinn verður svartur. Gler með hvarfefni Þunn filma Himna endur- varpar ljósi Leiðandi plötur Loft- þil 1 punktur Blár litur myndast þegar hæð loftbilsins er minnst en rauður litur þegar hún er mest ÝMSIR EIGINLEIKAR Qualcomm hyggst setja rafbókina á markað í haust 5,7-tommu skjár með 1024 x 768 punkta upplausn. Netvafri. Rafhlöður endast í allt að 8 daga eða allt að 500% lengur en í rafbókinni E Ink. Spilar mynd- bönd. Hægt að skoða þótt sól skíni á. Skjárinn krefst aðeins orku þegar skjá- myndin er uppfærð. SJALDGÆFAR teg- undir refapa og gór- illna eru á meðal 25 prímatategunda sem talið er nánast öruggt að deyi út verði ekki gerðar ráðstafanir til að bjarga þeim, að því er fram kemur í skýrslu sem al- þjóðlegu náttúru- verndarsamtökin IUCN birtu í gær. Samtökin segja að af 634 þekktum teg- undum prímata sé nær helmingurinn í einhvers konar útrýmingarhættu, einkum vegna skógareyðingar eða ólöglegra veiða. Fyrir þremur árum var þriðjungur tegundanna talinn í hættu eða í hópi þeirra sem taldar eru geta komist í útrýmingarhættu. Af þeim 25 tegundum sem eru í mestri hættu lifa fimm á Mada- gaskar, sex á afríska meginlandinu, þrjár í Suður-Ameríku og ellefu í Suðaustur-Asíu. Þeirra á meðal er langur-tegund sem finnst aðeins á einni eyju í Ví- etnam. Aðeins 60-70 apar eru eftir af þeirri tegund. Tvær aðrar apategundir eru með um hundrað dýr (refapategund í Madagaskar og gibbon-apar í Norður-Víetnam) og tæp 300 apar eru eftir af sjaldgæfri górillutegund við landamæri Kamerúns og Níger- íu. Um 6.000 órangútan-apar lifa enn á Súmötru í Indónesíu en teg- undin er samt talin í mikilli hættu vegna skógareyðingar. bogi@mbl.is Fremdardýr í hættu  25 tegundir prímata í mikilli útrým- ingarhættu  Tegund í hættu í Víetnam Reuters Móðurást Órangútan er stór og trjábýll mannapi sem lifir á Borneó og Súmötru í Suðaustur-Asíu. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „SKREF Bandaríkjastjórnar var gróft inngrip í kínversk innanríkis- mál sem særði þjóðerniskennd kín- verskrar alþýðu og olli alvarlegum skaða á samskiptum Kína og Banda- ríkjanna. Tíbet er óaðskiljanlegur hluti af friðhelgu landsvæði Kína og málefni Tíbets eru eingöngu innan- ríkismál í Kína,“ sagði í frétt Xin- hua-fréttavefsíðunnar, málgagni kínverska kommúnistaflokksins, í tilefni fundar Barack Obama Banda- ríkjaforseta og Dalai Lama, andlegs leiðtoga Tíbeta, í Hvíta húsinu. Leiðtogarnir ræddu saman í fyrradag og leynir vanþóknunin sér ekki í frétt Xinhua, undir fyrirsögn- inni „Kína stefnir sendiherra Bandaríkjanna til fundar“. Fyrirsjáanleg viðbrögð Viðbrögð Kínastjórnar voru fyrir- sjáanleg en eins og Íslendingum ætti að vera í fersku minni eftir heimsókn Dalai Lama til Íslands í fyrra er slíkum heimboðum ekki tekið þegjandi og hljóðalaust í Pek- ing. Vikið er að heimsókninni á vef Hvíta hússins í stuttum texta en í fimm setningum kemur fram að Obama styðji varðveislu einstaks tungumáls og trúarlegra og menn- ingarlegra einkenna Tíbeta. Þá má skilja af orðum forsetans að hann styðji mannréttindabaráttu Tíbeta. Lofar friðsama framgöngu Jafnframt lofaði Obama leiðtoga Tíbeta fyrir að hafna ofbeldi en kjósa þess í stað friðsama baráttu þar sem leitast væri við að ræða við kínversk stjórnvöld. Forsetinn tók einnig fram að hann hefði ávallt hvatt til beinna viðræðna á milli Kín- verja og Tíbeta við lausn ágreinings- mála, auk þess sem hann lýsti yfir ánægju með að þær skyldu hafa haf- ist á ný. Blaðamaðurinn Gordon Fairclo- ugh fjallar um heimsóknina í bloggi á vef bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal en þar hefur hann eftir Ji Zhu, fræðimanni við Tækni- og viðskiptaháskólann í Peking, að fundurinn sé talinn hafa óveruleg áhrif á samskipti ríkjanna. Nýlegar deilur um vopnasölu Bandaríkjanna til Tavíans séu litnar mun alvarlegri augum en fundurinn á fimmtudag. Kínverjar fordæma fund Obama með Dalai Lama  Segja viðræður í Hvíta húsinu skaða samskipti risaveldanna Reuters Forvitinn Dalai Lama er maður óvenjulegur. Hér staldrar hann við til að skoða snjó við Hvíta húsið. Aðstoðarmenn hans brosa yfir uppátækinu. www.gisting.dk/gisting.html sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer) Ódýr gisting í Kaupmannahöfn Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200 Hjörtur Jónasson, Námufélagi í háskóla La us n: N em an d i Styrkir fyrir námsmenn E N N E M M / S ÍA / N M 4 0 9 19 N B I h f. (L a n d s b a n k in n ), k t. 4 7 10 0 8 -0 2 8 0 . Námufélögum standa til boða veglegir námsstyrkir á framhalds- og háskólastigi árið 2010. Veittir verða styrkir í fjórum flokkum: 3 styrkir til framhaldsskóla- og iðnnáms, 150.000 kr. 3 styrkir til háskólanáms (BA/BS/BEd), 300.000 kr. 4 styrkir til framhaldsnáms á háskólastigi, 350.000 kr. 4 styrkir til listnáms, 350.000 kr. Sæktu um námsstyrk Námunnar á landsbankinn.is. Umsóknarfrestur er til 8. mars. NÁMAN | landsbankinn.is | 410 4000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.