Morgunblaðið - 20.02.2010, Qupperneq 25
Fréttir 25ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2010
1
3
2
Heimildir: Qualcomm, fréttaskeyti
MIRASOL-BLAÐSKJÁR
Tæknifyrirtækið Qualcomm hefur þróað byltingar-
kennda skjátækni sem byggist á einstökum eiginleikum
Morpho-fiðrilda til að endurvarpa ljósi. Tæknin
gerir kleift að endurnýja skjámyndir hratt, auk
þess sem orkunotkun er lítil. Skjámyndin er birt
í einu lagi og hana má skoða í sólarljósi.
Vængir Morpho-fiðrilda
skapa liti með því að sveigja
og dreifa ljósi.
HEIMKYNNI Hitabeltisregn-
skógar Mið- og Suður-Ameríku.
VÆNGHAF 13-17cm.
HVERNIG VIRKAR TÆKNIN?
Tæknin í skjámyndinni gengur út á að endurvarpa umlykjandi ljósi í
stað þess að nota ljóssíur sem krefjast mikillar baklýsingar.
Plöturnar nota umlykjandi ljós
til að ná fram rétta litnum,
punkt fyrir punkt.
OPIÐ
Endurvarpar ljósi
LOKAÐ
Drekkur í sig ljós
Þegar engin
rafspenna er á plötunum
skiljast þær að. Við það
er ljósi sem berst að
hvarfefninu
endurvarpað. Breytingar á hæð
loftþilsins hafa áhrif
á bylgjulengd ljóssins
sem er endurvarpað sem
aftur skilar mismunandi
litum.
Þegar rafspennu er hleypt á plöturnar
dragast þær saman vegna aðdráttar
við rafstöðu. Við það draga þær í sig ljós og
flöturinn verður svartur.
Gler með
hvarfefni
Þunn filma
Himna endur-
varpar ljósi
Leiðandi
plötur
Loft-
þil
1 punktur
Blár litur myndast
þegar hæð loftbilsins
er minnst en rauður litur
þegar hún er mest
ÝMSIR EIGINLEIKAR
Qualcomm hyggst setja rafbókina á markað í haust
5,7-tommu skjár
með 1024 x 768
punkta upplausn.
Netvafri.
Rafhlöður endast í allt að 8
daga eða allt að 500% lengur
en í rafbókinni E Ink.
Spilar
mynd-
bönd.
Hægt að skoða
þótt sól skíni á.
Skjárinn krefst
aðeins orku
þegar skjá-
myndin er
uppfærð.
SJALDGÆFAR teg-
undir refapa og gór-
illna eru á meðal 25
prímatategunda sem
talið er nánast öruggt
að deyi út verði ekki
gerðar ráðstafanir til
að bjarga þeim, að
því er fram kemur í
skýrslu sem al-
þjóðlegu náttúru-
verndarsamtökin
IUCN birtu í gær.
Samtökin segja að
af 634 þekktum teg-
undum prímata sé
nær helmingurinn í
einhvers konar útrýmingarhættu,
einkum vegna skógareyðingar eða
ólöglegra veiða. Fyrir þremur árum
var þriðjungur tegundanna talinn í
hættu eða í hópi þeirra sem taldar
eru geta komist í útrýmingarhættu.
Af þeim 25 tegundum sem eru í
mestri hættu lifa fimm á Mada-
gaskar, sex á afríska meginlandinu,
þrjár í Suður-Ameríku og ellefu í
Suðaustur-Asíu.
Þeirra á meðal er langur-tegund
sem finnst aðeins á einni eyju í Ví-
etnam. Aðeins 60-70 apar eru eftir
af þeirri tegund.
Tvær aðrar apategundir eru með
um hundrað dýr (refapategund í
Madagaskar og gibbon-apar í
Norður-Víetnam) og tæp 300 apar
eru eftir af sjaldgæfri górillutegund
við landamæri Kamerúns og Níger-
íu.
Um 6.000 órangútan-apar lifa
enn á Súmötru í Indónesíu en teg-
undin er samt talin í mikilli hættu
vegna skógareyðingar. bogi@mbl.is
Fremdardýr í hættu
25 tegundir prímata í mikilli útrým-
ingarhættu Tegund í hættu í Víetnam
Reuters
Móðurást Órangútan er stór og trjábýll mannapi
sem lifir á Borneó og Súmötru í Suðaustur-Asíu.
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„SKREF Bandaríkjastjórnar var
gróft inngrip í kínversk innanríkis-
mál sem særði þjóðerniskennd kín-
verskrar alþýðu og olli alvarlegum
skaða á samskiptum Kína og Banda-
ríkjanna. Tíbet er óaðskiljanlegur
hluti af friðhelgu landsvæði Kína og
málefni Tíbets eru eingöngu innan-
ríkismál í Kína,“ sagði í frétt Xin-
hua-fréttavefsíðunnar, málgagni
kínverska kommúnistaflokksins, í
tilefni fundar Barack Obama Banda-
ríkjaforseta og Dalai Lama, andlegs
leiðtoga Tíbeta, í Hvíta húsinu.
Leiðtogarnir ræddu saman í
fyrradag og leynir vanþóknunin sér
ekki í frétt Xinhua, undir fyrirsögn-
inni „Kína stefnir sendiherra
Bandaríkjanna til fundar“.
Fyrirsjáanleg viðbrögð
Viðbrögð Kínastjórnar voru fyrir-
sjáanleg en eins og Íslendingum
ætti að vera í fersku minni eftir
heimsókn Dalai Lama til Íslands í
fyrra er slíkum heimboðum ekki
tekið þegjandi og hljóðalaust í Pek-
ing.
Vikið er að heimsókninni á vef
Hvíta hússins í stuttum texta en í
fimm setningum kemur fram að
Obama styðji varðveislu einstaks
tungumáls og trúarlegra og menn-
ingarlegra einkenna Tíbeta. Þá má
skilja af orðum forsetans að hann
styðji mannréttindabaráttu Tíbeta.
Lofar friðsama framgöngu
Jafnframt lofaði Obama leiðtoga
Tíbeta fyrir að hafna ofbeldi en
kjósa þess í stað friðsama baráttu
þar sem leitast væri við að ræða við
kínversk stjórnvöld. Forsetinn tók
einnig fram að hann hefði ávallt
hvatt til beinna viðræðna á milli Kín-
verja og Tíbeta við lausn ágreinings-
mála, auk þess sem hann lýsti yfir
ánægju með að þær skyldu hafa haf-
ist á ný.
Blaðamaðurinn Gordon Fairclo-
ugh fjallar um heimsóknina í bloggi
á vef bandaríska dagblaðsins Wall
Street Journal en þar hefur hann
eftir Ji Zhu, fræðimanni við Tækni-
og viðskiptaháskólann í Peking, að
fundurinn sé talinn hafa óveruleg
áhrif á samskipti ríkjanna. Nýlegar
deilur um vopnasölu Bandaríkjanna
til Tavíans séu litnar mun alvarlegri
augum en fundurinn á fimmtudag.
Kínverjar fordæma fund
Obama með Dalai Lama
Segja viðræður í Hvíta húsinu skaða samskipti risaveldanna
Reuters
Forvitinn Dalai Lama er maður óvenjulegur. Hér staldrar hann við til að
skoða snjó við Hvíta húsið. Aðstoðarmenn hans brosa yfir uppátækinu.
www.gisting.dk/gisting.html
sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer)
Ódýr gisting í Kaupmannahöfn
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200
Hjörtur Jónasson,
Námufélagi
í háskóla
La
us
n:
N
em
an
d
i
Styrkir fyrir
námsmenn
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
0
9
19
N
B
I
h
f.
(L
a
n
d
s
b
a
n
k
in
n
),
k
t.
4
7
10
0
8
-0
2
8
0
.
Námufélögum standa til boða veglegir námsstyrkir
á framhalds- og háskólastigi árið 2010.
Veittir verða styrkir í fjórum flokkum:
3 styrkir til framhaldsskóla- og iðnnáms, 150.000 kr.
3 styrkir til háskólanáms (BA/BS/BEd), 300.000 kr.
4 styrkir til framhaldsnáms á háskólastigi, 350.000 kr.
4 styrkir til listnáms, 350.000 kr.
Sæktu um námsstyrk Námunnar á
landsbankinn.is.
Umsóknarfrestur er til 8. mars.
NÁMAN | landsbankinn.is | 410 4000