Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.12.1964, Side 16

Skólablaðið - 01.12.1964, Side 16
- 78 - - Það er svo sem hægt að ögra yfirmanni sínum með því að pissa beinlínis framan 1 hann, ha? Drottinn minn! Jakop hvítur brosir álútur, lokar buxnaklauf og sezt þegjandi á salttrog. Gvendur kommandör bölvar, skvapkennt andlit hans þrútnar af reiði, og hann fórnar höndum í örvaentingu. - Til hvers eruð þið herna? Þeir anza engu. - Til að vinna, guð minn góður, til að vinna og aftur vinna. Þið fáið þó svitann borgaðan 1 peningum, miklum peningum, of miklum peningum. Peningar eru einhvers virði, er það ekki? Hann sýpur hveljur eins og mælskan se honum ofviða. - Fáiði ekki nógan svefn, ha? Alltaf blundandi, dottandi hingað og þangað. Þið haldið þo ekki, að þið fáið peninga fyrir að sofa. Nei. Ég endurtek : Nei. Her er engum ætlað að sofa. Her eiga menn að vinna, dag og nótt, sýknt og heilagt, og vera anægðir um leið. Ekki þetta eilíifa andskotans nöldur og þras út af engu. Eruð þið kannski sveltir? Alltaf þessir kaffitímar. Kaffitími og aftur kaffitími, og enn kaffitimi, allt of langir, einum of langir. Fáið nógan mat, við mokum 1 ykkur mat. Ég skal bara segja ykkur það, ef þið horizt herna, þá er það ykkur sjálfum að kenna. Ég endurtek: Ykkur sjálfum að kenna. já. Þetta kvennafar, brambumbolt á næturn- ar og brennivin. Haldiði, að það se fitandi, að svitna undir fiðursængum niður f bæ? Ha? Drottinn minn, og nú er klukkan fimmtán mínútur í átta. Hvorki meira ne minna. - Haldið þór, Gvendur kommandör, að við seum einhverjar skepnur, sem þer getið pustrað og barið eins og yður sýnist. Blátt áfram maskíhur, sem þer setjið 1 gang. Bergur klumpur slær rokna högg 1 tunnubelg. - Við erum menn, kallar ólafur guðslamb hvellróma, lifandi menn. - Já, lifandi menn, ekki maskínur, heldur menn, árettir Bergur klumpur. - Huh, þið menn. Gvendur kommandör hlær hæðnislega og hrækir á planið. Verkamenn, jú, það eruð þið, En ekki annað, ekki vitundar ögn annað. Peningaþyrst dýr, vitlausir i peninga, lifið fyrir peninga, og við höfum peningana, við höldum 1 skottið á kettinum. - Einmitt, þetta er þá yðar skoðun, skrækir ólafur guðslamb. En eg skal segja yður 1 fyllstu einlægni, að við lítum öðruvási á málið. Hann gýtur hornauga til felaga sinna. - Nu, hvað þá, hvæsir Gvendur kommandör. - Við komum hingað til að vinna sómasamlega og réttmæta vinnu, en ekki til að þræla fyrir yður og yðar kenjar, ef þer vilduð gera svo vel. - Og kalliði þetta að þræla, ha? Hinir tólf hlæja lágt, og sumir hafa gleymt, að þeim er svolítið kalt enn þá. - Það virðist, sem þer hafið aldrei þurft að vinna, segir Jakop hvítur, þar sem hann situr á salttroginu. - Þetta segirðu upp í opið geðið á mer, að ég hafi aldrei unnið, drottinn minn ! - Ég sagði, að mór virtist að...... - jú, væni minn, eg hef árum saman stritað fyrir aðra. Ég endurtek: Árum saman þrælað fyrir aðra. Guð minn góður, að láta svona vitleysu út úr sór, og það þú. - Ég leyfi mer að efast, tautar Bergur klumpur. - HÓr þarf enginn að efast. Gvendur kommandör lyftir bækluðum fætinum. Þessi fótur er til vitnis um það, að eg hef unnið. Hvenær ljúga vitni? Ha? Hver

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.