Morgunblaðið - 20.02.2010, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2010
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Minnum á prófkjör sjálfstæ›ismanna í Kópavogi,
Hlí›asmára 19 í dag frá kl. 10.00-18.00.
fia› er gott a› búa í Kópavogi!
Gunnar by›ur í kaffi a› Dalvegi 6-8.´
www.gunnarbirgisson.is
Eftir Agnesi Bragadóttur
agnes@mbl.is
BLIKUR kunna að vera á lofti hvað varðar þá þver-
pólitísku samstöðu sem varað hefur um nokkurra
daga skeið um viðræður við Breta og Hollendinga
um Icesave. Samkvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins hafa fulltrúar stjórnarandstöðunnar, Bjarni
Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Fram-
sóknarflokksins, sem koma beint að borðinu með
forystumönnum ríkisstjórnarinnar um sameigin-
lega afstöðu í Icesave-málum, undirbúning við-
ræðna og málatilbúnað, haft grunsemdir um það
undanfarna daga, að Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra og Indriði H. Þorláksson, aðstoðar-
maður hans, hafi átt samtöl við breska ráðamenn,
án samráðs við þau og án þeirra vitneskju, um að
leggja drög að annars konar samningum, en þeim
sem viðræðunefndin, undir forystu bandaríska sér-
fræðingsins Lee Buchheit, fór með þverpólitískt
umboð til Lundúna til þess að kynna.
Fyrr í vikunni munu grunsemdir í þessa veru
hafa vaknað hjá stjórnarandstöðunni, eftir að upp-
lýst var að fyrsti fundurinn í Lundúnum með Bret-
um og Hollendingum hefði meira eða minna farið í
að skýra fyrir Bretum og Hollendingum að hin nýja
viðræðunefnd væri ekki komin til þess að semja um
breytingar á þeim samningi sem gerður var í júní í
fyrra. Bretar og Hollendingar hefðu verið harla
þykkjuþungir og haldið því fram að þau drög sem
væru til kynningar á fyrsta fundi væru afar rýr í
roðinu miðað við það sem fjármálaráðherra Íslands
hefði gefið í skyn að Íslendingar væru reiðubúnir til
þess að semja um. Í þeim efnum mun hafa verið ýj-
að að samtölum fjármálaráðherra við breska ráða-
menn og aðstoðarmanns hans, Indriða, við aðra.
Fulltrúar stjórnarandstöðunnar munu hafa spurt
fjármálaráðherra út í þessi samtöl við fulltrúa
Breta og talið að svör hans hafi verið ófullnægjandi.
Það munu hafa verið tímafrekar umræður á þess-
um fyrsta fundi, áður en Buchheit tókst að gera
Bretum og Hollendingum ljóst að Íslendingum
væri full alvara, nefndin væri ekki komin til þess að
endursemja um gamla samninginn. Honum hefði
við svo búið verið ýtt út af borðinu, samkvæmt upp-
lýsingum Morgunblaðsins.
Því þótti fulltrúum stjórnarandstöðunnar skjóta
skökku við í gær, þegar fréttir bárust frá Reuters-
fréttastofunni í þá veru, að Bretar og Hollendingar
myndu gera Íslendingum nýtt tilboð í dag, laug-
ardag, og í því fælist að Íslendingum yrði boðið upp
á breytilega vexti í stað föstu vaxtanna sem samið
var um í fyrra.
Tilboðið lakara en Darling léði máls á
Fulltrúar stjórnarandstöðu sem rætt var við í
gær sögðu einfaldlega að þetta kæmi aldrei til
greina. Bentu þeir á að væri þessi Reuters-frétt
rétt, þá væri tilboðið til Íslendinga mun lakara en
það sem Alistair Darling fjármálaráðherra Breta,
hefði léð máls á fyrr í vikunni, þ.e. að lánið yrði
vaxtalaust í einhvern tíma (ótilgreindan), eins og
Financial Times greindi frá í vikunni.
„Þetta er ekki til þess fallið að liðka til fyrir far-
sælli niðurstöðu. Það verður aldrei samið á þessum
nótum með aðkomu stjórnarandstöðunnar. Ég held
að menn ættu bara að vera klárir í þjóðaratkvæða-
greiðslu 6. mars nk,“ sagði einn viðmælandi Morg-
unblaðsins í gærkvöldi.
Vantreysta Steingrími
Innan stjórnarandstöðunnar ríkir vantraust í garð ríkisstjórnarinnar
Grunsemdir eru um að fjármálaráðherra sé í baktjaldamakki með Bretum
» Reiknað er með svörum í dag
» Ekki nóg að breyta vöxtum
» Atkvæði greidd um Icesave
BILUN kom upp í heitavatnsæð á gatnamótum
Laugalækjar og Sundlaugavegar í Reykjavík um
miðjan dag í gær. Þetta olli því að þrýstingur á
heitu vatni um Laugarneshverfið í gær var lítill.
Starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur unnu að við-
gerð allan daginn í gær og síðdegis var þess
vænst að mál yrðu komin í lag fyrir kvöldið.
Fregnir bárust um að heitt vatn hefði komið upp
úr göturæsum og víst er að heldur meiri jarðhiti
var í hverfinu en vani er til. Erfitt var að komast
að biluninni, eins og sést á myndinni, og við-
gerðin var langt frá því að vera fyrirhafnarlaus.
LEIÐSLUR Í SUNDUR Í LAUGARDAL
Morgunblaðið/Kristinn
HÆSTIRÉTTUR hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðs-
dóms Reykjavíkur um að framlengja beri gæslu-
varðhald yfir manni sem var handtekinn í Leifsstöð í
desember með 3.736 g af svonefndu 4-flúoróamfetam-
íni er líkist mjög amfetamíni. Efnið er hins vegar
ekki á skrá yfir ávana- og fíkniefni sem eru bönnuð
hér.
Hæstiréttur segir að rannsókn lögreglu sé lokið og
almannahagsmunir krefjist þess ekki að hann sæti
áfram gæsluvarðhaldi.
Athygli vekur að þótt rannsóknastofa Háskóla Ís-
lands segi að umrætt efni sé afleiða af amfetamíni og
mjög líkt því er það ekki enn á skrá yfir ólögleg efni
hérlendis. Flest ólögleg efni, sem nú er smyglað milli
landa, eru framleidd á leynilegum efnafræðistofum
og þar eru víða gerðar ýmsar tilraunir með ný af-
brigði. Er um að ræða stöðugan eltingarleik lögreglu
við afbrotamenn sem notfæra sér gloppur í lögum og
reglum. Mjög misjafnt er hvaða efni eru skráð ólög-
leg í Evrópulöndum, að sögn Gunnars Schram, yf-
irlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurnesjum.
„Þetta efni er á lista yfir ólögleg fíkniefni í a.m.k.
tveimur Evrópuríkjum, held ég. En í t.d. Þýskalandi
myndi það sennilega falla undir hefðbundna lyfjalög-
gjöf vegna þess að þar er ekki neitt svigrúm, þar
verður efnið að vera nákvæmlega tilgreint á listan-
um, ekkert svigrúm fyrir afleiður eins og hér.“
kjon@mbl.is
Hægt að nota smugur í fíkni-
efnalöggjöfinni til að smygla?
JÓHANNA Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra segir ólíklegt að þjóð-
aratkvæðagreiðslu um Icesave-lögin
verði frestað, jafnvel þótt skýrsla
rannsóknarnefndar Alþingis verði
ekki komin út 6. mars þegar at-
kvæðagreiðslan er fyrirhuguð.
Jóhanna sagði óljóst hvenær
skýrslan kæmi út. Í skýrslunni yrði
fjallað um aðdraganda að stofnun
Icesave-reikninganna, en engu að
síður væri ólíklegt að atkvæða-
greiðslunni yrði frestað fram yfir út-
komu hennar.
Hins vegar sagði Jóhanna að það
hvernig viðræður við Breta og Hol-
lendinga þróast á næstu dögum,
gæti haft áhrif á þjóðaratkvæða-
greiðsluna.
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra sagði að ástæða þess
að samninganefnd Íslands kom heim
í gær, vera að ekki hefðu verið taldar
forsendur fyrir frekari fundum á
næstu dögum. Aftur á móti hefðu
Bretar og Hollendingar lýst yfir
vilja til að halda viðræðum áfram.
Búist er við að Bretar og Hollend-
ingar bregðist við tillögum Íslands í
dag. Steingrímur sagði málið í raun
vera í biðstöðu, og að rétt væri að
Bretar og Hollendingar hefðu frum-
kvæði að næstu samskiptum, enda
hefðu síðustu tillögur komið frá Ís-
lendingum. „Það verður spennandi
að heyra hvað þeir hafa fram að
færa.“ hlynurorri@mbl.is
Þjóðarat-
kvæða-
greiðslu
ekki frestað
Steingrímur J.
Sigfússon
Jóhanna
Sigurðardóttir
TOLLGÆSLAN
á Keflavíkur-
flugvelli stöðvaði
í síðustu viku
tæplega sjötugan
Íslending sem
reyndist vera
með um eitt kíló
af kókaíni í ferða-
tösku sinni. Mað-
urinn var stöðvaður við komuna frá
Kaupmannahöfn.
Málið er rannsakað af lögreglunni
á Suðurnesjum en embættið varðist
frekari fregna af málinu í gær.
Tekinn með
kíló af kókaíni