Skólablaðið - 01.12.1964, Side 19
- 81 -
- Auðvitað ráðið þer þessu sjálfur. Hvað ætli það komi okkur við ?
Jakop hvítur strýkur rautt, flokið hárið á höfði litla mannsins.
- En hvað þár hafið mjukt og fallegt hár!
- Ég vildi eg gæti hrækt framan í þig, hundurinn þinn.
- Nei, þer segið ekki. En það getið þér barasta ekki, en hver veit, nema eg
geri það.
- Þu rett ræður. . . .
- Að sjálfsögðu, vinur minn.
Jakop hvítur brosir, starir þögull á Gvend kommandör, og snögglega hrækir
hann 1 andlit bækluðum manni, en spýtan lekur niður vanga hans líkt og köld súpa.
- Sóði, öskrar Gvendur kommandör, lostinn skelfingu og undrun.
- Að sjálfsögðu, vinur minn. Jakop hvítur hlær og hverfur millum felaga sinna.
- Drottinn minn, þu hræktir framan i mig, hræktir!
Ungur piltur með liðað hár og rjóðar varir röltir kæruleysislega til Gvendar
kommandö r s.
- Þu láka, þitt helvíti, urrar Gvendur kommandör og reynir að snua ser undan.
Pilturinn skyrpir.
- Og eg láka, kallar roskinn maður, ryðst gegnum þvöguna, hrukkar enrdð og
spýtir.
- Djöfuls hundarnir ykkar ! Soðar! Viðurstyggilegir ! Ég endurtek : Soðar !
Skepnur! Gvendur kommandör kiprar augun. Þokan drekkir kveinum hans.
Skip þeyta horn á firðinum, bláum og djupum. Fjöllin varpa langdregnum
tónum, er sogast inn 1 sjálfa sig og kvikna ekki framar.
Einn eftir öðrum ganga mennirnir að Gvendi kommandör, glotta og hrækja, en
rauðþrutið andlit hans er löðrandi í munnvatni, og tóbaksmettuð froðan seytlar hægt ofan
kverkina.
mígi ! ! !
Djöfullinn eigi ykkur alla saman, mígi á ykkur alla saman, já mígi, mági, mígi,
Hann klökknar, en sölt tár og brun slepja verða eitt.
Ég skal klaga ykkur, klaga ykkur alla saman, snöktir lítill maður i grænni ulpu.
Sko, hann grenjar!
Nei, hver andskotinn, er kommandörinn þó ekki farinn að væla.
Ju, eg sé ekki betur.
Eigum við ekki að kalla á mömmu hans.
Ju, náið 1 kellinguna.
Kellingin klappar honum á rassinn og segir honum að vera góður drengur.
Su held eg verði uppskveruð 1 rassvasanum.
O, hun má ekki láda lidla guttið sidd dáda dona migið.
Ætli kellingin sé ekki 1 ruminu.
Ekki næ ég 1 hana. Fýlan, maður!
Látum hann bara gráta. Hann getur klagað fyrir kellingunni á eftir.
Mer þætti samt gaman að sjá hana klappa honum.