Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.12.1964, Side 35

Skólablaðið - 01.12.1964, Side 35
- 97 - þeim gröfurum og er þeir höföu veriö að verki stutta stund haföi veriö grafin fimmtán sentimetra djúp hola ( lengd u„ þ. b. tveir metrar tuttuguogfimm, með- albreidd um fimmtíú sentimetrar ), en frændfólkinu heldur tekið að leiðast dvöl- in, köldu og hrelldu, og megnaði ekki einu sinni hatúðleiki staðarins að fæla það fra óviðkunnanlegu vappi um og yfir næstu grafreiti. Vindur gnauðaði og greina matti ganghljóð ökutækis i fjarska við og við ein móðursystra hins fram- liðna varð fyrir þeirri þolraun, að trja- grein slóst utan í hana fyrir vindinum og rak hún upp hátt neyðaróp af þvú til- efni (kom sá atburður nokkru róti á hugi manna um skeið ) ; ekkjan grét lágt og stillilega, en þó af festu og einurð (enda atti annað naumast við ). Þeir unnu þögulir, kaupsýslumennirn- ir, skrifstofumennirnir og gjaldkerinn, grófu og grófu vifðulegum skóflustungum og nettum hreyfingum lákamans ( sem var einasta umræðuefni ættingjanna 1 kring, þá sjaldan þeir mattu opna munn- inn fyrir herkjum, fyrir utan líksnyrting- ar) ; þeir gafu sig að verkinu af lífi og sál, sökktu sór niður 1 það, gleymdu stað og stund í heilbrigðri vinnugleði, en var þá ekki eins og heyrðist skruðningur 1 fjarska? Þessu var í fyrstunni engin athygli veitt : grafararnir einbeittu ser að verkinu ( eins og áður hefur skýrt komið fram ), voru þar engin vinnusvik höfð í frammi; hinir frændurnir höfðu einnig öðrum hnöppum að hneppa, en hlera eftir furðuhljóðum, önnum kafnir við að rölta í sig hitann, en það var sem þessi havaði færðist nær og mjög í aukana, og um síðir komust göngumenn- irnir ekki hjá þvú að ve-rða varir við hann. Hvaðan koma þessar drunur, af hverju stafa þær ( og gnýrinn jókst ; grafararnir hættu sem snöggvast ogj sperrtu eyrun, en heldu jafnskjott afram við vinnuna, hetjurnar ), spurði frændi frænda ( fund um málið var stungið upp á, sem kom þó ekki til framkvæmda, þar eð línurnar tóku að skýrast ) og eyrna- blöðkurnar, þessi dýrmætu skynfæri, veittu svarið : yfirgnæfandi öll önnur hljóð, gnauð í vindi og gagnhljóð öku- tækja, bárust þær, dunurnar, upp úr jörð- inni ! og hvaðan upp úr jörðinni, uppá- stungur? upp úr jörðinni beint undir grafreitnum og þá skyndilega hnipraði þetta umkomulausa fólk sig í sorg sinni saman og starði uppglenntum skelfingar- augum á legstaðinn: jörðin, jörðin var tekin skriðna undir fótum grafaranna ófaglærðu, sem heldu kappsamlega afram greftrinum, þratt fyrir ósköpin, sam- vizkusamir eins og ætíð, og báru sig að við verkið, svo hrein unun var á að horfa. Af stað nú ( Guð se.oss næstur ), reynið að forða ykkur, hljoðuðu frændur á frændur, þvú nú horfði uggvænlega, en þá vaknaði fróðleiksþorstinn: hvað var á ferðinni, gos ? nei, einhver ill öfl að ryðja sór braut gegnum jörðina, úr neðri byggðum upp á yfirborðið? já ( engar náttúrlegar skýringar ef yfirnatturlegar eru fyrir hendi ), þar kom það ; og sann- arlega ætlaði ærandi hávaðinn að gera útaf við jafnvel þá allra sterkbyggðustu, steikjandi hitinn og ómur af skelfingar- veinum fordæmdra fylltu þá lamandi ótta, þá heyrðist snark. Snark, það var meira en maginn þoldi og þeir grafarar lögðu snyrtilega frá sór verkfærin og toku til fótanna, þeir tóku allir til fot- anna, allir frændurnir til fótanna og hlupu, nötrandi af ótta, sem fætur toguðu, hverjir aðra um koll og lágu eins og hráviði á við og dreif kringum grafreit- inn; nokkrum auðnaðist að komast þó spölkorn frá gröfinni, en hni^u þar niður, yfirkomnir af skelfingu og gatu hvorki hrært legg nó lið ; loks er þeir megnuðu að lyfta höfðum lííbilsháttar og gjóta aug- unum til grafarinnar þyrmdi yfir þá á ný: slýgræn, andstyggileg gufa ( eitruð, taldi ekkjan og bar enginn a móti því ) steig upp úr iðrum jarðar, lagðist þett yfir gröfina og næsta nágrenni og birgði mönnum gersamlega sýn þess, er þar hafði fram farið. En öll el styttir upp um súðir: dun- urnar hljóðnuðu smátt og smátt og er heyra mátti gnauðið í vindinum á ny og ganghljóð ökutækja við og við, voru það nægilega jarðnesk hljóð til þess, að lið- báls lyftidraugar tóku að na sér eftir skelfinguna, komu valdi yfir útlimi og bröltu á fætur, en gættu þó ýtrustu var- kárni. Enn var það, að gufan, sem þeim hafði staðið ekki alllítil ógn af, var nú sem óðast að leysast í sundur og hverfa upp i himinblamann og örfaði það þá enn frekar til að kanna hvað gerzt hafði og hvort það hefði orðið ætlunarverki þeirra til gagns eða ogagns. Þeir frænd-

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.