Morgunblaðið - 20.02.2010, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.02.2010, Blaðsíða 31
Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er not- að er nóg að slá inn netfang og lyk- ilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarks- lengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfs- fólk greinadeildar. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2010 HINN 9. febrúar sl. var alþjóðlegi net- öryggisdagurinn haldinn hátíðlegur af SAFT. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er einn af svoköll- uðum bakhjörlum SAFT. Yfirskrift málþings sem haldið var af þessu tilefni var „Hugsaðu áður en þú sendir“ sem er þörf áminn- ing í því netvædda samfélagi sem börnin okkar alast upp í. Þó að netið hafi marga kosti er ljóst að með tilkomu þess opnast nýir möguleikar fyrir þá sem hafa illt í hyggju. Netið er hins vegar ekki hættulegt í sjálfu sér. Það er hvernig það er notað sem skiptir máli. Einstaklingur er barn til 18 ára aldurs. Þar til að þeim aldri er náð ber foreldrum að vernda barn sitt og leiðbeina því. Mörgum finnst það þrautinni þyngri, sér- staklega þegar barninu finnst það löngu orðið „fullorðið“. Í almenn- um hegningarlögum eru ákvæði sem miða að því að vernda börn. Brot fullorðinna gegn börnum þykja sérstaklega vítaverð enda er aðstöðumunurinn þá augljós. Það ákvæði almennra hegning- arlaga sem ástæða þykir að vekja sérstaka athygli á er 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga: Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn, yngra en 15 ára, skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 ár- um. Lækka má refsingu eða láta hana falla niður ef gerandi og þol- andi eru á svipuðum aldri og þroskastigi. Þetta er eitt þeirra ákvæða sem varðar þyngstri refs- ingu samkvæmt lögunum. Sam- þykki í þessu sambandi skiptir engu máli því að ákvæðið er for- takslaust hvað varðar aldurinn. Sönnun lýtur hins vegar að því hvort að sá sem borinn er sökum hafi vitað eða mátt vita um aldur barnsins. Það eru þó engin laga- ákvæði sem geta ein og sér varið barnið þitt. Viðbrögð þess við áreiti geta hins vegar skipt sköp- um. Lögreglan hefur í auknum mæli orðið vör við þátt netsins og þá sérstaklega notkun msn og fé- lagssíðna í tengslum við kynferð- isbrot. Afar algengt er að stofnað sé til persónulegra kynna á net- inu en almennt séð er hinn nýi samskiptamáti ungmenna í gegn- um netið. Eins og fram kom í er- indi mínu búa ungmenni í dag yfir miklu sjálfstrausti og eru óhrædd við að láta skoðanir sínar í ljós. Reyndin virðist hins vegar vera önnur þegar kemur að kynferðis- málum. Augljóst er að stúlkur skortir hæfni til að láta í ljós raunverulegan vilja sinn og að setja mörk. Þær ganga langt til þess að þóknast piltum ekki síst ef þær hafa gefið eitthvað sterk- lega í skyn í netsamskiptum. Pilt- arnir á hinn bóginn hafa ekki fyr- ir því að velta þessu fyrir sér og liggi skýr afstaða stúlkunnar ekki fyrir túlka þeir þögn hennar sem samþykki. Börn á Ís- landi byrja snemma að stunda kynlíf. Upp úr 12 ára aldri vakn- ar fyrir alvöru for- vitni hjá þeim um hitt kynið. Þau kynferð- isbrotamál sem valda vaxandi áhyggjum eru mál þar sem ger- andinn er ekki mikið eldri en þolandinn. Þau eru jafnan svolít- ið öðruvísi en þau mál þar sem misneyt- ingin er augljós. Ungmennum á aldrinum 15-17 ára finnst sjálfum þau vera ákaflega reynd á kyn- ferðissviðinu. Miðast það þá við að þau hafi „prófað svo mikið“. Hins vegar eru hugmyndir þeirra um kynlíf oft afskræmdar og það sem þau hafa reynt á þessu sviði því í samræmi við það. Það má því spyrja sig hvort að hinn nýi samskiptamáti, þ.e. í gegnum net- ið, hafi brenglað getu og færni barna til að senda og móttaka skilaboð þegar staðið er upp frá tölvunni. Það er nauðsynlegt að kenna börnum snemma að bera ábyrgð og að gera kröfur til þeirra. Hvort sem stúlkur eða piltar eiga í hlut þá þarf að leggja áherslu á að þau beri virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Það er mikill skaði skeður ef börn fá skakka mynd af því sem er eðli- legt. Almenn vitundarvakning um málefni ungmenna er nauðsynleg. Öll fræðsla þarf hins vegar að byrja á heimilinu. Í eðlilegum samskiptum og hefðbundinni um- ræðu á heimilum á að vera heil- mikil leiðsögn fólgin. Foreldrar þurfa að vera í stakk búnir til að ræða við börn sín um kynferð- ismál og svara spurningum þeirra. Það hefur sýnt sig að það er ekki sjálfgefið að börn leiti til foreldra sinna ef þau telja að brotið hafi verið gegn þeim. Ástæðan getur verið sjálfsásökun, skömm, tangarhald sem gerand- inn hefur á barninu eða algjört úrræðaleysi. Kynfræðingar benda á að þau börn sem hlotið hafa fræðslu hjá foreldrum sínum séu mun betur í stakk búin til þess að taka skynsamlegar ákvarðanir í sambandi við kynferðismál. Kynfræðsla í skólum landsins ætti að vera fyrr á ferðinni og markvissari. Kenna þarf börnum merkingu hugtaka mjög snemma og stuðla þannig að því að þau geti greint mörkin á milli þess sem er eðlilegt og þess sem er það ekki. Enn er á brattann að sækja þegar við skoðum hinar svokölluðu fyrirmyndir í dag þar sem kynþokkinn er allsráðandi, stúlkurnar fáklæddar og viljugar og piltarnir drottna yfir þeim. Þetta sjáum við í blöðunum, í tón- listarmyndböndum, kvikmyndum og í lagatextum. Þá er klámefni aðgengilegra en nokkru sinni fyrr. Þetta vekur mann til um- hugsunar um þann heim sem við lifum og hrærumst í í dag. Allt tal um að kreppan eigi eftir að þjappa fjölskyldunni saman og rifja upp hin góðu gildi held ég að sé að engu hafandi ef menn velta þessu ekki fyrir sér. Kynferðisbrot og unga fólkið Eftir Sigríði Hjaltested »Einstaklingur er barn til 18 ára ald- urs. Þar til að þeim aldri er náð ber foreldrum að vernda barn sitt og leið- beina því. Sigríður Hjaltested Höfundur er aðstoðarsaksóknari í kynferðisbrotamálum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Gospelkirkja sunnudag kl. 20 Kafteinarnir Rannvá Olsen og Sigurður H. Ingimarsson ásamt fleirum syngja og spila. Heimilasamband fyrir konur mánudag kl. 15. Samkoma fimmtudag kl. 20 «Orðið í öndvegi». Ræðumenn: Kommandörarnir Guðrún og Carl Lydholm. Auglýsing frá barnamenningarsjóði Meginhlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á sviði barnamenningar. Til barnamenningar teljast verkefni á sviði lista og menningar sem unnin eru fyrir börn og/eða með virkri þátttöku barna. Umsóknir skulu berast mennta- og menningar- málaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, síðasta lagi 22. mars 2010. Umsóknareyðublöð fást hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og á vef ráðuneytisins, menntamalaradu- neyti.is. Stjórn Barnamenningarsjóðs, 19. febrúar 2010. Á morgun verður sunnu- dagaskóli frá kl. 11-12 með söng, kennslu og léttu snarli. Kl. 14 verður almenn samkoma þar sem verða vitnis- burðir, lofgjörð, barnastarf og brauðsbrotning. Kaffi og samvera að samkomu lokinni og verslun kirkjunn- ar opin. Allir velkomnir! Styrkir Til sölu Til sölu Gerður 1125 Stærð 169,67 brl. með öllum búnaði, sem í skipinu er, þ.m.t. beitingarvél. Skipið selst þar sem það er í skipasmíðastöð Njarðvíkur og ,,as is and where is”. Upplýsingar veitir ÓlafurThóroddsen hrl., Suðurlandsbraut 52, 108 Reykjavík, bláu húsin. Sími: 847 4678. olafurthoroddsen@simnet.is Félagslíf Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund sunnudag kl. 14. Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð Sunnudag 21. febrúar. Samkoma kl. 17.00. ,,Að fyrirgefa sjálfum sér”. Ræðumaður Margrét Jóhannes- dóttir. Lofgjörð, fyrirbæn og barnastarf. Allir velkomnir. Samkomur í Hvítasunnu- kirkjunni Fíladelfíu sunnudaginn 21. febrúar: Kl. 11.00 Samkoma með starfi fyrir alla aldurshópa. Brauðs- brotning. Ræðumaður er Vörður LevíTraustason. Verslunin Jata er opin eftir samkomu. Kl. 13.00 Alþjóðakirkjan. Sam- koma á ensku. Helgi Guðnason prédikar. Kl. 16.30 Alfasamkoma. Mikil lofgjörð og vitsnisburðir. Vörður LevíTraustason prédikar. 21.2. Stokkseyri - Rjómabúið á Baugsstöðum Brottför frá BSÍ kl. 09:30. V. 4400/5600 kr. Vegalengd 8 km. Hækkun engin. Göngutími 3-4 klst. Fararstjóri Bjarki Sveinbjörnsson. 27. - 28.2. Bláfjöll - Kleifar- vatn - Kaldársel Nr. 1002H02 Úr Bláfjöllum liggur leiðin um Brennisteinsfjöll að skátaskála Hraunbúa í Hverahlíð við Kleifar- vatn. 26. - 28.2. Strútur - jeppaferð Brottför: kl. 19:00. V. 11.000/13.000 kr. Nr. 1002J03 Þátttaka háð samþykki fararstjóra. Fararstjóri Benedikt Hálfdánarson. www.utivist.is / utivist@utivist.is ÁSKRIFTASÍMI 569 1100 Forritari - spennandi framtíðarstarf Keldan leitar að hugmyndaríkum og metnaðarfullum forritara sem hefur áhuga á að taka þátt í þróun á vefnum www.keldan.is og tengdum verkefnum sem snúa að viðskiptum og fjármálaþjónustu. Hæfniskröfur eru: • Amk 3ja ára reynsla af forritun • Góð reynsla af Java, MySQL, PHP, HTML, JavaScript, CSS, auk helstu vefþjóna, þ.e. Apache og Tomcat • Þekking á Spring/Hibernate og Maven mikill kostur • Reynsla af vefþjónustum og samþættingu hugbúnaðarkerfa • Þekking og reynsla af Linux og Windows Í boði er fjölbreytt og skapandi starf í krefjandi vinnuumhverfi. Ekki spillir fyrir ef umsækjandi kann á hljóðfæri eða er lærður sushi-kokkur. Nánari upplýsingar veita Óskar Sturluson (oskar@keldan.is) í síma 585 1712/860 2848 eða Guðmundur Birgisson (gudmundur@keldan.is) í síma 510 1053/897 3787. Keldan er upplýsinga- og viðskiptavefur fyrir íslenska fjármála- markaðinn. Markmið Keldunnar er að veita á einum stað aðgang að öllum upplýsingum sem nauðsynlegar eru í viðskiptum og fjármálastarfsemi og tryggja þannig gegnsæi og stuðla að samkeppni á markaði. Keldan ehf., kt. 491009-0200, Skólavörðustíg 11, 101 Reykjavík, annast þróun og rekstur www.keldan.is Keldan er skrásett vörumerki. Hægt er að hafa samband við Kelduna með því að senda tölvupóst á info@keldan.is eða í síma 510 1050. Kelda þýðir m.a. fen, uppspretta eða veita. Til forna fólu menn fé sitt og fjársjóði í keldum sbr. frásagnir af Geirmundi heljarskinni í Landnámu og Skallagrími Kveld- Úlfssyni í Egils sögu. Þekking veit á verðmæti www.keldan.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.