Morgunblaðið - 20.02.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.02.2010, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2010 Eftir Ingibjörgu Rósu Björnsdóttur ingibjorgrosa@mbl.is „AÐ HLUTA til nýtur Keflavíkur- flugvöllur góðs af því hvað hann er lítill, þrátt fyrir að umferð um hann sé töluverð,“ segir Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi flugvallarins. Völlurinn var á dögunum útnefndur besti flugvöllur í Evrópu. Það eru al- þjóðasamtök flugvalla, Airports Council International (ACI) sem standa fyrir könnun þar sem farþeg- ar svara spurningum varðandi gæði rúmlega 30 þjónustuþátta. Könn- unin stendur sífellt yfir en niður- stöður hennar eru birtar ársfjórð- ungslega og heildarárangur árlega. Keflavíkurflugvöllur lendir nú í fyrsta sinn í efsta sæti yfir bestu flugvelli ársins 2009 í Evrópu en hann hefur tekið þátt í könnuninni frá árinu 2004 og ávallt lent í efstu sætunum. Skjót afgreiðsla og notalegheit „Farþegar kunna að meta þæg- indin sem fylgja því að ferðast í gegnum Keflavíkurflugvöll. Allt tek- ur styttri tíma en á stærri flug- völlum, hér er auðvelt og fljótlegt að skipta um flug og gott úrval verslana og þjónustu,“ segir Friðþór. Samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar skarar Keflavíkur- flugvöllur fram úr hvað varðar heild- aránægju farþega og nefna þeir meðal annars hreinlæti, notalegt andrúmsloft og skjóta afgreiðslu farangurs. Þá fær starfsfólk flug- vallarins háa einkunn fyrir kurteisi og hjálpsemi og aðgengi að banka- þjónustu og veitingastöðum er hrós- að. „Þrátt fyrir efnahagsástandið hafa rekstraraðilar á flugvellinum reynt að halda uppi úrvalsþjónustu meðfram hagræðingu en flugvöllur- inn er sérstakur að því leyti að hér eru tveir háannatímar á dag en nokkuð rólegt þess á milli," segir Friðþór. Þriggja daga hátíð Björn Óli Hauksson, forstjóri Keflavíkurflugvallar afhenti starfs- fólki sínu veglegan bikar fyrir fyrsta sætið, auk viðurkenningarskjala og verðlaunapeninga, og sagði við það tækifæri að forsenda fyrir slíkum árangri fælist í að hlusta á viðskipta- vininn og leitast við að mæta þörfum hans. Stjórnendur segja þjónustu við flugþarþega felast í sameiginlegu átaki allra starfsmanna vallarins til að tryggja skjóta og örugga af- greiðslu. Þar sem unnin er vakta- vinna á Keflavíkurflugvelli hefur verið hátíðarstemning á flugvell- inum í þrjá daga samfleytt og boðið upp á kökur á kaffistofum starfs- manna til að fagna verðlaununum. Flugvöllurinn í Zürich í Sviss lenti í öðru sæti í könnuninni og þá fylgdu Porto í Portúgal og Möltuflugvöllur næst á eftir. Minni flugvellir virðast því njóta mun meiri vinsælda hjá flugfarþegum en stórir vellir á borð við Heathrow í London og Charles de Gaulle-flugvöllinn í París. Allt tekur styttri tíma en á stærri flugvöllunum  Keflavíkurflugvöllur fær fyrstu verðlaun frá Airports Council International Ljósmynd/Víkurfréttir Gullverðlaun Hver starfsmaður Keflavíkurflugvallar fékk viðurkenningarskjal og gullmedalíu um hálsinn Í HNOTSKURN »Alþjóðasamtök flugvallavöldu Keflavíkurflugvöll besta flugvöll Evrópu 2009. »Nýtur góðs af smæðinni.»Hrósað fyrir skjóta af-greiðslu farangurs og auð- velt tengiflug. »Lenti í 3. sæti á heimsvísu2004 í flokki valla með færri en 5 milljónir farþega. ÞEIM sex aðilum sem boðið var til áframhaldandi þátttöku í sölu- ferli hlutafjár í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. ber í síðasta lagi að leggja fram formleg tilboð næstkomandi mánudag. Skv. traustum heimildum Morg- unblaðsins er Framtakssjóður Ís- lands, sem 16 lífeyrissjóðir standa að, meðal þeirra fjárfesta sem boðið var til áframhaldandi þátttöku í söluferlinu. Fjárfestum gefst kostur á að bjóða í allt að 100% hlutafjár. Sölu- ferli Sjóvár-Almennra trygginga hófst um miðjan janúar. Í byrjun febrúar kom fram að alls bárust 12 óskuldbindandi tilboð í hlutafé fé- lagsins. Var sex fjárfestum boðið til áframhaldandi þátttöku, þar af eru þrír erlendir aðilar. Í flestum til- vikum var boðið í allt hlutafé félags- ins. Framtaks- sjóður bauð í Sjóvá Tilboðsfrestur rennur út á mánudaginn ÁRVAKUR hf., útgefandi Morgun- blaðsins og fréttavefjarins mbl.is, hefur fest kaup á tímaritinu Monitor. Til stendur að samnýta Monitor með Morgunblaðinu og mbl.is. Nú er unnið að nánari útfærslu á því, að sögn Óskars Magnússonar útgef- anda. Tímaritið Monitor hefur einkum höfðað til yngri lesenda. Það var lengi vel gefið út tíu sinnum á ári en hefur komið út ársfjórðungslega um skeið. Björn Bragi Arnarsson, ritstjóri Monitor, kemur til starfa hjá Ár- vakri. Árvakur festir kaup á tímarit- inu Monitor Nýherji hf. Sími 569 7700 www.netverslun.is BETRI LAUSNIR Prentbúnaður Canon prents miðju- og skri fstofulausnir · Lexmark pren tarar · Heidelb erg prentsmiðjula usnir Netþjóna- og tæknibúnaðu r IBM System X , Z, P, i · IBM BladeCenter · IBM System S torage · Vara aflgjafar, kælibúnaður og rekkar frá APC Hugbúnaður IBM hugbúna ður · Microso ft hugbúnaðu r · Symantec og Trend Micro ö ryggislausnir · VMware lausn ir fyrir sýndar vélar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.