Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.12.1964, Page 24

Skólablaðið - 01.12.1964, Page 24
Óttarr Guðmunds son : - 86 - f ÍSLENZKUM SKÓLUM Samkvæmt einni grein stjórnarskrár lýðveldisins fslands, sem samþykkt var á Þingvöllum 17. juni 1944, njóta allir þegnar þessa eyríkis þeirra mannrettinda, er nefn- ast skoðana-, hugsana-, tru- og funda- frelsi. Þetta eru þau rettindi, sem flestir einræðisherrar hafa ráðizt sem harðast gegn og talið, að fjör sinnar þjóðar lægi við því", að hun kæmist aldrei i snertingu við þessi sjálfsögðu mannrettindi. En þrátt fyr- ir hin skýlausu ákvæði \ vorri stjórnarskrá, er langt frá því* að þessi ákvæði seu haldin. Eins 02 allir vita er hvert barn á þvísa landi íslandi, skyldað til að læra kenningar, sem visindamenn þó telja hinar mestu þjóð- sögur, svo sem kenningar ísraelíta um sköpun heimsins og mar^a fleiri hluti. Þarna er ákvæðið um trufrelsi þverbrotið, þvi að með þessu er einum trúarbrögðum gert hærra undir höfði en öðrum. En slíkt athæfi þrifst undir handarjaðri áslenzkra yfirvalda, enda eru þau þekktari af öðru en röggsemi eða framkvæmdasemi i skóla- malum, sbr. öngþveiti það, er ríkir \ menntaskolamálum þjóðarinnar. Einn er þó sá þáttur skoðanafrelsis.sem sjaldnast hefur verið svívirtur að ráði \ ás- lenzkum skolum. Eru það hinar pólitázku skoðanir nemenda. En nú á þessum siðustu og verstu tímum er hægt að tala um þessa helgi \ þátúð, því" að nýlega hafa fslenzk yfirvöld gert sig að póstberum erlends stórveldis, og dreift \ gagnfræðaskólum landsins bæklingi, sem hefur inni að halda harðvítugar árásir á lifsskoðanir töluverðs hóps nemenda. Eru þetta bækur þær, sem Upplysingaþjónusta Bandaríkjanna hefur dreift \ öllum gagnfræðaskólum landsins um Bandaríkin. Með þessu athæfi er seilzt all harkalega inn á skoðanafrelsi manna, þvi að bókunum er dreift um skólana sem hverjum öðrum kennslubókum. Serstak- lejga er önnur bókin, Ágrip af sögu Banda- nkjanna, mjög áróðurskennd. SÚ bók hefur eitt motto, sem virðist vera greypt á allar siður bokarinnar. "Bandaríkjamenn eru góðir, en RÚssar vondir." Ekki ætla ég mer þá dul að bera brigður á sannleiksgildi bókarinnar, en eg ætla að segja, að slíkar aðgerðir sem þessar, sem virðast ein- göngu stefna \ þá átt að gera íslenzka æsku að halleluja hrópandi lýð, sem tekur undir mottóið áðurnefnda af hjartans sannfæring, eru mjög oviðkunnanlegar. Sem betur fer munu vúst fæstir af hinni margumtöluðu gafuðu æsku \ landinu lesa bokina, en það litla, sem eg las í bókinni, var ákaflega einhliða ároður fyrir stefnu þeirri, er Bandaríkjamenn reka \ utanríkismálum og innanlands. Um sannleiksgildi þessara fullyrðinga ætla eg mór ekki að fullyrða neitt, en margt, sem \ bókinni er látið standa, eins hinn eini mikli sannleikur, orkar mjög tvimælis. Ma sem dæmi nefna fullyrðinguna um Jpað, að Norður-Koreu menn hafi ráðizt a Suður-KÓreu menn. Þetta atriði hefur mjög verið umdeilt og hafa margir viljað segja að þetta hafi ver- ið akkurat öfugt, og einnig hefur mjög ver- ið umdeildur þáttur Sameinuðu þjóðanna \ hildarleik þeim, sem for fram austur þar. Aðgerðir Bandaríkjamanna \ Vietnam, eru þarna skýrðar sem nauðsyn til að vernda frelsið \ heiminum, þó að þær aðgerðir njóti stöðugt meiri andstöðu, jafnvel innan sjalfra Bandaríkjanna. Margt fleira mætti nefna, t. d. mjög neikvæð ummæli um for- sætisráðherra Kúbu, dr. Fiedel Castro. Er honum \ bókinni lýst sem hinum mesta skúrki, er só allsendis óalandi og óferj- andi. Um þetta eru og mjög skiptar skoðan- ir milli manna. Allar slíkar árásarher- ferðir inn á hugsanafrelsi, ber að fordæma og.tel eg það algjörlega^ofært^þegar byrjað er að reka litaðan politizkan aróður \ rikis- skólunum. Slikt er einkamal hvers og eins og það fer illa þegar skólarnir ætla ser að hafa einhver áhrif a þessar sérskoðanir manna. Þætti mór gaman að vita hvað land- inn hefði sagt, ef Danir hefðu snúið hinum illræmda bæklingi sfnum urrj íslenzku hand- ritin yfir á vora tungu, og siðan dreift hon- um \ s^kólum landsins sem hinum eina sann- leika á þvi máli.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.