Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.12.1964, Page 5

Skólablaðið - 01.12.1964, Page 5
SigurÖur Sigurðsson : ENN fara jólin 1 hönd, heilög hátiö þakkar og gleði, þvi þá sendi Guð oss mönnunum ljós eilifs lifs. Um allan heim eru menn, sem fagna þessum tiðindum og halda hátáð. Yið höldum einnig hátið og gleðjumst. öll finnum við til gleði á jólum, en af hvaða toga er gleði okkar spunnin, að hverju stefnir su dyrð, er við bregðum upp á þessari hatið ? í heilagri ritningu segir svo fra fæð- ingu Jesu Krists, að María nokkur heit- kona jóseps, hafi farið til Betlehem að boði keisarans um að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina. Engill Guðs hafði áður kunngjört henni, að hán myndi fæða son Guðs. Meðan þau Jósep og María dvöldu í* Betlehem, fæddi hun barnið í fjárhusi og var það lagt 1 jötu. Eftir fæðingu barnsins opinberuðu englar Guðs mönnunum þau dýrðlegu tíðindi, að þeim væri frelsari fæddur. Um það segir svo í* Lukasar- guðspjalli : Og í* þeirri byggð voru fjárhirðar uti 1 haga og gættu um nóttina hjarðar sinnar. Og engill Drottins stóð hjá þeim, og dýrð Drottins ljómaði í* kringum þá, og urðu þeir mjög hræddir. Og engillinn sagði við þá: Verið óhræddir, því* sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðum ; þvi að yður er i dag frelsari fædd- ur, sem er Kristur Drottinn, 1 borg Daváðs. Og hafið þetta til marks : Þér munuð finna ungbarn reifað og liggjandi í* jötu. Og í* sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita, sem lofuðu Guð og sögðu: Dýrð sé Guði f upphæðum og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefur velþóknun a. Fjárhirðarnir fundu barnið og glöddust, þvi að hjörtu þeirra voru óspillt og opin fyrir þessum sannleika. f Matteusarguð- spjalli segir frá öðrum mönnum, sem Guð einnig opinberaði sama hlut. Þeir voru vitringar, og einnig þe: r tóku við boðskapn- um og veittu frelsara sxnum lotningu, því* þeir voru að sönnu vitrir. Sáðan þessir atburðir gerðust hafa menntaðir menn og ómenntaðir, einfaldir og vitrir og allt þar á milli, tekið við frelsaranum, lofsungið Guði og veitt honum lotningu. Höfum við meðtekið þennan boðskap og fundið til þeirrar heilögu gleði, er fjárhirðarnir og vitringarnir nutu aður. Margir menn segja frá jólum bernsku sinnar á þann hátt, að þá hafi þeir notið hinnar sönnu jólagleði 1 barnslegri einfeldni sinni, en bæta gjarnan við, að nu geti þeir ekki höndlað þessa óskiljanlegu gieði leng- ur, jólin séu hátíð barnanna. Jólin eru hátáð barna Guðs og þeirra getum við öll notið, jafnt ungir sem aldnir, ef við göngum að jötu Krists f einlægri þökk og gleði og fullri alvöru yfir fæðingu frelsarans. Oft vill veraldlegt umstang á jólum skyggja á þann sannleika og fagnaðarefni, að þa gaf Guð okkur frelsarann. Við gætum þess ekki ávallt f sambandi við þá dýrð, sem við bregðum upp á jólum, að gefa hana Guði, en það er nauðsynlegt til að hun færi okkur gleði og verði ekki leiðinlegt um- stang. Minnumst þess, að jólagjöfin er til þess að líkja eftir þeirri gjöf, sem gefin var stærst fyrr og síðar. Gjöf Guðs til mannanna, sem var Jesus Kristur. Við gef- um þannig einnig Guði gjöf því* Kristur sagði: "Það sem þér gjörið einum af mm- um minnstu bræðrum, það gjörið þið mer." Við gefum því* vegna gjafar Guðs og til að minna okkur og þá, sem þiggja, á þá dýrð- legu gjöf. Gætum þess nu á jólum að gleyma ekki þeirri dýrð, sem komin er frá Guði. Megi Guð gefa að við getum öll sameinast milljónum liðinna alda ásamt milljónum þessarar aldar og kropið við jötu Jesu Krists með opnu hjarta, þvi* að eitt þakkar og gleðitár er djásn fyrir Guði.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.