Morgunblaðið - 19.03.2010, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 19.03.2010, Qupperneq 20
20 | MORGUNBLAÐIÐ K atla Margrét segir að þær vinkon- urnar hafi fundið fyrir vaxandi þörf á fyrirtæki sem sérhæfi sig í veislustjórn. „Við höfum verið að skemmta fólki lengi og oft höfum við verið beðnar um að stýra veislum svo við ákváðum að verða við óskum um nokkurs konar veislustjóradúett og vonum að fólki líki það. Við höfum þó lítið kynnt okkur enn sem komið er, enda er fyrirtækið nýlega stofnað.“ Mest hafa þær verið að skemmta í veislum hjá stórfyrirtækjum, á árshátíðum og þess háttar en nú eru þær tilbúnar til að taka að sér minni samkvæmi, eins og afmæli eða brúðkaup. „Ef óskað yrði eftir okkur í brúðarveislu myndum við setja dagskrána upp á rómantískan en húmorískan hátt. Við höfum gott tengslanet í kringum okkur og eigum auðvelt með að útvega það sem þarf til að gera góða veislu. Við kynnum okkur einnig vel það fólk sem við ætlum að starfa fyrir en með því móti getum við gert veislu- stjórnina persónulegri og skemmt út frá því. Við stýrum veislunni, erum með skemmti- atriði og söng og fáum gesti til að taka þátt í gleðinni.“ Persónulegur dagur Katla Margrét segir að í brúðkaupum sé nauðsynlegt að vera ekki of grófur, taka tillit til brúðhjónanna og skapa þægilega stemn- ingu. „Brúðkaupsveisla er kannski öðruvísi en aðrar veislur því að í þeim er fólkið mun tilbúnara til að gera eitthvað sjálft. Persónu- legar uppákomur eru vinsælar, myndasýn- ingar og ýmsir léttir leikir. Við myndum stýra veislunni algjörlega að ósk brúð- hjónanna,“ segir hún. Sjálf hefur Katla Margrét oft farið í brúð- kaup þótt hún hafi ekki gengið upp að alt- arinu sjálf. „Fólk sækist yfirleitt eftir ein- hverju persónulegu um brúðhjónin, enda er þetta þeirra dagur og á að snúast um þau. Mér finnst gaman að fara í brúðkaup og samstarfskona mín, Edda Björg, hélt til dæmis mjög flotta og eftirminnilega brúð- arveislu þegar hún gifti sig. Hún veit hvernig þetta á að vera.“ Katla Margrét er ekki eingöngu á veislu- sviðinu því hún er í hljómsveitinni Heimilis- tónum sem hefur verið mjög vinsæl í ýmsum veislum, stórum og smáum. „Heimilistónar hafa kannski verið mest að spila á árshátíð- um en við erum alltaf boðnar og búnar til að mæta í brúðkaup eða afmæli.“ Fiftís-gellur Edda og Katla Margrét hafa verið með skemmtidagskrá um nokkurt skeið sem hef- ur notið mikilla vinsælda. Meðal annars hafa þær flutt dagskrá sína í Borgarleikhúsinu. „Við erum fiftís-gellur og syngjum hugljúf lög og erum með léttan húmor,“ segir Katla Margrét sem hlakkar til að fást við að stýra brúðarveislum sem öðrum. „Mér sýnist veislugleðin ekkert hafa minnkað þótt hér sé kreppa. Ég held að fólk skemmti sér hér á landi frekar en að fara til útlanda og menn- ingin hefur verið að blómstra.“ Katla Margrét hefur fyrir utan leiklist og skemmtun skrifað handrit að sjónvarpsþátt- um ásamt fleirum, meðal annars Ástríði og Stelpunum. elal@simnet.is Blómarósir stýra veislunni Morgunblaðið/Ernir Blómarósir Edda Eyjólfsdóttir og Katla Margrét Þorgeirsdóttir reka veisluþjónustuna Blómarósir og taka meðal annars að sér veislustjórn. Leikkonurnar Katla Margrét Þor- geirsdóttir og Edda Eyjólfsdóttir hafa verið með vinsæl skemmti- atriði í ýmsum veislum í gegnum tíðina. Nú hafa þær sett upp veisluþjónustu sem þær kalla Blómarósir og tekur að sér að halda utan um veisluna þína. Við höfum gott tengslanet í kringum okkur og eigum auð- velt með að útvega það sem þarf til að gera góða veislu. Brúðkaupsveisla er kannski öðruvísi en aðrar veislur því að í þeim er fólkið mun tilbúnara til að gera eitthvað sjálft og vera með persónulegar uppákomur. Erlendis eru brúðarmeyjar gjarnan vinkonur og/eða systur brúðarinnar og eru henni til halds og trausts yfir daginn. Margir kannast við sígilda brandara um agalega brúðar- meyjarkjóla sem fara öllum illa en passa við klæðnað brúðarinnar. Þetta sér maður þó kannski meira í bíómyndunum enda skiptir jú mestu að hafa alla sátta og glaða á brúð- kaupsdaginn. Það getur verið flott hugmynd að brúðarmeyjarnar séu hver í sínum skæra litnum af sams konar kjól. Þannig getur hver og ein klæðst þeim lit sem klæðir hana best. Dæmi um þetta má sjá í Sex and the City kvik- myndinni þar sem þær vinkonurnar klæðast bláum, rauðum og svörtum kjól og tóna þann- ig skemmtilega við hvítan brúðarkjól Carrie. Meyjar í skærum litum Litríkar Vinkonurnar í Sex and the City klæddust sitt hvorum litnum við brúðkaup Carrie. Laugavegi 63 • S: 551 4422 GLÆSILEG SPARIDRESS FYRIR VORVEISLURNAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.