Morgunblaðið - 20.02.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.02.2010, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2010 Sjóðurinn veitir tvennskonar styrki Til rannsóknarverkefna sem tengjast vinnuumhverfi eða aðbúnaði vélstjóra og vélfræðinga og þróun námsefnis og kennsluaðferða til vélstjórnarnáms. Til ýmiss konar brautryðjenda- og þróunarstarfs sem hefur samfélagslegt gildi, menningarstarfsemi eða listsköpunar. Einstaklingar, fyrirtæki, rannsókna- og menntastofnanir geta sótt um styrk úr sjóðnum. Til úthlutunar árið 2010 verða um 3 milljónir króna. Umsóknir berist Akki, Styrktar og menningarsjóði vélstjóra og vélfræðinga, eigi síðar en 21. mars 2010. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu VM, www.vm.is, þar sem nálgast má umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar. VM Stórhöfða 25 110 Reykjavík sími 575 9800 www.vm.is Nýjar tölur frá Capacent um aug-lýsingamagn í dagblöðum gefa ótrúlega mynd af misnotkun á Hög- um til hagsbóta fyrir fyrrverandi eigendur fyrirtækisins. Tölurnar eru frá því í fyrra, sem sagt eftir að Baugur var fallinn og Hagar komn- ir í fangið á Nýja Kaupþingi, nú Ar- ion banka.     Fimm fyrirtækja Haga voru ífyrra látin birta jafngildi yfir 1100 heilsíðuauglýsinga í blaði fyrrverandi eig- enda Haga, Fréttablaðinu. Á sama tímabili voru auglýsingar fyrirtækjanna í Morgunblaðinu innan við 50, eða 4% af heildinni. Hjá öðrum stórum auglýsendum eru þessi hlutföll að meðaltali rúmlega 60% hjá Fréttablaðinu og tæplega 40% hjá Morgunblaðinu.     Þessi misnotkun er svo grímulausað engum dettur í hug í alvöru að verja hana út frá málefnalegum sjónarmiðum. Aðgerðaleysi bank- ans sem nú á Haga er hins vegar af- ar umhugsunarvert.     Ennfremur hljóta menn að stað-næmast við þá ákvörðun bank- ans að setja mág forstjóra 365, út- gefanda Fréttablaðsins, í stöðu stjórnarformanns eignarhalds- félags Haga, 1998.     Bankinn segist hygla fyrri eig-endum við söluna á Högum í þeim tilgangi að auka verðmæti fyrirtækisins. Hvernig kemur það heim og saman við það að þeir hafi misnotað fyrirtækið með þessum hætti í þágu fyrirtækja í sinni eigu?     Verða fjárfestar spenntir fyrir þvíað koma inn í Haga undir óbreyttri forystu félagsins til að styrkja fyrrverandi eigendur á öðr- um vettvangi? Grímulaus misnotkun Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 0 skýjað Lúxemborg 3 skýjað Algarve 15 léttskýjað Bolungarvík -2 snjókoma Brussel 3 skýjað Madríd 7 skýjað Akureyri 0 alskýjað Dublin 4 léttskýjað Barcelona 13 léttskýjað Egilsstaðir -1 alskýjað Glasgow 3 léttskýjað Mallorca 12 skúrir Kirkjubæjarkl. 3 alskýjað London 5 léttskýjað Róm 15 skýjað Nuuk 2 léttskýjað París 7 léttskýjað Aþena 16 skýjað Þórshöfn 3 léttskýjað Amsterdam 3 skýjað Winnipeg -10 snjókoma Ósló -11 skýjað Hamborg 5 skýjað Montreal -5 snjókoma Kaupmannahöfn 1 þoka Berlín 5 heiðskírt New York 4 alskýjað Stokkhólmur -8 snjókoma Vín 4 skýjað Chicago -1 léttskýjað Helsinki -14 snjókoma Moskva -6 snjókoma Orlando 13 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 20. febrúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3.43 0,8 9.47 3,4 16.03 0,9 22.14 3,4 9:06 18:18 ÍSAFJÖRÐUR 5.47 0,5 11.41 1,8 18.12 0,5 9:20 18:14 SIGLUFJÖRÐUR 2.06 1,1 8.08 0,3 14.33 1,1 20.28 0,4 9:03 17:57 DJÚPIVOGUR 0.57 0,4 6.51 1,7 13.06 0,4 19.16 1,7 8:38 17:45 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á sunnudag Norðaustan 8-13 m/s og snjó- koma með köflum norðan- og austanlands, en annars létt- skýjað. Frost 0 til 8 stig, mest í innsveitum. Á mánudag, þriðjudag, mið- vikudag og fimmtudag Norðan- og norðaustanátt, víða 8-13 m/s él eða dálítil snjó- koma, en bjart með köflum sunnan- og vestanlands. Frost yfirleitt 1 til 10 stig, minnst við suðurströndina. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 5-10 m/s og víða dálítil él en norðan 10-13 m/s og snjókoma austanlands. Frost 0 til 7 stig, minnst syðst. RANNSÓKNABORANIR í Gjá- stykki í Þingeyjarsveit munu tíma- bundið rýra verndargildi svæðisins en ekki framtíðargildi þess, að sögn Skipulagsstofnunar. Fram kom í yf- irlýsingu hennar í gær að allar for- sendur ættu að verða til þess að hægt yrði að afmá ummerki fyr- irhugaðra rannsóknaborana. Skipulagsstofnun álítur jarð- fræðilega sérstöðu Gjástykkissvæð- isins á lands- og heimsvísu óumdeil- anlega og verndar- og fræðslugildi þess einnig hátt. Fyrirhugaðar framkvæmdir við rannsóknaboranir komi til með að hafa nokkuð nei- kvæð og varanleg áhrif á Kröflu- eldahraun en aðeins á afmörkuðu svæði. Á framkvæmdatíma verði nokkuð neikvæð áhrif á svæði sem skilgreina megi sem víðerni. Sjón- ræn áhrif fyrirhugaðra fram- kvæmda verði einnig neikvæð fyrir ferðamenn. „Skipulagsstofnun vill leggja áherslu á að í þessu máli er verið að meta umhverfisáhrif af rann- sóknaholum á einum skilgreindum borteig á Gjástykkissvæðinu en ekki af hugsanlegri orkunýtingu á svæð- inu með tilheyrandi mannvirkjum. Ljóst er að neikvæð áhrif virkjunar á svæðinu yrðu allt annars eðlis og mun neikvæðari á marga umhverf- isþætti en fyrirhugaðar fram- kvæmdir vegna rannsóknaborana,“ segir í tilkynningu frá stofnuninni. Tímabundin spjöll geta orðið vegna borana  Skipulagsstofnun segir hægt að afmá rask eftir tilraunaboranir í Gjástykki Morgunblaðið/BFH Leit Borað í Gjástykki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.