Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.12.1964, Page 30

Skólablaðið - 01.12.1964, Page 30
92 - tangentar inngöngu, ef þeir báðu vel. Á. skemmtunina höfiiu þeir félagar boÖiÖ ymsum fmum dömum, eins og talnarun- um, ójöfnum og hyberbólum. Á borðum voru dýrar veigar og hljómsveit lók við- eigandi lög. "Drekk ég þér til míh, kæra, " sagði sínus við ójöfnu. Dansinn dunaði. Tangentar snertu hyberbólur. Snertipunktar fundust, síðan brennipunkt- ar. Gleðin réð ríkjum. Fljótt á litið virðist allt leika 1 lyndi í koordinatakerfinu. En þá ber það til tiðinda, sem nu skal frá sagt : Ferill Ferilsson er á ferli við ofanverðan y-ás. Þá sér hann undursamlega sjón. Fyrir framan hann stendur draum- fögur vera, en fegurð hennar má marka af Jpví, að summa málanna er munda rótin af 1241. Þetta er hún Asýmtóta. Þau horfast 1 augu. (Alveg eins og 1 myndinni West-Side Story, maður. ) Augu hennar eru djúp og blá eins og hið óendanlega. Ferill er gagntekinn óumræð- anlegri sælu. Riðstraumur fer um hann allan. Upptendraður af hinni einu sönnu ást, sem ekki er líkamleg heldur andleg, nálgast hann Tótu. Ferill þráir að strjúka silkimjúkt hár hennar. Hann teygir fram hendurnar. Hann fær- ist hær henni og nær. Þau horfast í augu og ástin Ijomar af ásjónu þeirra. Nær og nær, en þau ná aldrei saman, aldrei, því" að hann er ferill, en hún asýmtóta. Grenjiði helv.....ykkar. örlygur Karlsson Myndir : P. H. Blöndal. M Y N D frh. af bls. 85 Er þeir hafa séð nægju síha, snúa þeir við og ganga aftur fram hjá betlar- anum. Apinn lyftir upp krukkunni og mænir vongóður á þessa ríku menn. Betlarinn mænir einnig, býst við ein - hverju sérstöku af svona fínum mönnum með svona stóra gullhringi. En þeir ganga þögulir fram hjá, annar grettir sig jafnvel ofurlítið. - Satt er það, ekki eru hljóðin fögur. Lírukassaleikurinn dettur niður og þagnar, betlarinn stendur eftir þrútinn af gremju. Apinn hörfar eins langt og hálsbandið leyfir, hann kannast við þenn- an svip. HÚsbóndi hans stendur þannig hreyfingarlaus um stund, gengur siðan upp að súlunni sem gnæfir þar teinrett og tignarleg - og gefur henni spark. Þung högg fylgja á eftir, og súlan vagg- ar til og frá, unz hún skyndilega hrapar til jarðar. Það heyrist hræðsluvein, sáðan þungur dynkur; súlan hefur marið apann undir ser. Betlarinn starir agndofa á þessar af- leiðingar gjörða sinna. Síðan lítur hann flóttalega til fólksins á torginu. Enn er það ekki farið að nálgast. Hann stekkur til og tíhir i mesta flýti upp smaaurana, sem liggja á götunni innan um brot ur krukkunni. Svo hleypur hann brott og hverfur inn i hliðargötu. Ágúst Guðmundsson RITNEFND óskar öllum landsmönnum, nær og fjær, gleðilegra jóla og far- sæls komandi árs og þakkar fyrir hið liðna, sem var í sjálfu sér ágætt, en hefði mátt vera betra.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.