Skólablaðið - 01.12.1964, Side 31
- 93 -
ÞEGAR holskefla jolabokanna var aÖ
skella á eyÖilega ströndu íslenzks boka-
markaðar, rak 2. tbl. SKÓLABLAÐSINS á
fjörur. Varð reki þessi á miðjum Ýli
hins 1964. árs eftir burð frelsara vors.
r nafni Guðs föður,-----
Blaðarkir og ritsverta eru verðmæti.
Er nu hlutur minn að freista að fella
dóm yfir meðferð ritstjórnar SKÓLA-
BLAÐSINS á þeim þrem tugum síðna, er
tölubl. telur.
Fyrst fastra þátta og í senn upphaf
blaðsins er grein ritstjóra ("EDITOR
DICIT"). Fjallar hún að þessu sinni um
vandamál unga fólksins. Greinin er rituð
i lettum og fjörugum anda, og er hun á
köflum hreinn skemmtilestur. Stillinn er
víða nokkuð laus í reipum, og þykist eg
verða var við fljótfærni her og þar.
Nokkrar orðmyndir koma fyrir, er litla
samleið eiga með stÍL og anda greinar-
innar ( inn (hinn), eigi (ekki), millum
(milli) ) ; orðaröðin "ráð gott" er og
stílsprengja. Þykir mér af ymsu ljost,
að höf. hefir að nokkru kastað höndum
til verksins. Slíkt verður eigi fyrirgefið.
Þrátt fyrir annmarka þessa er greinin
hin ágætasta, enda er' höf. einna fremstur
þeirra, er við penna fast her í skola.
Kjaftasögur fá að vanda rúm sitt
( "QUID NOVI? " ). Eru þær allsæmileg-
ar. Hefir þátturinn farið vel af stað og
er á köflum andstyggilegur með ágætum.
Markús örn Antonsson, Inspector
Scholae, ritar merka, en stutta grein um
fólagsmál ( "BLEKSLETTUR" ). Tæpir
höf. á ýmissi nýbreytni og tillögum, og
er tími til, að þeim verði ýtarleg skil
gerð.
l.tbl. SKÓLABLAÐSINS dæmir Þráinn
Bertelsson, fyrrum ritstjóri, ("RITDÖM-
UR"). Fjölyrði eg það mál eigi, enda er
það utan verkahrings míns.
Fyrsta ljóð tölubl. yrkir Atli Magnús-
son ("HEIMKÓMAN"). Er það að formi
og anda hefðbundið. Mer þykir sem það
boði helzt til fátt, en viðkunnanlegan bla;
ber það. Hætti er vel fylgt. Eitt er þó
lýti á og það ljótt. Er það hljóðvilla
( stuðlað hv- við k- ). Slúk glöp eru
langt neðan viarðingar Atla, er viður-
kenndur er sem skolaskald.
Nýliði, Vilmundur Gylfason, kveður
ser hljóðs og er töluvert niðri fyrir
( "TILKYNNING" ). Boðskapur kvæðisins
er gamalkunnur, og er það því” litiís
virði. Hitt ber að lofa, að höf. tekst að
halda ákveðinni hrynjandi út kvæðið. Það
gleymist oft. Mál kvæðisins og still :
rúma tæplega orðið "bara". Til lýta er
og orðaröðin "yðar sigur".
Tvö ljóð birtir S. P. nokkur ("DRAUM-
UR í TVÍRITI" ^og "SÖLNUÐ LAUF" ).
Bæði eru þau leleg og hið siðara þó
miklu verst. Sýna ljóðin þó framför,
a. m. k. ef miðað er við ljóð sama höf. í
l.tbl. SKÓLABLAÐSINS i vetur.
jón skáld örn birtir tvö stutt ljóð og
virðir að vettugi hefðir íslenzkrar brag-
listar. Fyrra ljóðið ( "NOCTURNE", það
er aldrei að það er nafnið 1 ! ! ) þykir
mér næsta gott. Er mynd sú, er jón
dregur upp, hugþekk og hrífandi, og ligg-
ur táknsæi hennar í augum upj)i. Þróun
myndarinnar er stígandi, og lykur hún
ljóðinu á eðlilegan og áhrifaríkan hátt.
"Öldur þúsund vatna" og "draumur í þús-
und ár" verka á lesandann Ojg leiða upp-
haf og endi ljóðsins saman a kynlegan
hátt. 2. og 3. visuorð l.erindis eru
sterk og gefa, ásamt 3. og 4. vísuorði
niðurlags-erindis, ljóðinu serkennilega
hrynjandi. Hið súðara ljóðið ("SKUGG-
AR", þar var það þó íslenzka I ! ) er lak-
ara, enda illa sett við hlið svo góðu
kvæði sem NOCTURNE-unni (!!!!).
Virðist mór niðurlag þess vera í senn
fall þess, dauði.
Tvær stökur birtast aftast í blaðinu.
Eru þær hið fyrirlitlegasta ní*ð, og er
V-A verður aruiarra og innilegri atlota.
Á því* leikur eigi vafi, að höf. er bölv-