Morgunblaðið - 20.02.2010, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.02.2010, Blaðsíða 39
Minningar 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2010 ✝ Jóna Einarsdóttirfæddist í Reykja- vík 4. apríl 1927. Hún lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi við Hringbraut í Reykja- vík 10. febrúar síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Einar Jónsson í Túni á Eyr- arbakka, f. 1887, d. 1929, og Halldóra Bjarnadóttir, f. 1900, d. 1932. Albróðir Jónu er Bjarni, f. 1920, d. 1996, sam- feðra Sólborg Einarsdóttir, f. 1910, d. 1980, Guðmundur Einarsson, f. 1911, d. 1999, og Jón Einarsson, f. 1932, d. 1992. Jóna giftist 13. maí 1948 Gunnari Sigurðssyni, f. 7. október 1915, d. 27. mars 2005. Foreldrar hans voru Sigurður Otúelsson, bóndi, f. 31. ágúst 1869, d. 3. nóvember 1954, og Erlendína Erlendsdóttir, f. 13. júlí 1870, d. 3. desember 1967. Börn Jónu áður en hún giftist Gunnari eru 1) Einar Guðbjörn, f. 11. októ- ber 1944, var kvæntur Ingibjörgu Bjarnadóttur og eiga þau þrjú börn. 2) Herbert, f. 21. febrúar 1946, sambýliskona hans er Sess- elja Jónsdóttir og á hann fjögur börn. Jóna dvaldi fram undir tvítugt í Reykjavík. Eftir það fór hún með tvo unga syni sína vestur á Mýrar og gerðist kaupakona árið 1946 á Leirulæk í Álftaneshreppi. Fljót- lega eftir það kynntist hún verð- andi eiginmanni sínum. Jóna bjó eftir það í Leirulækjarseli í Álfta- neshreppi þangað til hún og Gunn- ar fluttu búferlum í Borgarnes haustið 2004. Jóna var alla tíð húsmóðir með stórt heimili og mörg börn en í nokkur ár fór hún þó að vinna í slát- urhúsinu í Borgarnesi á haustin til að drýgja tekjurnar. Hún var fyrir- myndarhúsmóðir en lét eiginmanni sínum og börnum eftir að sjá um búskapinn og jörðina. Jóna verður jarðsungin frá Borg- arneskirkju í dag, 20. febrúar 2010, og hefst athöfnin kl. 14. Jarðsett verður á Borg á Mýrum. Jónu og Gunnars eru 1) Sigurður, f. 3. nóv- ember 1948, sam- býliskona hans er Dómhildur Jóns- dóttir. 2) Reynir, f. 9. desember 1949, d. 9. október 2008, kvænt- ur Eddu Björk Hauks- dóttur og eiga þau þrjú börn. 3) Margrét, f. 2. maí 1951, gift Guðmundi Þór Hann- essyni og eiga þau fjögur börn. 4) Hall- dór, f. 20. júní 1953, d. 22. janúar 2006, kvæntur Ragnheiði Guðnadóttur og eiga þau fjögur börn. 5) Svala, f. 14. maí 1955, gift Pétri Vigfússyni og eiga þau þrjú börn. 6) Gunnar Erlendur, f. 24. nóvember 1961, sambýliskona hans er Guðný Margrét Ingvadóttir og eiga þau fjögur börn. 7) Hafliði Ólafur, f. 30. apríl 1963, sambýlis- kona hans er Kolbrún Alma Rafns- dóttir og eiga þau fimm börn. Synir Elsku besta amma mín nú ert þú horfin frá okkur og komið að kveðju- stund. Ég bjóst ekki við að hún kæmi alveg strax því þú varst svo hress þegar þú varst hjá mömmu og pabba yfir áramótin. Ég man síðasta daginn sem ég hitti þig þar, þá varstu að fylgjast með mynd sem heitir Christ- mas Vacation í sjónvarpinu og þú varst alveg að springa úr hlátri, ég fylgdist með þér úr eldhúsinu og brátt var ég farin að hlæja líka því þú skemmtir þér svo vel, það var ynd- islegt enda varst þú mikill húmoristi. Síðustu ár hefur samband okkar verið afar gott og minnist ég sérstak- lega ferða minna til þín á sumrin og sögustundanna sem ég fékk fyrir svefninn þegar við töluðum saman um heima og geima langt fram eftir nóttu. Ég á eftir að sakna þín rosa- lega mikið, þú varst skemmtileg amma og alltaf góð við mig og ég hlakka til að segja börnunum mínum frá þér. Núna get ég huggað mig við það að vita af þér í faðmi afa og strák- anna þinna. Ég mun aldrei gleyma þér, megir þú hvíla í friði amma mín. Telma Guðmundsdóttir. Ég var einstaklega heppin að fá að alast upp í bara 10 km fjarlægð frá ömmu og afa, það brást ekki að þegar við komum í heimsókn var dekrað við mann eins og þau gátu. Stundum á sumrin fórum við systurnar hjólandi eða á hestum til þeirra og þá stóð amma oft úti á tröppum og tók á móti okkur eins og höfðingjar væru að koma í heimsókn. Amma var mikið fyrir sjónvarp og kom manni inn í helstu sápuóperur landsins og var hæstánægð ef maður spurði hvað væri að gerast. Mér er það minnisstætt þegar við systurnar gistum hjá henni eitt skipt- ið og hún leyfði okkur að horfa á bannaða mynd og mér fannst það al- veg frábært. Þegar ég kláraði grunnskólann fór ég í fjölbraut, ég vildi ekki fara á heimavist þannig ég fékk að búa hjá ömmu. Við áttum dásamlega tíma, mér fannst ótrúlegt að amma notaði ekki vekjaraklukku en vaknaði samt alltaf með mér, ég fékk alltaf gott að borða og nokkrum sinnum eldaði ég fyrir hana nýmóðins mat eins og hún kallaði það. Dvöl mín var því miður ekki löng því pabbi féll frá í janúar og ég þráði að vera heima hjá mömmu, en þótt tíminn hafi ekki verið langur saman þá gerði það okkur mjög nánar. Elsku amma, takk fyrir dásamleg- ar stundir saman. Þín Guðrún Halldórs. Elsku amma mín og nafna. Nú ertu farin til afa og sona þinna tveggja Halldórs og Reynis sem dóu langt fyrir aldur fram. Ég finn fyrir sorg en jafnframt hefði ég ekki viljað sjá þig kveljast og fjara út á löngum tíma. En dauða þinn bar frekar brátt og óvænt að. Mér fannst þú svo falleg og skemmtileg kona. Þú gast talað og talað um allt og ekkert en samt varstu frekar lokuð og sýndir ekki alltaf hvernig þér leið. Ég á góðar minningar úr sveitinni þegar ég byrj- aði ung að árum að koma til þín og afa. Þú varst alltaf að baka, elda eða þrífa. Enda fannst mér þú hafa mikið fegurðarskyn og vildir alltaf hafa allt hreint og fallegt í kringum þig. Þú varst glæsileg kona og hugaðir vel að útliti þínu og vildir vera fallega til fara. Ein minning er mér ofarlega í huga, þegar afi datt fyrir utan sjúkrahúsið á Akranesi í ljósu bux- unum sínum, þá hafðir þú nú ekki áhuga á að vita hvort hann hefði meitt sig heldur voru buxurnar aðal- áhyggjuefnið. Síðan hlóguð þið bæði dátt. Mér fannst þið samrýnd hjón en mjög ólík og þótt ólík væruð var ótrú- leg virðing og væntumþykja gagn- vart hvort öðru. Ég get ekki ímyndað mér að líf þitt hafi alltaf verið auðvelt, að flytja yfir í sveitina og ala upp níu börn og búa í litlu gömlu húsi. En þetta gerðir þú og ég held að ég hafi aldrei heyrt þig kvarta yfir því. Þú sagðir einu sinni við mig að þig lang- aði oft í marga fallega hluti en þú bæðir aldrei afa um þá því þú vissir að það væru ekki til peningar fyrir þeim. Ein minning er mér líka mjög kær en það var eftir að ég átti Mar- gréti mína, þá fann ég fyrir einhverri vanlíðan og var sívælandi. Þá komstu og tókst mig inn í herbergi og sagðir við mig með hárri röddu að ég væri heppin að eiga heilbrigða stúlku og það hefðu margir haft það verra en ég. Eftir það hætti ég þessu væli. Ég held að það sé það besta sem ég hef gert fyrir þig hafi verið þegar ég kom í Borganes með kettling án þess að spyrja þig hvort þú vildir hann eða ekki. Og það sem þessi köttur og af- komendur hans veittu þér mikla gleði og ánægju kom mér mér líka skemmtilega á óvart. Jæja, amma mín, ég vil þakka þér fyrir að hafa alltaf verið mér góð, tek- ið mér eins og ég er og þannig ætla ég að minnast þín. Mér þykir óendan- lega vænt um þig og votta ég börn- unum og barnabörnunum og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Þín, Jóna Guðrún. Jóna Einarsdóttir • Kransar • Krossar • KistuskreytingarHverafold 1-3 • Sími 567 0760 Fallegar útfararskreytingar ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG SIGURJÓNSDÓTTIR, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi, andaðist á hjúkrunarheimilinu Grund þriðjudaginn 16. febrúar. Birna Björnsdóttir, Bragi Gíslason, Rannveig Björnsdóttir, Þórarinn Flosi Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, STEINDÓR JÓNSSON bifvélavirki, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópa- vogi þriðjudaginn 16. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Grímur Marinó Steindórsson, Dóra Steindórsdóttir, Þorvaldur Ingólfsson, Hrafn Steindórsson, Margrét Johnsen, barnabörn og aðrir afkomendur. ✝ Okkar ástkæra ÁSDÍS KARLSDÓTTIR, Klapparstíg 13, Njarðvík, áður til heimilis Álfaskeiði 81, Hafnarfirði, andaðist á Sjúkrahúsi Keflavíkur miðvikudaginn 10. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Grímur Karlsson, Áslaug Karlsdóttir, Hulda Karen og Sigríður Dúa. ✝ Ástkær frændi okkar, GUÐMUNDUR E. JÓHANNSSON, Hátúni 12, áður Kleppsvegi 90, Reykjavík, lést á heimili sínu aðfaranótt miðvikudagsins 17. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Hörður Óskarsson, Steinn Ragnarsson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐRÚN HELGADÓTTIR frá Seljalandi, Eyjafjöllum, Rang., andaðist á Lundi þriðjudaginn 9. febrúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins Lundar Hellu. Hulda Kragh, Steinar Ragnarsson, Kristín Kragh, Kristján Ólafsson, Halldóra Hjartardóttir, Olga Ólafsdóttir, Valgarður Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG JÓNATANSDÓTTIR, Bröttugötu 2, Borgarnesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness fimmtudaginn 18. febrúar. Útförin fer fram frá Borgarneskirkju föstudaginn 26. febrúar kl. 14.00. Jón S. Pétursson, Jakobína S. Stefánsdóttir, Sverrir Hjaltason, Pétur V. Hannesson, María E. Guðmundsdóttir, Friðþjófur Th. Ruiz, Birna R. Ingimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, STEFÁN VEIGAR STEINSSON, Arnarhvoli, Dalvík, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 16. febrúar. Útförin fer fram frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 27. febrúar kl. 13.30. Símon Páll Steinsson, Sigurlaug Stefánsdóttir, Sigurlína Steinsdóttir, Samúel M. Karlsson og systkinabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.