Skólablaðið - 01.12.1964, Qupperneq 36
- 98 -
ur þokuÖu ser 1 attina að grafreitnum;
læddust afram hægt og hægt og gættu
grannt að öllu, stóru og smáu; skyndi-
lega kipptust þeir við og snar stönzuðu,
slegnir óhug ; greina matti óljóst, að
gröfin hafði opnazt að fullu. Það er
mala sannast að heldur dró úr þeim
kjarkinn við þessa sjón ( þótt óumdeilan-
lega væri hin yfirnáttúrlega upplúkning
grafarinnar þeim til mikils hægðarauka),
en ekki runnu þeir þó af hólmi, en
hóldu áfram og það stóð á endum, að í
sama bili og þingheimur sté fram á
grafarbarminn, birtist úr úr grænni guf-
unni, ja, hver haldiði ?
Fyrrum maður ryðvaxinn, þriflegur
og búlduleitur, hár sléttgreitt aftur, en
mjög tekinn að láta á sjá eftir dvölina
1 jörðu niðri, hörund grágult og allur
hinn ógnarlegasti stóð Engilhreinn Bene-
dikt Friðsveinn Illugason uppréttur á
kistubotni og hvessti augun á ættingja
sfna, er hrukku felmtursfullir til baka
fyrir feiknunum; vindinn hafði lægt i
virðingarskyni við hinn látna og dauða-
þögn rikti, er hvorki ekkja né ökutæki
voguðu að rjúfa, þá spurði hinn fram-
liðni dimmri og hásri draugsrödd:
hver planaði knallið, fratnaglar?
Svo skelfdir voru frændurnir, að ekki
megnuðu þeir að hræra ganglimi til
flotta ( sem þeim var þo skapi næst )og
þá enn síður tungur til andsvars og yrða
á Engilhrein, sem hann stóð þarna, svo
ægilegur ásýndum og andskotanum lik-
astur, en þegar draga virtist ætla til
túðenda og hreinn voði yfirvofandi og
lýðir teknir að biðja bænir sínar til
himnaföður, hljóð áköll mannlegra vera,
er skynja vanmátt sinn gegn yfirnáttúr-
legum og illum öflum, þá var það loks,
að leiðtoginn, kaupsýslumaður og móður-
bróðir Engilhreins ( eins og áður er frá
skyrt ), en hann hafði verið Friðsveini
hjartfólgnastur allra sinna ættingja, sté
feti framar, svo hann stóð nú yzt á
grafarbarmi, leit mót himni og þandi
nasavængina ( það var eitthvað háleitt 1
fari þessa manns, eitthvað svo ósegjan-
lega göfugt ), fór með bæn 1 hljóði, tók
síðan til máls og ávarpaði hinn látna
( og mátti ekki seinni vera ) svofelldum
orðum: Engilhreinn Benedikt Friðsveinn
minn hér stöndum vér þín örmædd ætt-
menni stöndum og getum eigi annað
komin langan veg og strangan og höfum
látið oss hafa það að missa af útvarps-
sögunni að biðja þig sárbiðja þig um
skyringu ofurlitla skýringu á þessu ó-
skiljanlega framferði þínu sem er okkur
öllum svo óskiljanlegt hvað hefur komið
yfir þig Engilhreinn hví ofsækir þú oss
oss er vorum ý>ér svo hjartfólgin meðan
þú lífsanda drost hvaða illum anda hefur
þú slegizt 1 för með hvú launar þú móð-
ur þinni þrotlausa umhyg^juna takmarka-
lausa gæzkuna huggunarrika ástúðina
oeigingjarna fórnarlundina svefnlausar
andvökurnar og vökula árveknina yfir
gengi þmu þvíliku voðaandstyggðarfram-
ferði hvað hefur komið yfir þig Engil-
hreinn hefur þú Satan sjálfum sálu þína
selt þú sem varst vor fyrirmynd ljósið
ið glæsta sem ( og kaupsýslumanninn
þraut örendi ) vér vorum öll svo hreyk-
in af hvilíkri sorg það olli oss er þú
hvarfst oss hvarfst oss á braut leiðst á
braut úr lífsins táradal þú sem varst
bundinn við svo miklar og glæstar vonir
hvílíkur harmur moður þinni hvilíkur
harmur oss öllum var þetta eigi nægileg
sorg Engilhreinn var hrammur vor ekki
nægilega stór hver blés þvi þér í brjóst
að fara með ofsóknir á hendur oss hvað
gat fengið þig til að leggja þetta á hana
móður þína að leggjast svo lagt á okkur
öll her stöndum ver vér þín örmædd
ættmenni og getum eigi annað amen
komen langan veg og strangan að öðlast
þess íullvissu að þessi ósegjanlega voða-
lega hegðun þín hafi einungis verið
barnalegur gáski framinn i athugaleysi
og nu ætlar þu að biðja fyrirgefningar
og lofa að gera svona aldrei mer svar-
aðu Engilhreinn og minnstu móður þinnar.
Sviphreinn og tignarlegur stóð hann
þarna á grafarbakkanum, kaupsýslumað-
urinn, bjartleitur, bláeygur, berhöfðaður,
hattlaus, þrunginn göfgi, á þrekklitum
söndulum og var mikið niðri fyrir ; orð-
in streymdu af vörum hans, en alvara
og festa skein úr hverjum drætti.
Logn hafði verið, en nú tók að hvessa á
nýjaleik, vindurinn gnauðaði og trjágrein-
ar lömdust til og frá ( en ekki bærðist
hár á höfði kaupsýslumannsins, slák var
festan og mynduigleikinn); ganghljóð öku-
tækis heyrðust í fjarska en umhverfis
grafreitinn stoðu ættingjarnir og voru
heldur teknir að hressast: hin vasklega
framganga fararstjórans var mikill sig-
ur fyrir flokkinn í heild, þeir stigú tæpt