Skólablaðið - 01.12.1964, Qupperneq 14
- 76 -
ísmoli, sem er að bráðna.
- Hvers vegna lenti hun 1 sjónum, spyr Gvendur kommandör.
Þeir yppa öxlum.
- Hvers vegna, ha? Getur enginn opnað ginið? Hann þokar sér nær þeim
og vætir þurrar varir.
- Ég veit, hvers vegna. Þið kærðuð ykkur ekki um að stoppa hana. Nenntuð
beinlínis ekki að hreyfa ykkur. Það var bara sjálfsagt, að hun færi i sjóinn, sykki
til botns, oná sandinn, græfist i sandinn. Þusúnd krónur í sjóinn. Heill sólarhring-
ur beint 1 sjoinn. Þusund krónur, einskisvirði. Hefðuð þið ekki þegið þessar þus-
und kronur, peningasálirnar ?
- Þer báðuð okkur alls ekki um að stoppa hana, segir Jakop hvítur, hávax-
inn, ljóshærður sláni i gulum regnstakk.
- Bað eg ykkur ekki að stoppa hana, æpir Gvendur kommandör.
- Nei, þer sögðuð ekkert.
- Sagði eg ekkert ?
- Nei, ekki eitt aukatekið orð.
- Þurfti ég endilega að segja eitthvað?
- Þvá ekki það. Þér virtust bara ekki taka eftir, að tunnan valt um koll og
1 sjoinn. Þér voruð utan við yður, að ég held.
- Var eg utan við mig, ætlið þér að segja mér........ Gvendi kommandör
svelgist á 1 miðri setningu.
- Ja, ég hélt bara. .....
- Nei.- Ég endurtek: Nei. Ég vissi vel, hvað gerðist. Það var ekki ör-
grannt, að ég vissi of mikið. já. Einum of mikið.
- Má vera.
- já, það má vera. Gvendur kommandör stikar stórum, slær stafbroddinum
í steininn, og daufir skellir deyja í morgunkyrrð.
- Bað ég ykkur ekki að stöðva hana. Drottinn minn, þarf að skipa ykkur
alla hluti. Hvern einasta smásnuning. Hvert andskotans fitl og dund. Ha? Eruð
þið ekki upp á kaup. Gott kaup. Allt of gott kaup.
- Þér sögðuð fyrir stuttu, að við ættum aðeins að hlyða skipunum yðar,
hvíslar Bergur klumpur kersknislega.
- Bara þeim, áréttir Ólafur guðslamb.
- Engu öðru, segir Jakop hvítur.
- Hártogun. Allt saman hártoganir. Eiliít helvítis þvaður! Þegar þið sjáið
tunnu velta í sjóinn. Drottinn minn og fari það bölvað. Heil tunna. Beint í sjóinn.
Þusund krónur í sjóinn. Verða salt. Eintómt salt. Stígvélin dansa, hnéð mænir
skáhallt ut í loftið, hermir vart hreyfingar mannsins, en hleypur eftir þeim.
- Hlýða skipunum, huh. Hvenær ætli þið hlýðið skipunum? Þið ! Gvendur
kommandör hlær.
- Og hvað er klukkan nuna? Ha? Vantar tuttugu mínutur i átta. Heilar
tuttugu mínutur i átta, og þið ekki byrjaðir að vinna. Tuttugu mínutur til einskis.
Út i buskann. Orðnar að engu. Hann reiknar ábygginn á svip.
- Það gerir hvorki meira né minna en tólf krónur fjörutíu og fimm og það