Skólablaðið - 01.12.1964, Side 10
72 -
visindum, getum viÖ ekki sagt, aÖ hun
sé ovisindaleg. Sa, er ritaði jolaguðspjall-
iÖ var einmitt ví’sindamaður, læknirinn
Lukas. Þeir er rannsakað hafa rit hans
a frummálinu ( grisku) hafa fundið náinn
skyldleika, m. a. 1 orðalagi og sjúkdoms-
greiningum, með læknisfræðiritum frá
sama tima.
E>ó að menn hafi 1 havegum sannleiks-
ást Ara fróða, þá gefur upphaf Lúkasar-
guðspjalls ekki minni astæðu til sömu
hugmynda um Lukas.
IV. Ben HÚr
Rithöfundurinn Lew Wallace var guð-
leysingi. Þess vegna akvað hann að rita
bók, sem grundvölluð væri á sönnum
heimildum, til að sýna fram á ósannindi
biblíúnnar. Hann hóf gagnasöfnun af
miklum móð, sat langtímum saman á
bókasöfnum, las og grúskaði. Hann ferð-
aðist milli góðra bókasafna og rannsak-
aði skýrslur og handrit frá þeim tíma,
sem sagt var, að Kristur hefði lifað á,
og athugaði nútíma rannsóknir. Loks eft-
ir nokkur ár hóf hann ritstörfin. Ritun
bokarinnar miklu, er skyldi syna heimin-
um fram á fals og blekkingar, fletta ofan
af lyginni, en leiða sannleikann 1 ljós.
Wallace var einlægur, hann lét ekki
stjórnast af óheilbrigðri niðurrifshyggju.
Nei : burt með lygina, en fram 1 ljósið
með sannleikann. Byrjunin gekk vel,
hann ritaði kafla eftir kafla og var satt
að segja ánægður með árangurinn - þar
til smám saman hann fór að uppgötva,
að hann var hættur að láta stjórnast af
sannleiksleitinni. Hvernig gat hann virt
að vettugi öll þau skjöl og handrit, sem
hann hafði handa milli? Hann sannfærð-
ist loks um það, að það eina, sem mali
skipti, var trúin á Jesúm Krist. Fæðing
hans, dauði og upprisa urðu veruleiki
fyrir honum. Þar með var hinn trausti
grundvöllur, að þvú er hann hafði haldið,
hruninn, hann hafði byggt á sandi. Hann
hætti þó ekki við ritun bókarinnar, en
hélt áfram samkvæmt sannfæringu sinni,
og þess vegna höfum við bokina, sem
hefur farið sigurför um vúða veröld -
BEN HÚR.
V. Vangaveltur - opinberun
Tilhneiging manna til að breyta og
hrófla við kristindóminum á einhvern
hátt er afar mikil. Menn nema eitt og
annað brott og bæta svo gjarnan ein-
hverju gáfulegu inn 1 fra sjálfum sér og
leggja þau orð jafnvel guði 1 pnunn. Sum-
ir segja, að kristindomurinn se úreltur,
hæfi ekki nútímamanninum og samrýmist
ekki nútímanum. Þetta hafa menn sagt
á öllum öldum, þvú að alltaf hafa verið
til "nútímamenn", og efa ég að slikar
viðbárur séu lagðar fram að athuguðu
máli.
Enn aðrir vilja sameina öll trúarbrögð
1 einn graut ( synkretismi). Fella súðan
inn 1 smar eigin skoðanir a hlutunum og
segja: svona vil ég hafa það, og um
bibliuna : ég vil ekki hafa hana svona,
heldur svona, rett eins og við værum að
leika okkur að dúkkum, en ekki að nema
það, sem guð hefur opinberað. Svo
skammt eru menn komnir fra skurðgoða-
dyrkun, að þeir halda, að þeir geti búið
guð til eða sagt honum fyrir verkum.
Kristindómur er að verða loðið hugtak.
Kristur er lifæð kristindómsins.
Kristin kirkja boðax1 frelsi, gleðitiðindi,
sem öll snúast um Krist. Hættan liggur
í þvú að hætta að boða Krist, sem guðs-
son, skera á sjálfa lííæðina. Ef Kristur
er ekki þungamiðjan, vald hans til að
fyrirgefa syndir og guðdómur, þá þarf
hér ekki að vera um kristindóm að ræða.
Ef Kristur er látinn sitja á hakanum,
eins og léttvægt aukaatriði, en þess í
stað boðaðar vangaveltur manna um lúfið
og tilveruna, þá er hér ekki um að ræða
lifandi kristindóm. Yangaveltur manna
kunna áð vera á ýmsa lund, en vesælir
þjónar hnoða hismi utan um perlu og
hin fögru guðshús verða stundum eins og
kalkaðar grafir, það er talað um daginn
og veginn, fegurð jarðar, landbúnað og
fiskveiðar og auðvitað rætt á skilnings-
rikan hatt um vandamal æskunnar, ájól-
um um skepnuhald og dýrin í fjárhúsinu,
á páskadag um hve hættulegt sé að kvik-
setja menn o. s. frv. Það lítur út fyrir
að sumir haldi, að kirkjan sé eins og
"koppur, sem allir mega pissa i".
Siðfræði kristindómsins er fögur og
haleit, en hún á sér hliðstæður í öðrum
truarbrögðum. Þess vegna halda sumir,
að kristindomurinn sé aðeins grein á
sama meiði og öll önnur trúarbrögð, ein
leiða að sama marki ( synkretismi ). En
siðfræði kristinnar trúar er alls ekki