Morgunblaðið - 20.02.2010, Blaðsíða 45
Minningar 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2010
Stella frænka eins
og ég kallaði hana
var partur af lífi
mínu eins lengi og ég
man eftir. Alltaf þeg-
ar ég kom sem barn til Keflavíkur
til að heimsækja afa og ömmu á
Túngötunni kom Stella frænka
færandi hendi til að gleðja litlu
frænku sína frá Hellissandi. Það
voru margar dúkkulísurnar, lita-
bækurnar og litir sem fóru með
litlu frænkunni í gegnum árin á
Sand.
Tími okkar saman tekur yfir
mörg ár. Ég man eftir því þegar
Stella og Biggi, eins og ég kallaði
þau alltaf, eignuðust Telmu og
Snorra. Fáa foreldra þekki ég sem
voru eins stolt af börnum sínum og
þau.
En einhvern veginn var það svo
að þótt Stella hefði mikið að gera í
gegnum tíðina hafði hún alltaf tíma
fyrir ættingjana, hún gaf alltaf
mikið af sér og alltaf fannst mér að
ég skipti hana máli. Hún hafði
þann eiginleika að láta fólki finnast
það skipta einhverju máli og hún
gaf því tíma, hlýju og áhuga sem
fáir hafa tíma fyrir í dag.
Þegar ég var að eiga börnin mín
tvö fluttum við tvisvar inn á Stellu
og Bigga, börnin létu bæði bíða
eftir sér í tvær vikur og var tíminn
í bæði skiptin nýttur vel með þeim
hjónum og ættingjum, sérstaklega
í fyrra skiptið áttum við góðan
tíma með ömmu minni Þóru, móð-
ur Stellu, sem lést skömmu síðar.
Allan þennan tíma leið manni eins
og einni af fjölskyldunni og aldrei
fannst manni maður vera fyrir eða
trufla. Við Stella skemmtum okkur
vel yfir matargerðinni og prófuð-
um hina ýmsu rétti. Verð ég þeim
hjónum ævinlega þakklát fyrir
þessa gestrisni og þær góðu stund-
ir sem við áttum saman.
Ég á ekkert nema góðar minn-
ingar um Stellu frænku. Hún var
ótrúlega lífsglöð kona og það virk-
aði eins og henni fyndist lífið vera
ótrúlega spennandi ferðalag, alltaf
eitthvað spennandi handan við
hornið, og það má segja með sanni
að þar var kona sem lifði lífinu lif-
andi. Tók þátt í lífinu, hafði mikinn
Stella Olsen
✝ Stella Olsen fædd-ist í Keflavík 21.
febrúar 1946. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans í Kópa-
vogi 9. febrúar 2010.
Stella var jarð-
sungin frá Keflavík-
urkirkju 18. febrúar
sl.
áhuga á samferða-
fólki sínu og hélt vel
utan um fjölskyldu,
vini og ættingja.
Ég mun alltaf
muna hláturinn og
kraftinn sem fylgdu
henni ætíð.
Ég fylltist auðmýkt
þegar ég var með
henni og fjölskyld-
unni síðustu dagana á
líknardeildinni.
Þarna lá þessi lífs-
glaða frænka mín og
þrátt fyrir hræðilega
erfitt ár fyrir hana og fjölskylduna
var hún ekki brotin, aðeins beygð.
Þótt þetta væru hennar síðustu
dagar hafði hún enn áhuga á með-
bræðrum sínum, vildi vita hvað
Karen ætlaði að skíra stúlkuna
sem hún á að eiga í apríl.
Aldrei heyrði ég Stellu vorkenna
sér þetta ótrúlega erfiða ár. Hún
hélt upp á 43 ára brúðkaupsafmæl-
ið sitt á líknardeildinni og ég hugs-
aði með mér þegar ég horfði á
Bigga hjúkra henni, að hjónaband
er ekki úrelt stofnun. Þarna var
þessi yndislegi maður, sem verið
hafði henni samferða í gegnum líf-
ið í gegnum skin og skúrir, og
hjúkraði henni af slíkri alúð. En
það sem snart mig mest var ást-
úðin og virðingin sem skein úr
augum hans þegar hann horfði á
hana.
Elsku Biggi, Telma og fjölskylda
og Snorri og fjölskylda, missir
ykkar er mikill, megi Guð styrkja
ykkur í sorg ykkar.
Þóra og fjölskylda.
Hún Stella er gengin á brott
langt um aldur fram. Skammdegið
er dekkra og erfiðara fyrir vikið,
en orðstír hennar og minning lýsa
okkur leið. Á þessari stundu koma
upp margar minningar um góðan
vin. Kynni okkar hófust fyrst þeg-
ar Stella hóf störf á skrifstofu
Sjúkrahúss Suðurnesja árið 1974
að mig minnir. Það var á þeim ár-
um sem sérhæfing var minni en
nú. Stella gekk í öll skrifstofustörf
eins og bókhald og launagreiðslur
og iðulega tók hún skrifstofuna að
sér þegar forstjórar þurftu að
bregða sér af bæ. Þessum störfum
gegndi hún af trúmennsku í yfir 20
ár. Á þessum árum var ég deild-
arstjóri fæðingardeildar sjúkra-
hússins. Stella vann oft á kvöldin
og um helgar þegar hún þurfti að
ganga frá áríðandi málum, hún
taldi það ekki eftir sér, enda bar
hún hag sjúkrahússins fyrir
brjósti. Þá voru samskipti með
öðrum hætti en í dag þar sem
tölvupóstur er notaður til að koma
boðum á milli manna. Oft var þá
sest niður og málin rædd. Mér
þótti alltaf gott að leita til Stellu
með það er starfið varðaði. Þannig
tókst með okkur innileg og góð
vinátta. Hún var sérstaklega góð
heim að sækja enda afburða gest-
risin og var því vinmörg.
Í erfiðum veikindum sínum síð-
ustu misseri sýndi hún mikla
þrautseigju. Hún bauð og mætti til
mannfagnaðar þó svo að hún sjálf
gæti ekki notið matar né drykkjar,
hennar næring var að vera með
ástvinum og kunningjum.
Lyndiseinkenni Stellu var að
gefast ekki upp fyrr en í fulla
hnefana. Það sýndi hún í baráttu
sinni við illvígan sjúkdóm. En eng-
inn fær flúið sitt dauðstríð eins og
Stefán Hörður Grímsson kvað.
Með Stellu kveður góð kona.
Henni vil ég þakka allar okkar
góðu stundir. Harmur ættingja er
mikill. Kæri Birgir, Telma, Snorri,
tengdabörn og aðrir ástvinir, ykk-
ur votta ég mína dýpstu samúð og
bið góðan Guð um styrk ykkur til
handa.
Sólveig Þórðardóttir.
✝ Guðný Þorvalds-dóttir fæddist á
Deplum í Stíflu 24.1.
1929. Hún lést á Land-
spítalanum við Hring-
braut 20. janúar sl.
Guðný var ein af
fimm börnum
hjónanna Þorvaldar
Guðmundssonar, f.
10.5. 1899 á Þrasa-
stöðum í Stíflu, d.
21.7. 1989, og Krist-
jönu Magnúsdóttur, f.
26.9. 1899, frá
Skuggabjörgum í
Deildardal, d. 27.5. 1989. Systkini
hennar eru Guðmundur, f. 27.12.
1921, d. 12.3. 2007; Magnús, f. 24.4.
1924, d. 24.8. 2004; Anna Sjólaug, f.
7.3. 1939, d. 5.11. 1967, og Hörður, f.
12.11. 1942.
Guðný giftist 7.11. 1958 eftirlif-
andi eiginmanni sínum, Eiríki Ás-
geirssyni, f. 7.11. 1933 á Þorfinns-
stöðum í Önundarfirði, sonur
Ásgeirs G. Guðmundssonar, f. 9.9.
1912, d. 29.8. 1987, og Ingibjargar
Jóhannesdóttur, f. 27.12. 1913, d.
11.7. 2006. Eiríkur gekk þremur
dætrum Guðnýjar í föðurstað, auk
þess sem þau eignuðust þrjú börn
saman. Börnin þeirra sex eru Krist-
jana Björk, f. 19.7. 1952, maki Sig-
urður G. Gunnarsson, f. 27.9. 1952,
börn þeirra 1) Gunnar, f. 22.6. 1976,
2) Jóhanna, f. 17.8. 1978, 3) Anna
María, f. 7.1. 1984; Kolbrún, f. 26.8.
1953, maki (skildu) Skúli Skúlason,
f. 1.6. 1942, börn
þeirra 1) Dagný, f.
25.12. 1980, 2) Guðný,
f. 5.2. 1984; Bára, f.
24.6. 1955, maki Krist-
ján Rúnar Krist-
jánsson, f. 8.5. 1953, d.
18.8. 2006, börn
þeirra 1) Guðný
Helga, f. 30.1. 1973, 2)
Guðrún Sigríður, f.
26.10. 1974, 2) Svein-
björg, f. 25.4. 1981, 4)
Kristjana Rúna, f. 2.9.
1983; Guðmundur Ás-
geir, f. 6.8. 1957, maki
Elínborg W. Halldórsdóttir, f. 5.8.
1956, börn þeirra 1) Halldór, f. 7.4.
1978, 2) Ásgeir Þór, f. 3.12. 1979;
Ingibjörg, f. 6.5. 1962, maki Sig-
urður Sigurðsson, f. 21.4. 1961 börn
þeirra 1) Hildur Björk, f. 11.6. 1986,
2) Anna Guðný, f. 24.12. 1991, 3) Ey-
rún Inga, f. 4.5. 1999; Anna Snjó-
laug, f. 8.1. 1969, maki Einar Kr.
Gíslason, f. 18.5. 1964, börn þeirra 1)
Helena Dögg, f. 18.2. 2000, 2) María
Dís, f. 19.12. 2001. Barnabarnabörn-
in eru 15.
Guðný ólst upp í foreldrahúsum á
Deplum en fór ung að árum í vist til
Reykjavíkur. Lengst af var hún
heimavinnandi húsmóðir en starfaði
síðar við ræstingar á Landspít-
alanum. Síðustu starfsárin, eða til
65 ára aldurs, vann hún á dauð-
hreinsunardeild spítalans.
Útför hennar hefur farið fram í
kyrrþey.
Guð á hæðum gaf þér ástríkt hjarta
gæfu lán og marga daga bjarta.
Nú er sál þín svifin heimi frá
sett til nýrra starfa Guði hjá.
(B.B.)
Margar góðar minningar koma
upp í hugann er ég kveð tengdamóð-
ur mína. Ég kom inn í fjölskylduna
fyrir 34 árum og var vel tekið af
tengdaforeldrum mínum. Það var
alltaf gott að koma í kaffi til Guð-
nýjar og mikið spjallað og hlegið.
Hún vildi aldrei láta neitt hafa fyrir
sér en hugsaði fyrst og fremst um að
aðrir hefðu það gott. Það lýsir því
best hvað hún sýndi mikið æðruleysi
í sínum miklu veikindum, hún kvart-
aði aldrei og hafði það alltaf ágætt
þegar hún var spurð. Drengjunum
mínum fannst alltaf gott að koma til
ömmu, hún tók þeim opnum örmum
og yfirleitt fengu þeir ís og annað
góðgæti. Ég er þakklát fyrir þá gæfu
að hafa kynnst Guðnýju. Elsku Ei-
ríkur, Guð gefi þér styrk til að takast
á við sorgina.
Við burtför þína er sorgin sár
af söknuði hjörtun blæða.
En horft skal í gegnum tregatár
í tilbeiðslu á Drottin hæða.
og fela honum um ævi ár
undina dýpstu að græða.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Elínborg.
Elsku amma, það er svo sárt að
þurfa að kveðja þig. Ég hélt að þetta
myndi bara gerast í draumi, slæmum
draumi, og svo þegar ég vaknaði yrði
allt eins og það var aftur. En svona
er víst lífið. Ég veit að núna líður þér
betur og ert á góðum stað þar sem
englarnir vaka yfir þér.
Ég á svo góðar minningar um þig
sem ég mun aldrei gleyma. Alltaf
fannst mér nú jafn gaman að koma
til ykkar afa. Þegar ég var yngri
hjólaði ég til ykkar hvern einasta
dag og var hjá ykkur heilu klukku-
tímana. Alltaf leið mér svo vel hjá
ykkur. Oft sátum við við eldhúsborð-
ið og spiluðum og fengum okkur
kaffi, best fannst mér þegar ég fékk
að gista, alltaf svo kósý að vakna
daginn eftir og borða morgunmat og
horfa á teiknimyndirnar. Svo þegar
ég varð eldri kom ég í heimsókn og
afi dekraði við okkur, gaf okkur með
kaffinu á meðan við spjölluðum og
hlógum inni í stofu. Það sem við gát-
um talað. Það var svo gott að koma
til þín, þú hafðir svo góða nærveru.
Ég fór alltaf heim í góðu skapi og já-
kvæð, þú hafðir þessi góðu áhrif á
mig.
Það er búið að vera svo erfitt að
sjá þig svona veika. Þegar sjúkdóm-
urinn tók öll völd og þú orðin svo
máttfarin þá áttaði ég mig á hvað þú
varst orðin lasin, en samt naustu
hvers einasta dags. Stundum hugs-
aði ég hvernig þú gætir verið svona
jákvæð, brosandi, hlæjandi en samt
svona mikið veik. Það var líka það
sem hjálpaði þér svo mikið í veikind-
unum. Þú hefur kennt okkur amma
að gefast ekki upp þrátt fyrir erf-
iðleika.
Elsku góða amma mín. Það er svo
erfitt að kveðja þig. Ég sakna þín svo
mikið, mér mun alltaf þykja jafn
vænt um þig og svo munum við hitt-
ast aftur síðar. Það verða sko gleði-
fundir.
Ó, undur lífs, er á um skeið
að auðnast þeim, sem dauðans beið –
að finna gróa gras við il
og gleði í hjarta að vera til.
Hve björt og óvænt skuggaskil.
Ei sá ég fyrr þau skil svo skýr.
Mér skilst hve lífsins gjöf er dýr
– að mega fagna fleygri tíð
við fuglasöng í morgunhlíð
og tíbrá ljóss um loftin víð.
Og gamaltroðna gatan mín
í geislaljóma nýjum skín.
Ég lýt að blómi í lágum reit
og les þar tákn og fyrirheit
þess dags, er ekkert auga leit.
Ég svara, Drottinn, þökk sé þér!
Af þínu ljósi skugginn er
vor veröld öll, vort verk, vor þrá
að vinna þér til lofs ég má
þá stund, er fögur hverfur hjá.
(Þorsteinn Valdimarsson)
Þín
Anna Guðný.
Guðný Þorvaldsdóttir
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið sé
um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendi-
kerfinu.
Minningargreinar
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát og útför ástkærrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur,
ÖNNU MARÍU MAGNÚSDÓTTUR DANIELSEN
frá Laugahvoli.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu
á Vífilsstöðum fyrir góða umönnun.
Ragnar Danielsen,
Magnús Danielsen, Jóna A. Imsland,
Arnbjörg María, Breki, Tara Þöll, Hans Gunnar,
Guðbjörg Magnúsdóttir Thorarensen.
✝
Við þökkum þann hlýhug sem okkur var sýndur
vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu, langömmu og langalang-
ömmu,
RÓSU EIRÍKSDÓTTUR
frá Dagsbrún,
Neskaupstað.
Elísabet Kristinsdóttir,
Þórdís Kristinsdóttir,
Kristinn Pétursson
og fjölskyldur.
✝
Ástkær móðir okkar,
MARÍA GUÐRÚN ÞORLÁKSDÓTTIR,
lést á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn
28. desember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug í okkar garð.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á lungnadeild A-6
Landspítala Fossvogi.
Fyrir hönd ástvina,
Steinunn María Jónsdóttir,
Árni Þór Jónsson.
✝
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát
og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
ÓLAFS KR. MAGNÚSSONAR
fyrrv. skólastjóra,
Bólstaðarhlíð 13,
Reykjavík.
Björg Jóhannsdóttir,
Jóhann Ólafsson, Jeanne Miller,
Sigrún Ólafsdóttir, Helgi Bergþórsson,
afabörn og langafabörn.