Skólablaðið - 01.12.1964, Side 32
- 94 -
aSur ruddi. ( Og nú geta þeir hlegið,
sem þekkja höf. ! ! ! )
Fyrri sögu tölubl. ritar Xanþippa
(,,SVEITASÆliA,,). Eigi er mer grunlaust
um, að hér sé gömul skólaritgerð a ferð,
eða a. m. k. minnir sagan mjög a þau
hundruð, eða þúsundir, gagnfræðaskóla-
ritgerða, er rituð eru a vetri hverjum
um líkt efni. Niðurlagið er eins og til-
raun til stórfengleika, sem mistekst gjör-
samlega.
Helga Ágústsdóttir ritar um konu, póst
og kött (,,NOVELETTAn ). Nafn sögunn-
ar er viðbjóður og öllum aðstandendum
til skammar. Sagan er skemmtilega
hugsuð, stÍLlinn agaður, endirinn óvæntur.
ÞÓ finnst mér halfgerður fljótaskriftar-
bragur a sögunni, og er sem höf. hafi
eigi gert upp við si|, hvort þetta a að
vera ljóð 1 lausu mali eða saga. Höf.
ætti að vinna miklu betur úr þessu efni.
Guðjón Friðriksson ritar afarmerka
grein um sögu íþöku ( ,,Í5ÞAKAm ). HÚn
er vissulega tímabær, og ættu menn að
lesa hana gaumgæfilega. Höf. kemur efn**
inu vel til skila a knöppu stílformi.
Lengdareiningin heitir MmetriM a í'slenzku,
en eigi MmeterM.
Athyglisverð er einnig grein Sigmund-
ar Sigfóssonar ("LÖGSPAKRA ÞÁTTUR").
Þatturinn er vissulega umræðu verður,
og væri vart úr vegi, að félagsmalin
yrðu rædd ýtarlega á síðum SKÓLA-
BLAÐSINS 1 vetur. Gæti ritstjórn e. t. v. J
gengizt fyrir viðtölum, könnunum skoð-
ana o. s. frv.
Skerfur til þessa er grein Hallgríms
Snorrasonar, fyrrum Forseta (“ÞANK-
AR”). Stutt er hún, en kemur furðuvíba 1
við og er rituð af þekkingu og reynslu.
Orðalagið : M. ..hætti eg mér út a þann
hála ís húsbyggingarmála. . . M særir mal- I
tilfinningu mína. Þannig nota Danir
ábendingarfornöfn, en íslendingar eigi.
Skammstöfunina Metc.M er óþarfiað nota;
Mo. s.frv. M hlýtur að vera nógu góð fyrir j
íslending.
Óttarr Guðmundsson ritar grein (MUM |
FÉLAGSLÍF 3. BEKKJARMJ. Greinin er
rituð í léttum anda, en mer þykir höf.
þó fullléttlyndur, er hann líkir þeim Vil- |
mundi Gylfasyni og Ésúsi Kristi saman.
t greininni kennir einhvers kulda 1 garð
Vilmundar, og lýtir hann greinina mjög.
Höf. minnist á slettur, og tek eg undir
orð hans. Hins ber að minnast, að h
latneskar slettur eru hrein guðsbörn hjá
hinum brezku og dönsku. Vilji höf. vera
sjálfum sér samkvæmur, lætur hann þvá
orð eins og "lukka", "dansiball" og
"pása" aldrei sjást hjá sér framar.
Eftirsjá er mér að hinum gamla hausi
á forsíðu SKÓLABLAÐSINS. Uppsetning
1. bls. þess er þó stórum fallegri áferð-
ar en aður var.
Fyrirsa^nir eru ágætavel dregnar.
Er eg þó oánægður með útlit hausanna
"EDITOR DICIT", MQUID NOVI? " og
"LJÓÐ".^
Forsáðumyndin er þokkaleg og einnig
aðrar teikningar. En myndin á bls. 49
er misheppnuð og fljótfærnileg.
Skrýtlur eru tvær og hvor annarri
leiðinlegri.
Um skyrslu Listafélagsins og skipan
nefnda fjölyrði eg eigi.
Þegar á allt er litið, má vel una við
tölubl. þetta. Auðvitað er því' svo hátt-
að, að höfuðbyrðin hvÍLir á ritstjórn og
ritstjóra. Þattur hins siðastnefnda mun
og mestur að gæðum sem vöxtum.
Þetta tölubl. þykir mér skárra hinu
fyrsta. Fari tölublöð^ SKÓLABLAÐSINS
þannig batnandi, er góðs að vænta.
Úti er ævintýri......
10/XII/64
Jon Sigurðsson
Nota bene :
Sökum þeirrar helgi, er hvílir yfir
jólum og nýársnótt, taldi ritnefnd ekki
tilhlýðilegt að klæmast utan í mönnum
og einkamálum þeirra og sleppti því*
hinum ókristilega þætti QUID NOVI.
En kjaftakerlingum mun fengið nóg efni
í* næsta blaði og þá bútaðir sundur þeir
menn, sem eiga slíkt fyllilega skilið.
Nota bene :
Því* miður var ritnefnd svikin um
blekslettur, og biðjum vér lesendur af-
sökunar, en skellum allri skuld á þann
forherta glæpamann, er brást okkur svo
herfilega.