Skólablaðið - 01.12.1964, Side 13
- 75 -
fæturna hægt eftir mölinni, og brestir 1 stafnum. Slo6 hans er eins og djúpt hjólfar
1 aurinn. - - -
- Drottinn minn, herna hangiö þið þá, og löngu kominn tími til að vinna.
Er eitthvað að ?
Gvendur kommandör stendur gegnt tólf mönnum, sýgur í nefið og glapir á þa.
Þeir bjóða góðan dag og tuldra um rigningu. Hann hvessir blá augun. Þessi litli
maður 1 grænni úlpu.
- Ha ? Klukkan er hálf átta. Ég endurtek: Hálf átta. Á mínútunni hálf átta.
Drottinn minn, og þetta segi eg, og þið gónið bara eins og fifl.
Hann veltir vöngum.
- Er eg eitthvað furðuverk, eitthvað skríþi, ha? Ja, mór er nær að halda það.
Þeir líta hvor til annars, brosa, og sumir halla sór að steyptum veggnum,
horfa á stóttina og sparka smasteinum.
- Er eg eitthvað, sem hægt er að glápa svona heimskulega á ? Hvenær áttuð
þið að byrja að vinna? Vitiði það?
Hann þagnar og væntir svars, en þeir anza engu.
- Drottinn minn, hvaða grátbölvuð lympa er 1 ykkur !
Þeir slá ser til hita.
- Þið áttuð að byrja klukkan tuttugu mínútur yfir sjö. Á slaginu, heyriði það,
á slaginu tuttugu mínútur yfir sjö.
Bergur klumpur drepur tittlinga framan 1 Gvend kommandör.
- Stendur það 1 samningunum?
- Drottinn minn, en sú spurning! Vitanlega er það 1 samningunum. Samþykkt
á síðasta aðalfundi og signerað. Ég endurtek: Signerað af öllum formönnum verka-
lýðsfélaga á Norður- og Austurlandi. Hvorki meira ne minna. Tuttugu og þrjú fé-
lög, fimmtán fulltrúar og formenn, einn með fyrirvara. Hann ræskir sig, andlitið
tognar, hvelfist inn, en augun smjúga undan loðnum brúnum.
- Þer hafið gott minni, segir Ólafur guðslamb, jamm, frábært minni vildi eg
meina.
- Það þarf ekkert minni. Bara dugnað, áhuga og aftur dugnað.
- Afsakið, eg meinti dugnað.
- Storkun, ekkert nema storkun. ÞÚ ættir heldur að þegja, ólafur. Drottinn
minn, kjafturinn á ykkur. Gvendur kommandör stynur þungt og bandar í litilsvirðingu.
- Þer farið þá eftir samningunum, spyr Bergur klumpur.
- Huh, alltaf þetta eilifa, helvítis nöldur um samninga. Auðvitað. Auðvitað
fer eg eftir lögrúmtaki þessarar samningsvellu. Hvað annað? Nu er klukkan rum-
lega hálf átta. Er þetta nokkuð vit? Haldiði, að þið getið bara legið 1 leti, leikið
ykkur. Nei. Ég endurtek: Nei og aftur nei.
Gvendur kommandör slær stafnum i tunnu. Hun veltur um koll og kastast
fram bryggjuna. Hinir tólf horfa sljóir eftir ámunni. Þeir híma • aðgerðalausir með
fingurna 1 köldum vettlingum og tvrstíga á stóttinni. Dynkir bergmála frá veggjum
kofans, tunnan veltur enn. Gjarðirnar skrölta, hún fer utar, og að lokum steypist
hún fram af planinu, en máfarnir reka upp skræki, taka til vængja, sveima hærra og
hærra og vinda lítil höfuð 1 undrun og hræðslu.
Fjöllin hinum megin rekur brottu. Aldan er döpur, en himinninn eins og