Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1964, Síða 9

Skólablaðið - 01.12.1964, Síða 9
- 71 - þessum andgusti okkar, lííinu? ViÖ erum sett á þetta sandkorn x geimnum og vit- um hvorki, hvaÖan við erum, hvar við er- um, hvert við förum, né, hver tilgangur- inn sé með þessari dvöl okkar hér, ef hann er þa nokkur. Við erum hér, og þo hefur það verið ævistarf ofárra heim- spekinga að sanna, að þeir væru til i raun og veru, láfið væri ekki tom ímynd- un. Fræg er niðurstaða Descartesar: Dubito ergo cogito, cogito ergo sum (eg efast, þess vegna hugsa ég, eg hugsa þess vegna er ég til). Hver er guð, að hann geti engin svör veitt ? Það kæmi okkur mönnunum að harla litlu gagni, ef hann væri til, en léti ekk- ert frá sér heyra : Ef við eigum að hafa eitthvert gagn af honum, verður hann að opinbera okkur vilja sinn. Sumir segja, að það geri hann 1 natturunni og benda á tign hennar og fegurð. En þar ríkir einnig neyð og angist, hamfarir og hörm- ungar. Nátturan er verk guðs, en ekki hann sjálfur. Guð sjalfur er 1 Kristi. Þar opinberar hann vilja sinn. Ég set þetta aðeins fram sem staðhæf- ingu, þvá hver og einn þarf að sannfær- ast og það er einnig v'erk guðs, hann gefur truna. Þess vegna er lítil von að eignast hana, nema leita til hans sjálfs, ekki til andstæðinga hans. Okkur er sem sagt boðið að reyna sjálf, koma og at- huga, hvort kenningin er frá guði. Kristur talar um frelsið og sannleik- ann 1 einni setningu : Sannleikurinn mun gera yður frjálsa. En þá er spurningin: Hver er hinn umræddi sannleikur ? Svar Krists : Ég er sannleikurinn. Svar hans var ekki: Komum og leitum sannleikans sameiginlega, hver veit nema við finnum hann. Nei, svar hans var fullkomið, jafnvel fullkomnara og einfald- ara en við getum gert okkur grein fyrir. "Trúa menn þeim, er sannleik segja? Það sýna mín naglaför", kvað Davúð. Hann sjálfur er sannleikurinn, ekki aðeins orð hans - hann sjalfur. Hugsun- arháttur vestrænna manna er motaður af honum, vestræn menning er kristin menn- ing. Áhrif hans i okkar daglega lifi eru miklu meiri en við gerum okkur grein fyrir. Það er okkar að velja eða hafna, trúa eða ekki. Kristur var sigurvegari " ég hefi sigrað heiminn" og sigur hans grundvallar trú okkar, það er ekki trú okkar, sem grundvallar sigur hans. Nakinn kross er takn kristninnar, takn þess, að vald dauðans var brotið á bak aftur. III. Guð - Rafeindaheili í bok sinni "Abscaffung Gottes" ræðir Köcher um Atheismus og skilgreinir hann í þrennu lagi : 1. Guðleysinginn vill, að enginn guð sé til. 2. Þess vegna reynir hann að sanna, að enginn guð sé til. 3. En vegna þess, að hann getur ekki sannað, að guð sé ekki til, trúir hann, að enginn guð sé til. Hann verður J>vf að segja : ÉG TRÚI, að enginn guð se til. Það er ekki úr vegi að vitna til hins mikla spekings Aristotelesar, en hann sagði : Að bjoða manninum upp á það, sem ekki nær út fyrir hið mannlega, er að svíkja manninn. Guðleysinginn er einn þeirra manna, sem að áliti spekingsins lætur blekkjast, þ. e. sér ekkert annað en malbikið, sem hann gengur á. Guðleysinginn hefur að eigin áliti mörg tromp á hendi, er kristindém ber á góma. Sumir leita a náðir vísindanna, hengja sig í orð skamm- sýnna og éráðvandra vísindamanna og gerá aukaatriði að aðalatriðum, og út- básúna lönj;u úreltar vásindakenningar. En biblian er ekki visindarit og henni er ekki ætlað að taka opinbera afstöðu til síbreytilegra vásindakenninga. Til skýringar tek ég eitt dæmi : í útvarpinu mátti heyra mann nokkurn likja j;uði við rafmagnsheila. Útkoman varð su, að væri guð jafnfullkominn og rafmagnsheili, ætti hann að geta svarað öllum bænum jarðarbúa á skömmum tíma. En væru verur á öðrum hnöttum, gæti guð slikt alls ekki, þvá að fullkomnari rafmagns- heilar væru ekki til. (Tilv. lokið. ) Ef umræddur maður hefði verið uppi fyrir nokkrum árum, hefði guð ekki att að geta svarað neinum bænum, þvi að rafmagnsheilar voru ekki til, hins vegar ætti guð áreiðanlega að geta svarað bæn- um íbúa annarra hnatta eftir nokkur ar, þvú að tækninni fleygir fram. Slákir menn eru í eigin augum miðja alheimsins. ÞÓ að hlutverk biblíunnar sé annað og meira en að vera kennslubék í náttúru-

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.