Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.12.1964, Page 21

Skólablaðið - 01.12.1964, Page 21
- 83 - ÁRLA i desember for útsendari Skóla- blaðsins þess a leit við þjóðskáld þriðja bekkjar, Rúnar Ármann Arthúrsson, að hann fellist á að ræða fáein orð við blaðamanninn. Skáldið tók þeirri umleit- an vel og eftirfarandi dictatio er svo til orðrett frá hans eigin vörum. Þo þykir tilhlýðilegt vegna þeirra, er ekki kannast við manninn, að kynna þennan fádæma snilling með nokkrum orðum. Er ritnefnd h'óf fundarhöld 1 oktober- byrjun vakti það eftirtekt meðlima, hve fulltrui þriðja bekkjar, Óttarr Guðmunds- son, kom ætíð vel birgur að efni a fundi. í ljós kom hins vegar, að ritsmí’ðar áttu að mestu leyti ætt sína að rekja til eins manns, nefnilega Rúnars Ármanns Arthúrssonar. Við lok októbermánaðar höfðu borizt 1,85 kg af póesi og 0, 8 kg af prósa frá Runari og um miðjan nóv- ember 2, 01 kg af póesi og tæplega 3 pund af prósa ; \ allt 3, 86 kg af kveð- skap og 2, 3 kg óbundið mál, eða sam- tals 6, 26 kg. Af þessu hafa verið birt 306 g. Svo mikið þótti ritnefnd til þessa afkastamikla pilts koma, að ákveð- ið var að fá að ræða nokkur orð við hann með ofangreindum afleiðingum. Þriðjuda^skvöld fyrst í desember. Borgin er í hvitu fötunum og Tjörnin er lögð. Við Iþökudyr hittast blaðamenn- irnir og stuttu síðar kemur Rúnar aðvúf- andi, í* gallabuxum, bitulsskóm og með bítulsgreiðslu. í hægri hendinni heldur hann á skóm með handfangi á ilinni. Seinna kemur x ljós, að þetta eru skaut- ar. Þumalfingur vinstri handar er \ buxnavasanum, en hinir lafa niður eftir skálminni. Manni detta James Bond og Poul Mc'Cartney í hug. Eftir kveðjur og nauðsynlegasta kurteisishjal ókyrrist Rúnar, kveðst ætla á skauta o^ spyr hvort ekki se bezt að koma ser að efn- inu. Blaðamennirnir bregða við og fyrsta spurningin smýgur \ gegnum loftið. . . a) Hvar og hvenær fæddist þú, RÚnar ? "---SP'‘ b) Hvar ólstu upp ? a) Fæddur er óg \ Reykjavík, seint í nóv- ember, milli þess 19. og 20, ( þó heldur nær þeim 20, ) árið 1947. b) Fram að fermingu ólst eg upp \ Vest- urbænum og stundaði oknytti, svo sem við á (feðrum \ gamla Vesturbænum er her með bent a uppruna þeirra af- brota, sem þeir hingað til hafa kennt sonum sínum um). Eftir fermingu fluttist óg \ Austurbæinn, gegn vilja mínum. Er nefnilega hugsjónavestur- bæingur inn fyrir merg. 2. sp. Hvenær fórstu fyrst að finna til skáldskaparhæfileika innra með þór? Litterara hæfileika mina uppgötvaði ég fyrst á áttunda aldursari. Siðan hefi eg alltaf verið að skrifa svona af og til. Mest hefi eg Jxó pródúserað eftir að ég hálsbrotnaði a landsprófi. 3. sp. Skrifað mikið ? Ég hefi skrifað u. þ. b. sex eða sjö ruslafötur fullar. Mestu hef eg hent, nema eitthvað um einni ruslatunnu. Blaðamaðurinn fær leyfi til að kafa on\ tunnuna og stingur hendinni niður \ hana miðja. Þar verða fyrir þessar stökur : Lýsing Allir varast ættu mi| og enginn við mer lita. En hver að hugsa um sjálfan sig og hita sinna víta. Boðskapur Ást menn gjörir goða, gæfuraunin sú. Lat ei minna ljoða lausn, þer boða trú.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.