Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 23

Skólablaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 23
RÉTT utan við markaðstorgið við eina af þessum háu, einmanalegu marmara- sulum hímír skítugur betlari og knýr hljóð ur lírukassa. Hitamollan er kæfandi, og hann vinnur verk sitt letilega og án nokkurrar sýnilegrar ánægju. Þa sjaldan hann nennir að lyfta augnlokunum ser 1 litlausar glyrnur, sem fyrir löngu eru bunar að missa áhugann á þessu lífi og þess óljósa tilgangi. - öllu fjörlegri er apinn hans. Tinandi vappar hann um og horfir kvikum augum á mannfjöldann, fylgist áhugasamur með sérhverjum atburði á torginu. Þannig hefur hann verið hlekkjaður við lárukass- ann svo að segja frá fæðingu og ýlfrað auðmjuklega 1 hvert sinn sem ölmusa hefur hringlað í krukkunni þeirra. Á torginu virðist enginn taka eftir þessum tveim ólánlegu hljómlistarmönnum. Þar er allt á fleygiferð með hávaða og skvaldri: akfeitar konur sem prutta af lífi og sál um lítinn léreftsskika; glansandi kaupmenn og áhugasamir buðarsveinar hróp- andi ut yfir torgið tilkynningar sínar; virðulegir heimspekingar, organdi börn og betlarar. Allt þetta stingur einkennilega 1 stuf við tignarlegt umhverfið : hvítan marmara og bláan himin. Úr manniðunni skerast tveir ríkmannlega bunir menn og stefna upp að sulun- um. Apinn sperrir sig, og falskir tónarnir ur lirukassanum lifna við ; það örlar jafnvel á laglínu innan um þessi framandlegu hljóð. ÞÓ virðist það ekki vekja at- hygli mannanna tveggja ; þeir ganga fram hjá og inn á milli sulnaraðanna. Þeir tala um, að nu verði þakið að koma hið bráðasta, ekki sé hægt að láta súlurnar tróna svona upp 1 loftið til einskis gagns. Þarna skuli altarið koma og þarna styttan af Hermes og þá vanti ekkert á þetta dýrlega hof - nema þakið. „ Frh. a bls. 92.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.