Morgunblaðið - 20.02.2010, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 20.02.2010, Qupperneq 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2010 Eftir Ingibjörgu Rósu Björnsdóttur ingibjorgrosa@mbl.is „AÐ HLUTA til nýtur Keflavíkur- flugvöllur góðs af því hvað hann er lítill, þrátt fyrir að umferð um hann sé töluverð,“ segir Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi flugvallarins. Völlurinn var á dögunum útnefndur besti flugvöllur í Evrópu. Það eru al- þjóðasamtök flugvalla, Airports Council International (ACI) sem standa fyrir könnun þar sem farþeg- ar svara spurningum varðandi gæði rúmlega 30 þjónustuþátta. Könn- unin stendur sífellt yfir en niður- stöður hennar eru birtar ársfjórð- ungslega og heildarárangur árlega. Keflavíkurflugvöllur lendir nú í fyrsta sinn í efsta sæti yfir bestu flugvelli ársins 2009 í Evrópu en hann hefur tekið þátt í könnuninni frá árinu 2004 og ávallt lent í efstu sætunum. Skjót afgreiðsla og notalegheit „Farþegar kunna að meta þæg- indin sem fylgja því að ferðast í gegnum Keflavíkurflugvöll. Allt tek- ur styttri tíma en á stærri flug- völlum, hér er auðvelt og fljótlegt að skipta um flug og gott úrval verslana og þjónustu,“ segir Friðþór. Samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar skarar Keflavíkur- flugvöllur fram úr hvað varðar heild- aránægju farþega og nefna þeir meðal annars hreinlæti, notalegt andrúmsloft og skjóta afgreiðslu farangurs. Þá fær starfsfólk flug- vallarins háa einkunn fyrir kurteisi og hjálpsemi og aðgengi að banka- þjónustu og veitingastöðum er hrós- að. „Þrátt fyrir efnahagsástandið hafa rekstraraðilar á flugvellinum reynt að halda uppi úrvalsþjónustu meðfram hagræðingu en flugvöllur- inn er sérstakur að því leyti að hér eru tveir háannatímar á dag en nokkuð rólegt þess á milli," segir Friðþór. Þriggja daga hátíð Björn Óli Hauksson, forstjóri Keflavíkurflugvallar afhenti starfs- fólki sínu veglegan bikar fyrir fyrsta sætið, auk viðurkenningarskjala og verðlaunapeninga, og sagði við það tækifæri að forsenda fyrir slíkum árangri fælist í að hlusta á viðskipta- vininn og leitast við að mæta þörfum hans. Stjórnendur segja þjónustu við flugþarþega felast í sameiginlegu átaki allra starfsmanna vallarins til að tryggja skjóta og örugga af- greiðslu. Þar sem unnin er vakta- vinna á Keflavíkurflugvelli hefur verið hátíðarstemning á flugvell- inum í þrjá daga samfleytt og boðið upp á kökur á kaffistofum starfs- manna til að fagna verðlaununum. Flugvöllurinn í Zürich í Sviss lenti í öðru sæti í könnuninni og þá fylgdu Porto í Portúgal og Möltuflugvöllur næst á eftir. Minni flugvellir virðast því njóta mun meiri vinsælda hjá flugfarþegum en stórir vellir á borð við Heathrow í London og Charles de Gaulle-flugvöllinn í París. Allt tekur styttri tíma en á stærri flugvöllunum  Keflavíkurflugvöllur fær fyrstu verðlaun frá Airports Council International Ljósmynd/Víkurfréttir Gullverðlaun Hver starfsmaður Keflavíkurflugvallar fékk viðurkenningarskjal og gullmedalíu um hálsinn Í HNOTSKURN »Alþjóðasamtök flugvallavöldu Keflavíkurflugvöll besta flugvöll Evrópu 2009. »Nýtur góðs af smæðinni.»Hrósað fyrir skjóta af-greiðslu farangurs og auð- velt tengiflug. »Lenti í 3. sæti á heimsvísu2004 í flokki valla með færri en 5 milljónir farþega. ÞEIM sex aðilum sem boðið var til áframhaldandi þátttöku í sölu- ferli hlutafjár í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. ber í síðasta lagi að leggja fram formleg tilboð næstkomandi mánudag. Skv. traustum heimildum Morg- unblaðsins er Framtakssjóður Ís- lands, sem 16 lífeyrissjóðir standa að, meðal þeirra fjárfesta sem boðið var til áframhaldandi þátttöku í söluferlinu. Fjárfestum gefst kostur á að bjóða í allt að 100% hlutafjár. Sölu- ferli Sjóvár-Almennra trygginga hófst um miðjan janúar. Í byrjun febrúar kom fram að alls bárust 12 óskuldbindandi tilboð í hlutafé fé- lagsins. Var sex fjárfestum boðið til áframhaldandi þátttöku, þar af eru þrír erlendir aðilar. Í flestum til- vikum var boðið í allt hlutafé félags- ins. Framtaks- sjóður bauð í Sjóvá Tilboðsfrestur rennur út á mánudaginn ÁRVAKUR hf., útgefandi Morgun- blaðsins og fréttavefjarins mbl.is, hefur fest kaup á tímaritinu Monitor. Til stendur að samnýta Monitor með Morgunblaðinu og mbl.is. Nú er unnið að nánari útfærslu á því, að sögn Óskars Magnússonar útgef- anda. Tímaritið Monitor hefur einkum höfðað til yngri lesenda. Það var lengi vel gefið út tíu sinnum á ári en hefur komið út ársfjórðungslega um skeið. Björn Bragi Arnarsson, ritstjóri Monitor, kemur til starfa hjá Ár- vakri. Árvakur festir kaup á tímarit- inu Monitor Nýherji hf. Sími 569 7700 www.netverslun.is BETRI LAUSNIR Prentbúnaður Canon prents miðju- og skri fstofulausnir · Lexmark pren tarar · Heidelb erg prentsmiðjula usnir Netþjóna- og tæknibúnaðu r IBM System X , Z, P, i · IBM BladeCenter · IBM System S torage · Vara aflgjafar, kælibúnaður og rekkar frá APC Hugbúnaður IBM hugbúna ður · Microso ft hugbúnaðu r · Symantec og Trend Micro ö ryggislausnir · VMware lausn ir fyrir sýndar vélar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.