Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 25

Skólablaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 25
Hallgrímur Snorrason: Sigmundur Sigfusson ritar grein 1 2. tbl. SkolablaSsins og fjallar hun um lög og lagasetningar Skolafélagsins. Þar sem. grein þessi fjallar um og skal afsanna ágæti tillögu þeirrar til lagabreytinga, sem ég var meðflytjandi að, þykir mér hæfa að virða hana nokkurs svars. Lögspakra þáttur - nafn greinarinnar - ber haðsins hljom og er sýnilegt að,höf. setur sjálfan sig skör ofar en þá menn, sem stoðu að þessum "kjánalegu"laga- setningum. Höf. hefur grein sína á að rekja sögu og eðli breytinganna, en grein- ir þá fra urslitum atkvæðagreiðslu. Síðan gerir höf. grein fyrir því", sem hann nefnir "helztu röksemd flutnings- manna". Segir þar á bls. 46 : "Helzta röksemd flutningsmanna tillagnanna var, að undanfarin ár hefðu breytingar verið færðar í" lög skélafélagsins, sem sam- þykktar hefðu verið á ólöglegum skóla- fundum. Við slíkt matti ekki una, og keppa bar að þvi, að lagabreytingarnar yrðu framvegis löglegar. Samþykkt til- lagnanna skyldi bæta lagasiðferði. " Af þessari klausu sést berlega, að annað- hvort hefur höf. "staðið úti á gólfi með sinnulausu augnaraði" og alls ekki tekið eftir þvú, sem fram fór i kringum hann og því" algjörlega skilningsvana, hvað snertir röksemdir flutningsmanna, eða hann gerir vásvitandi ekki betur grein fyrir röksemdunum - eigin málstað til styrktar. Samkvæmt hinum nýju lagabreytingum öðlast skólafundir löggjafarvald, sem þeir höfðu ekki áður. Það er þvú alls ekki verið að "bæta lagasiðferði" eftir skilningi Sigmundar. Skólafundir hafa x) Ath. allt sem tilgreint er með gæsa- löppum er orðrétt úr grein S. S. aldrei haft vald til lagabreytinga fyrr en með nýju lögunum, enda veit eg ekki til, að breytingar hafi átt sér stað a lögum skólafélagsins þau 2 1/2 ár, sem ég hefi setið í skólanum. Að vásu hafa breytinga- tillögur verið ræddar á skólafundum. Því* hefur valdið ókunnugleiki þeirra manna, sem tillögurnar hafa flutt, og eigi þekktu I8.gr. laganna ( "Skólafundur hefur æðsta úrskurðarvald í öllum mal- um nemenda, nema um lagabreytingar se að ræða, sbr. l6.gr. kosningalaga"). Einnig hefur komið fyrir, að breytinga- tillögur, sem síðan skyldi bera undir allsherjaxatkvæðagréiðslu, hafi verið rædd- ar á skolafundum. Ég hefi nú vikið nokkuð að (mis)skiln- ingi Sigmundar Sigfússonar á rökum flutningsmanna og rökum hans, sem á þeim (mis)skilningi eru byggð. Þann skilning Sigmundar tel ég reyndar rang- an og þar með ómerkan fallinn þann þátt, sem höf. ritar "um tillögur sið- ferðilega sambærilega þessum". Um langt skeið hefur nauðsyn breyt- inga á lögum skólafélagsins verið ýms- um forsvarsmönnum skólalifsins ljós. Lögin eru vægast sagt ófullnægjandi og óákveðin, auk þess sem missagna og algerra þversagna gætir sums staðar. Má þar t. d. nefna kaflana um dansnefnd, bóksölunefnd, félagsheimilisnefnd, svo og um skólafundi. Ár eftir ár hafa allir reikningar hlotið ólögmæta samþykkt á skólafundum. Slíkt ástand þótti óþolandi og var því* horfið að því" að lækka hlut- fallstölu þá, sem tilskilin er,úr 20% í 10% lágmarksþáttöku á skólafundi. Radd- ir eru uppi um að afnema með öllu fyrr- greinda lagmarkstölu. Má vera, að það sé bezta lausn þessa máls, en þó tel ég það ekki ráðlegt a. m. k. meðan að skóla-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.