Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.12.1964, Qupperneq 18

Skólablaðið - 01.12.1964, Qupperneq 18
- 80 - manns. Bergur klumpur sparkar í síðu hans, þeir þvinga hann til aÖ snua við og draga hann nær hópnum, sem bóður þögull og kyrr. Gvendur kommandör froðufellir, spyrnir gegn, en plankar skreipir vegna bleytu, og saltbjóð og fötur skoppa undan þeim eins og óttaslegnir kettir. Loks nema þeir staðar andspænis hinum tíu, sveitt- ir og samanbitnar varir. Jakop hvítur glottir og þokar sór nær Gvendi kommandör. - Þer eruð ekki byrjaðir að vinna. Hvernig getur staðið a þessu, að þer slæpizt bara um og danglið 1 spýtur með stafnum yðar. Vitið þer ekki, að fyrirtæk- ið þolir varla 'þetta. efnahagslega álag, að menn skuli hanga iðjulausir á planinu, og klukkan orðin atta. - Skepnur, djöfuls þorparar, rymur Gvendur kommandör. - Ha, hvað sögðuð þór. Vilduð þér vera svo vænir að endurtaka. - Ég sagði skepnur, djöfuls þorparar, mannhundar, öskrar Gvendur kommandör ut um skítuga fingur, er þvælast fyrir vörum hans lákt og rimlar 1 fangelsisglugga. - Fallega hugsað, mjög fallega hugsað. Ég endurtek: Mjög fallega hugsað, hermir Jakop hvítur hæðnislega. - Drottinn minn, hvað þetta var fallegt, gellur ólafur guðslamb. - Djöfuls skítmenni, þetta skuluð þið fá borgað, já, táfalt borgað. Þið ættuð að skammast ykkar, skammast ykkar, skammast ykkar, skammast ykkar! - Nei, ætlið þór að punga ut peningum, kalla nokkrir. - Ekki nízkir lengur! - Ætlið bara að borga okkur. - Drottinn minn, hvað kemur til? - Uss.uss, uss, hastar Jakop hvítur og bandar hendi. Engin læti. Hvaða ókurteisi er þetta! Auðvitað þiggjum við greiðslu yðar með mikilli ánægju. Við verðum mjög þakklátir. Hann skipar ólafi guðslambi að sleppa takinu. - Hvenær hafið þer hugsað yður að borga? - öllum borga eg, það skuluð þið vera vissir um. - Auðvitað borgið þór öllum, hvað annað! - Ég vildi eg gæti ótið tunguna ur kjaftinum á þer. - Til lukku, það verður yndisleg máltí"ð. - Það efast eg um, hvæsir Gvendur kommandör, en blóð vætlar niður hökuna. - Áreiðanlega fást einhverjir til að hjálpa yður að kasta upp, ef til þess kæmi. - Varla þu. - Þvá ekki? Hjálpið þeim, sem bágt eiga, stendur 1 biblíunni. - Þu guðlastar, helvítið þitt. - Ætli þu hrökkvir mikið við. - Hvenær fórum við að þáast? - Afsakið, eg gleymdi mér. Ég bið yður að auðsýna umburðaræði þeim dóna, er dirfist að þua yður. Jakop hvítur hneigir sig djupt. - En hvað segið þer um að borga á sunnudaginn kemur? - Ég borga, þegar mer sýnist. Ég endurtek: Þegar mer sýnist.

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.