Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 15

Skólablaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 15
77 - sinnum tólf, sinnum tólf. Ekki einu sinni, heldur tólf sinnum tólf fjörutíu og fimm. Þögn. - Heilar hundrað og fimmtíu krónur. Ég endurtek: HundraÖ og fimmtíu krónur. ÞaÖ er nú það. Haldiði, að fyrirteekið hafi efni a að fleygja 1 ykkur hundr- að og fimmtíu krónum fyrir ekki neitt. Gersamlega ekki neitt. Hreint út sagt ekki nokkurn skapaðan hlut. Barasta gefið ykkur þessar mínútur. Jakop hvítur snýtir ser 1 vettling. - Mig minnir, að þer hafið einhvern tíma sagt, að planið þyrfti ekki að kvarta. Allar pyngjur fullar. - Ég hafi sagt ! Gvendur kommandör slær hettuna niður með snöggri hreyf- ingu og strýkur rautt, úfið harið. - Þer fullyrtuð, að útlitið væri gott, næstum stórkostlegt. - Ja, dasamlegt, tistir í ólafi guðslambi. - Það er nú nokkuð langt síðan, tautar Gvendur kommandör afsakandi. Bara helvííti langt. - Var þetta kannski vitleysa i yður? - Alls ekki, drottinn minn, alls ekki. - Hvað þá ? - Hvað þá! Gvendur kommandör kreppir hnefa og horfir þóttalega á hópinn. Þa var bara fiskur í sjónum. Fullt af fiski. Torfur út með öllum firði og langt út a haf. Sjórinn var bókstaflega of fullur. Bátarnir sukku herna upp við bryggjuna, hreint og beint hurfu, ekkert eftir nema áhöfn og gúmmíbátur, allt annað þurrkað ut, Solarhringurinn var fjörutíú og átta klukkustundir og dugði ekki til. Ha? Það var allt annað lííf. Hann skálmar um stettina, hreytir orðum eins og smásteinum, en hettan dýjar á kýttum herðum. - En núna. Drottinn minn og fari það kolbölvað. Ekki branda í sjónum, hvorki uggi ne sporður. Sjórinn er tómur, galtómur. Maður gæti haldið, að vatnið væri eitrað. Þeir finna ekki líf á miðunum. Allir bátar inni. Bærinn flytur i brennivíni. Ha? Með hverjum drekkið þið á kvöldin? Sjómönnum, er það ekki? Hvers vegna þurfiði alltaf að gubba á morgnana? - Kemur yður nokkuð við, þó eg skvetti 1 mig stöku sinnum? - Ekkert annað en það, að þú getur ekki unnið daginn eftir. Þið drekkið eins og brjálaðir menn og eruð aumingjar, unz þið komizt 1 brennivín aftur. Haldiði, að fyrirtækið hafi efni á að hygla drykkjusjúklingum ? Ykkur er ekki nóg að eyði- lcggja ungar stúlkur á kvöldin, ha, heldur líka sjálfa ykkur. Drottinn minn, en sa lýður. - Ég ligg aldrei konum, hvíslar Ólafur guðslamb, ég neita þessum ásökunum, þessari einlægu lítilsvirðingu. Ég er engin skepna. Ég geri bara eins og aðrir. - Og ert skepna, ræfillinn þinn. Gvendur kommandör otar stafnum að ólafi. Éj; skal lúka fræða þig á þvú, að ég leyfi mér að ásaka og lítilsvirða hvern sem er. Ja. Ég endurtek: Hvern sem er. Ég spyr engan. Sem maður, frjáls maður, hef eg rétt til að kalla þig skepnu, ef mér sýnist, bara, ef mér sýnist. Hinir tólf eru þreyttir að standa við kaldan vegg kofans. Þeir setjast á tunnur, hlaða af botnum, og sumir taka upp sxgarettu og blása reyk 1 myglað loftið. Jakop hvíítur röltir afsúðis, snýr gleiðklofa að þeim baki, en Gvendur kommandör horfir agndofa á viðbrögð þeirra.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.