Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.04.1965, Page 7

Skólablaðið - 01.04.1965, Page 7
- 149 - Útlitsbreytingar eru alltÚSar á blaðinu. Því" fer ört fram, fjölritunin og pappár- inn breytast mjög til batnaðar, og farið er að vanda betur fyrirsagnir og hausa. 1934 kemur nýr haus með mynd af skolahusinu. Árið eftir er honum exm breytt og enn ári síðar birtist hinn þriðji. Sá haus hafði nafn blaðsins teiknað i boga en 1 boganum miðjum var mynd af einum kennara i senn. í nóv. 1952 birt- ist sá haus, er nemendur kannast svo vel við og lengst hefur trónað á forsáðu og var við lyði, unz nuverandi ritstjóri lagði hann niður. Hausinn teiknaði Arn- gríimur Sigurðsson. í mai 1940 verður Pálmi Hannesson rektor ábyrgðarmaður blaðsins. Hafði þá komið ut blað 27. apríl það ár, er innihólt m. a. : " tvær svæsnar áróðurs- greinar", svo sem í maí-blaðinu sagði. Varð út af greinum þessum allmikill kurr. En svo var málum háttað, að tveir nemendur höfðu skrifað ádeilugrein- ar, sem þóttu róttækar \ meira lagi. Greinar þessar voru ekki bornar undir ábyrgðarmann Skólablaðsins, Kristin Ármannsson rektor, þáverandi yfirkenn- ara, og alit hans sniðgengið. Tok Pálmi rektor þa við abyr^ðarmennskunni. í nóv. 1941 er í fyrsta skipti kosinn ritstjóri blaðsins. Áður hafði fimm manna ritnefnd seð um utgáfuna, en nu verður ritstjóri höfuðsmaður þessa rits. Fyrsti ritstjóri var jón Löve . í apríl 1944 kemur blaðið út prentað. Það er 60 siður með fjölmörgum ljós- myndum. Hins vegar er næsta blað fjöl- •ritað , og gengur svo um u. þ. b. tíú ára skeið, að blaðið kemur ýmist prentað eða fjölritað, þó miklu oftar fjölritað. Prent- uðu blöðin eru miklu hátíðlegri og stúf- ari en hin lettu og eilítið klúðurslegu fjölrituðu blöð. Hins vegar eru prentuðu blöðin miklu hreinlegri og snyrtilegri. t okt. 1946 kemur út hátiðablað í til- efni 100 ára afmælis menntaskóla \ Reykjavúk. Serstök ritnefnd hátúðablaðs- ins er skipuð, og er Bjarni Bragi jóns- son formaður hennar, en Magnus Finn- bogason ábyrgðarmaður. Blaðið er hið myndarlegasta, 60 síður með fjölbreyttu efni. M. a. eru þar birtar setningarræð- ur Sveinbjarnar Egilssonar rektors 1846 og Pálma Hannessonar rektors 1946, en Kristinn Ármannsson ritar ágrip 100 ára sögu skólans. Á árunum 1945-47 er áberandi hve skáldskapur minnkar, en þættir, frásagn- ir og ritdeilur - allt um félagsmál - aukast gífurlega og eru meginefni blaðs- ins. Embættismannatal birtist i fyrsta sinni 1945 og æ súðan. Myndagátur eru mjög vinsælar og i hverju blaði á þessu tímabili. Mikill skákáhujji er rúkjandi og er fastur skákþáttur í Skólablaðinu. Árgangurinn 1948-1949 er mikill að vöxtum,og svo er um flesta árganga eft- ir það. Ritstjóri er Þorkell Grímsson, en ritnefnd skipa Aðalsteinn Guðjohnsen, Vigdís Finnbogadóttir, Örnólfur Thor- lacius og Björn Sigurbjörnsson. í loka- orðum súðasta tölublaðs segir Þorkell Grímsson m. a. : "Eitt atriði virðist vera hulið alltof mörgum. Það er, að Skóla- blaðið er gefið ut af nemendum, sem málgagn þeirra og umræðuvettvangur, og það er þeirra að ljá þvú efni og aðstoð." Ennfremur : ". . . . við embættakosningar halda sumir, að ekkert se fyrir þá að gera annað en búða eftir blaði, sem kem- ur oft til þeirra og er skemmtilegt. Þetta er misskilningur og virðist þvú miður all rótgróinn. Andlaust og lólegt blað er ekki hvað sízt ykkar sök, kæru skólasystkin. Þið getið sjálfum ykkur um kennt að hafa ekki lagt til meira og betra efni. " Svo mörg voru þau orð., og vissulega eru þau enn í fullu gildi, Árgangurinn 1951-52 er um margt mjög góður. Ritstjóri er Árni Björns- son. Efnið er mikið, og m. a, hefur J?á Dandi manna þáttur göngu sína að nyju, Fastur þáttur var þá enginn í blaðinu utan Blekslettur, sem fyrst birtust 1943. Þættir um dáindismenn skólans höfðu birzt allmiklu fyrr, en þatturinn er nu endurvakinn undir nafninu dandi menn. í upphafi hins fyrsta dandimanna-þattar er birt klausa frá 1940, er ber yfir- skriftina Gunnar hringjari Norland,og virtist.sem þar með se stefnan mörkuð: "Sjá þennan mann. Hann er klæddur að hætti tízkufróðra bæjarmanna. Hár hans er fagurlega lagt. Rödd hans er sem útvarpsþuls. Enginn handleikur vindling eins og hann ! !...." Ýmislegt er haft í* frammi til að auka fjölbreytnina, svo sem 1954, er ólafur Pálmason birtir stafróf rúnaleturs og hefur allar fyrirsagnir með rúnaletri. Þegar her er komið sögu, hefur blaðið fengið að mestu leyti útlit það, sem

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.