Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1964, Síða 8

Skólablaðið - 01.12.1964, Síða 8
- 70 - MARGIR alíta leit hinna hinztu raka, leit sannleikans og hins fullkomna frels- is, æðsta takmark mannsins, og að því” stefni öll leit mannsins, bæði 1 hug- oj* raunvísindum. Menn leita lausnar á lxfs- gátunni á misjafnan hátt, en allir telja sig stefna að sama marki. Ekki eru þvá allir sammála, hvar leita skuli, hvað veiti von um lausn og hvað se hegómi einn. Maðurinn var skapaður af guði til sam- felags við hann. Nu hefur hann hins veg- ar villzt burt frá skapara sínum. Þess vegna ber hann 1 brjosti truarþörf. Truarþörfin kemur hins vegar ekki nærri alltaf fram 1 þvi, að maðurinn leiti guðs, heldur 1 falmkenndri leit að einhverju. Andlegt frelsi okkar er þar, sem það var í* upphafi, hjá guði, og þar stendur það okkur til boða. En nu bregður svo við, að það fyrsta sem við óttumst er, að við seum að forkasta andlegu frelsi okkar. Þvá er líkt farið með okkur eins og fiskinn. Á þeim stað, þar sem hann var í* upphafi skapaður til að vera.er hann frjálsastur, nytur sm bezt og þar koma hæfileikar hans bezt 1 ljos. Frelsi er slagorð flestra stjórnmála- manna. Yfir því hválir ævintýraljomi, þó að flestum veitist örðugt að skilgreina það. Margir lifa við ímyndað frelsi og óraunverulegan fögnuð og leggja þvá oft óheilbrigt mat á, hvað eru sönn lífsgæði. Eitt sinn mættust tveir bílar á förnum vegi f Tanganyka. í öðrum var svartur, en f hinum hvítur maður. Sá svarti ók á öfugum vegarkanti og varð því að nema staðar til að koma 1 veg fyrir árekstur. Hann stökk ut og sagði reiðilega : "Það verður gott, þegar við fáum frelsi her 1 landinu, þá getum við ekið a hvorum kantinum, sem við viljum. " Her er greinilega um rangtulkun a frelsi að ræða. Leitin er ekki takmark 1 sjálfu ser, eins og sumir virðast halda. Leitið og þer munuð finna, sagði Kristur. Leitin ber árangur ef leitað er á rettum stað, annars ekki. II. f Vanja frænda lýsir Tsekov hinu til- breytingalausa lffi, lýsir lífsleiðum per- sonum, sem hafa ekkert til að lifa fyrir. Lff þeirra er tómt, galtómt. Við setjumst f dómarasæti : Vitanlega - fólkið hafði ekkert þeirra lítsnautnartækja, sem við höfum. En nutfmamaðurinn á f sömu erfiðleik- um. Hann er að vfsu betur settur að þvf leyti, að hann hefur meiri tækifæri til að láta eitthvað yfirgnæfa rödd samvizkunnar, hann losnar við að spyrja eins oft og Vanja frændi : Hvar finn óg það, sem gef- ur lffi mfnu einhverja fyllingu? Sofffa hafði ekki svar á reiðum höndum, en sagði : Hinum megin verður þrautum þessa lifs drekkt f miskunnsemi - þar munum við hvflast. Henni sást samt yfir það, að hun þurfti ekki endilega að vera hinum megin til að finna oþrjótandi miskunnsemi, þvf: f upphafi var orðið og orðið var hjá guði og orðið var guð. Og ORÐIÐ VARÐ HOLD - OG HANN BJÓ MEÐ OSS FULLUR NÁÐAR OG SANNLEIKA. Þetta er boð- skapur jólanna : Guð varð maður f Jesu Kristi. Þess vegna liggur við, að eg vor- kenni þeim mönnum, sem sja ekkert nema kaupmangara og braskara, hvert sem aug- að eygir á jólunum. Ég ætla mer ekki þá dul að veita svör við hinum hinztu rökum, en ef til er guð, skapari, skyldi hann þá ekki vera fær um það, skyldi hann ekki hafa efni á slfku? "Ég og faðirinn erum eitt, " sagði Krist- ur. Ef hann er guð, á hann þá ekki svör við öllum spurningum, sem okkur er þörf á að vita svör við ? Getur hann ekki bent okkur á, hvernig við eigum að verja

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.