Skólablaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 11
- 73 -
einkenni hennar.
Það, sem skilur kristindóm frá öllum
öörum truarbrögöum er :
Guð varð maður, hann kom fyrst til
móts við manninn, og hann leitar hvers
einasta manns, þvi að hans vilji er, að
ALiLIR verði hólpnir, og þeir, sem það
verða, verða það ekki vegna eigin verð-
leika, heldur : Af NÁÐ eruð þer hólpnir
orðnir FYRIR TRÚ, og það er ekki yður
að þakka heldur GUÐS_ GJÖF, sagði Páll
postuli. Og nú spyr eg : Hvað er náðar-
boðskapur, ef ekki þetta? Hvernig getur
slikur kærleiksboðskapur samrýnst þeim
truarbrögðum, sem segja, að maðurinn
verði hólpinn fyrir eigin verk? Hver
eru viðbrögð þín við þessu kjarnaatriði?
VI. Útbreiddur faðmur
Afkristnun Evrópuþjóða er bláköld
staðreynd. Skýrslur sýna, að tveir af
hverjum þrem kristinna stúdenta, sem
koma frá vanþrouðum löndum til háskóla-
náms i Evrópu, snúa heiðnir heim.
Þannig er ástandið. Og menn segja : Við
hendum gufuvólunum og smáðum nýtúzku-
legri og fullkomnari velar i staðinn, hvi
skyldum við ekki gera slúkt hið sama við
hið gamla siðferði og trúna?
Guð þeirra er efnið.
Svo finna menn upp nýjar velar og henda
gufuvelunum og ætlá síðan að fara eins að
með kristindóminn, varpa honum fyrir
borð og syngja sigurljóð. En eitthvað am-
ar að -risinn fer að titra, hann stóð aðeins
á leirfótum-. Mönnum hafði gleymzt að
koma með eitthvað haldgott í staðinn og
allt lendir 1 handaskolum. Þá kemur einn
djúpvitur spekingur og segir þetta, annað
kveður það niður og segir hitt, og svo koll
af kolli.
Þegar svo er komið, að sannur kristin-
domur fer að heyra til liðinni túð, þurfum
við þá að undrast þótt spurt sé: Hvað
varðar mig um guð, jafnvel þótt spyrjandi
sé skárður, fermdur og ef til vill giftur 1
kristinni kirkju?
Við höldum, að allt snúist um okkur,
jafnvel guð. Þess vegna er þessi afstaða
röng, alveg eins og fornmenn heldu, að
jörðin væri flöt og miðja alheimsins og
tungl, sól og stjörnur snerust kringum
hana. En nu brosum við að því*, hve favis-
ir þeir voru, eða vegna þess, hve þekking
þeirra náði skammt, og enn eimir eftir af
kenningum þeirra, eða hvernig getur nokk-
ur verið svo óvisindalegur að segja, að
sólin komi upp og eigi það jafnvel til að
setjast?
Þannig er lífið, hvert mannslíf eins og
dropi 1 hafinu, en þc svo dýrmætt, jafnvel
svo, að þótt fáeinir dropar gufi upp er allt
lifandi mannkyn harmi lostið.
En yfir öllu rúkir guð og honum er annt
um okkur, þess vegna fæddist Kristur,
hann var sendur, ekki til að lifa sjálfum
sér, heldur til að deyja. Hann var ekki að-
eins líítið og veikbyggt barn, sem sameinar
hugi okkar á jólunum.
Við höfum séð hann fyrir okkur á hverj-
um jólum, lítið barn, sem breiðir út faðm-
inn, jafnt mót dýrunum umhverfis, sem
móður sinni og vitringunum frá Austurlönd-
um - við sjáum hann síðar með útbreiddan
faðm, hangandi á tákni kristinna manna,
tilneyddur mannanna vegna, guðssonur á
krossinum.
Gleðileg jól.
Gunnar Kristjánsson 6.-X
?|c Ý >1« '1< Ý >|c jfi >jc .Ý >|c >): >|c >|c Ý
SIGURKARL ( hughreystir ráðvilltan
nemanda í stjörnufræðitíma) :
- Vinur minn, þetta er allt f áttina,
hm, en bara f öfuga átt.
>ÍWc>|o|cÝ>lc
JÓN JÚL. tekur dæmi um notkun lh. nt.
í íslenzku :
Ég mætti sofandi manni á götunni
í gær.
>Jc >|c >Jc >Jc >{< >Jc >Jc >Jc >Jc
Ó.M. 0. þýðir í þýzkutíma :
Das Pferd nickte mit dem Kopf:
- Hesturinn kinkaði kolli.
og r
Zuerst tauchte es ( das Pferd ) nur
seine Lippen hinein :
r fyrstu fitjaði hesturinn aðeins
upp á trýnið.
>Jc >[c >[c >Jc >Jc >Jc >Jc >Jc >|c >Jc >Jc >|c >Jc >]c >Jc >{c >Jc >{c >Jc >Jc >[c >Jc >Jc >Jc >Jc >Jc >Jc >Jc >Jc >Jc