Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1964, Síða 12

Skólablaðið - 01.12.1964, Síða 12
jón Örn Marinósson FYRRA TILBRIGÐI: í morgunsárið híma tólf karlar hjá kofanum. Hár úfiÖ og blautt, augun þrútin, föl andlit, og þeir tvástíga í hrá- slaga dagsins meÖ hendur 1 vösum. Fíngerður rignin^arúði setur yfirborð sjavar smáum dilum, og máfar lona á hafinu 1 leit að æti og líkjast ohreinum snjoboltum, þar sem þeir vagga á öld- unni. Landið er skuggsjá morguns, kalt og guggið, en fjarlægðir ekki til framar. Skil millum sjavar og sanda eru máð. Himinn grúfir yfir, en stundum hnýtur hann um hæstu tinda og seytlar niður hlíðina eins og þeyttur rjómi, sem flóir út úr skál. Báran sogast að og sogast frá, en löðrið kyssir fjörugrös og þang. Svefnhús mókir við marbakka, langt og gratt, með opnum gluggum á austur- hlið, sem það andi að sér fersku lofti eftir nóttina. Tunnustæði þar vestur af, og yfir það strengdur strigi, sem nú er þakinn ljósri, vatnstærri slikju. Skammt frá stendur kofinn, og hjá honum tólf hrollandi menn í leirugum stígvélum. Þeir bíða tímans, tíminn er rakur, og tif klukkunnar eins og létt fotatak regn- dropa. Hurð er lokið upp á bragganum, og maður birtist í dyragætt, svo einsamall, þar sem hann ber við gráan vegg, að neinn mun trua hann eigi skugga í sól. Maðurinn þefar af morgninum, opnar betur, og nu sest hann allur, lágvaxinn, þéttholda skapnaður og styðst við staf, þvú annar fotur hans er undinn um hnéð. Hann er klæddur grænni úlpu ogj hefur lagt hettuna yfir rautt, flókið harið, en undir rjátlulegum löfum grillir 1 bláar vinnubuxur. Hinir tólf líta til skálans. Svipur þeirra stirðnar 1 logni og regni. ósjálf- ratt setja þeir á sig vettlinga. - NÚ, þarna kemur helvítið^ann Gvendur kommandör ! Þeir hlæja. Gvendur kommandör nemur staðar í tröppunum. Hann svipast eftir stígvéli, bograr við þetta brot stundar, en kjagar svo hikandi til kofans. Hann dregur TILBRIGÐI UM STEF

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.