Morgunblaðið - 20.02.2010, Side 9

Morgunblaðið - 20.02.2010, Side 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2010 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 Síðasti dagur útsölu 60-90% afsláttur www.rita.is Eddufelli 2, sími 557 1730 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Leggings 1.990 kr. Mussa 5.900 kr. www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 20% aukaafsláttur af útsöluvörum í dag laugardag Str. 38-56 Í DAG, laugardag, kl. 15.00 standa Hagsmunasamtök heimilanna og Nýtt Ísland fyrir ellefta kröfufundi sínum á Austurvelli. Á mælendaskrá eru María Jónsdóttir og Sigurður Hreinn Sigurðsson. Í tilkynningu frá samtökunum segir: „Eftir þann glæsilega áfanga sem náðist þegar dómurinn féll um ólögmæti geng- istryggða lána er það ennþá mik- ilvægara að sýna samstöðu og fjöl- menna sem aldrei fyrr á Austurvelli. Með því sýnum við stjórnvöldum og fjármálafyrirtækjum landsins að baráttan heldur áfram þar til rétt- látt Ísland hefur litið dagsins ljós.“ Kröfufundur á Austurvelli KRABBAMEINSFÉLAGIÐ í sam- vinnu við Stangaveiðifélag Reykja- víkur, Veiðihornið og Veiðikortið efnir til hnýtingakeppni um sil- ungsflugur. Keppt er í tveimur flokkum; almennum flokki og ung- lingaflokki (16 ára og yngri), og hljóta þrír efstu í hvorum flokki verðlaun í boði samstarfsaðila keppninnar. Með þátttöku sam- þykkir keppandinn að flugan verði eign Krabbameinsfélags Íslands og verður hún fjöldaframleidd og seld til fjáröflunar fyrir félagið. Flugan þarf að berast Krabbameinsfélag- inu, Skógarhlíð 8, 105 Reykjavík, eigi síðar en 19. mars nk. Þátttaka er öllum opin. Besta flugan til Krabbameinsfélagsins DAGANA 22.-26. febrúar nk. stendur skáta- hreyfingin fyrir „góðverkadögum“ í fyr- irtækjum landsins. Góðverkadagar voru fyrst haldnir í fyrra og tókust ákaflega vel. Þá var nokkrum fyrirtækjum boðið að taka þátt og var þátttaka langt umfram vænt- ingar. Nú í ár hafa góðverkadagar auk fjölda þátttökufyrirtækja fengið Stöð 2, Bylgjuna og visir.is til samstarfs og verða „góðverk dagsins“ kynnt í dagskrá miðlanna og al- menningur hvattur til þáttöku. Allar upplýs- ingar um góðverkadaga má finna á www.godverkin.is. Góðverkadagar í fyrirtækjum landsins FÉLAG vélstjóra og málmtækni- manna lýsir yfir miklum vonbrigðum með dóm Félagsdóms á fimmtudag, en dómurinn hafnaði kröfu félagsins um að það fengi að koma að gerð kjarasamnings fyrir hönd fé- lagsmanna sinna í álverinu á Grund- artanga. Samningar þar eru lausir. Félagið hefur falið lögmönnum sínum að kanna möguleika þess að skjóta málinu til Mannréttindadóm- stóls Evrópu í Strassborg. Félagsdómur sagði m.a. í niður- stöðu sinni, að ekki hefði verið sýnt fram á þeir starfsmenn álversins, sem Félag vélstjóra og málmtækni- manna krefðist samningsumboðs fyrir, væru félagsmenn í félaginu. Illa grunduð niðurstaða Í tilkynningu frá félaginu er nið- urstaða dómsins sögð illa grunduð enda sé hún ekki í samræmi við lög- verndaðan samningsrétt félagsins eða vilja starfsmannanna. Að auki samræmist hún ekki dómafordæmi Hæstaréttar, sem kveði á um að lagaheimild og málefnaleg sjónarmið þurfi til að skerða megi samnings- rétt stéttarfélaga. Því til viðbótar samræmist hún ekki mannréttindaákvæðum stjórn- arskrárinnar og mannréttindasátt- mála Evrópu, einkum ákvæðum um félagafrelsi, sem annars vegar bann- ar að menn verði þvingaðir til að vera í stéttarfélagi sem þeir vilja ekki vera í og hins vegar tryggir rétt manna til að fela stéttarfélögum sín- um að semja um kaup. Félagið vill koma að kjara- samningum við Norðurál Morgunblaðið/Árni Sæberg Dómur Félag vélstjóra og málmtæknimanna fær ekki að koma að kjara- samningum í álverinu á Grundartanga samkvæmt dómi Félagsdóms. HÁSKÓLAR landsins munu í dag kynna námsframboð sitt fyrir næsta skólaár. Í Ráðhúsi Reykja- víkur verða Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Hólum, Háskólinn í Reykjavík, Landbúnaðarháskóli Íslands og Listaháskóli Íslands. Háskóli Ís- lands verður á Háskólatorgi, Gimli og Odda í Háskóla Íslands. Jafn- framt verður boðið upp á kynningu á framhaldsnámi í Danmörku og Svíþjóð í Norræna húsinu. Á háskóladeginum munu nem- endur, kennarar og námsráðgjafar skólanna taka á móti gestum og miðla af reynslu sinni. Í Háskóla- bíói verða litríkar sprengingar og ýmis efnafræðiundur á dagskrá á tveimur sýningum, kl. 12 og 14 í sal eitt. Þá mun Sprengjugengið, hópur efnafræðinema við HÍ, sýna listir sínar en hópurinn hefur nokkrum sinnum sett upp tilkomumiklar efnafræðisýningar, m.a. á menning- arnótt. Tilgangurinn er að þeirra sögn að vekja áhuga fólks á efna- fræði enda segir forsprakki hópsins efnafræðina bjóða upp á annað og meira en að húka yfir stærðfræði- skruddum og efnafræðiformúlum alla daga. Aðsóknin að sýningum Sprengju- gengisins hefur yfirleitt verið mikil enda hafa jafnt börn sem fullorðnir gaman af efnafræðikúnstum hóps- ins. Morgunblaðið/Kristinn Sprengjugengið Vekur athygli fólks á undrum efnafræðinnar. Sprengju- gengi sýn- ir kúnstir Fullorðnir fikta með sprengjur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.