Skólablaðið - 01.04.1965, Qupperneq 13
- 155 -
- Það er ekki til, þegar menn vilja
ekki komast fyrir rætur þess og útrýma
þvú.
Ég sa, að Gunnar og Sigga litu annað
slagið og höfðu hugann auðsjaanlega ekki
við umræðuefnið.
- Jæja, við tökum þetta af dagskrá.
Malið angrar fólk og maður kemst hvort
sem er fyrr en varir í rökþrot með þetta
eins og flest axrnað.
Gunnar sötraði kaffi og £t vínarbrauð
með. - Ég talaði við Siggu á meðan. -
Þegar hann hafði lokið við að drekka leit
hann glaðlega á Siggu, síðan á mig og
spurði :
- Ætlarðu ekki að kynna stúlkuna betur
fyrir mer en með nafninu einu?
- JÚ, það get eg, sagjði eg. Þetta er
kaupmannsdúttir heðan ur bænum, myndar-
leg eins og þú serð. HÚn var 1 sveit fyrir
norðan í sumar. Annars á að vera óþarfi
að kynna fólk undir kringumstæðum sem
þessum. Stundum tala tilfinningarnar
áhrifaríkari orðum en tungur.
- Já, það er satt, sagði hann.
Þau horfðust í augu.
- Eða viltu að eg haldi áfram?
- Nei, nei, það kemur svo sem ekki
við mma hagsmuni.
Um leið var útidyrahurðinni hrundið
upp á ný og hranalega. Storm- og hríðar-
strokan stóð inn i salinn. Kertaljósin
flögruðu á skörunum, en dóu súðan. Það
varð almyrkt i kaffihúsinu. Fólk stóð
upp frá borðum, og talaðist eitthvað við
um þetta táðarfar og sumir bölvuðu.
Ég sneri mer við 1 sætinu og ryndi
fram 1 salinn. óljóst greindi óg fólk á
hreyfingu.
Éftir drykklanga stund kastaði eitt
kertanna á ný daufri skímu á borð og
veggi. Ég sneri mér við 1 sætinu og
ætlaði að segja eitthvað við sessunaut-
ana, en hætti skyndilega við það. Það,
sem eg sá, voru þung faðmlög og lang-
ur koss.
Ég stóð hljóðlega upp frá borðinu og
gekk fram salinn, leit við frammi við
útidyrnar, en í horninu hafði engin breyt-
ing orðið.
Ég gekk út 1 hrúðina. Þetta var i
desember - kvöld i desember............
Maí’ 1956.
Sexbattungur
eftir Atla Heimi.
I.
LISTMÁLARINN Samúel stóð við gluggann á vinnustofu sinni og horfði út yfir
bæinn. Þetta var rótt eftir nón, sólbjartan vordag. íbúð Samúels var á efstu hæð
i þriggja hæða fjölbýlishúsi við eina af helztu umferðargötum bæjarins. Niðri á
strætinu hlykkjaðist áfram endalaus straumur bíla sem flautuðu í gríð og erg, og
biðu óþolinmóðir eftir að komast leiðar sinnar. Hávær bifhjól þutu fram og aftur
og yfirgnæfðu algerlega köll blaðasalanna. Frá skipasmúðastöðinni barst ægilegur
havaði sem skóf innan hlustir hans. Og kliðurinn af masi þúsunda radda virtist
honum helzt líkjast voldugum brimgný. Alltaf spillti þessi andskotans hávaði vinnu-
friði hans. Hann hafði ekkert getað unnið alla síðustu viku. -
Samúel andvarpaði mæðulega, um leið og hann gekk frá glugganum.
n.
Samúel la í ruminu og hafði tvívafið sænginni um höfuð sór. Hann var að
hugsa : - HÓr var honum ómögulegt að vinna. Þessi eilííi hávaði ! ó, hve heitt
hann þráði kyrrð og ró. Hann minntist og þess, að hann hafði reynt að mála með
bómull i eyrunum. En það var sama. Ekkert gekk. Helzt yrði hann að komast í
burt. Bara eitthvað burt ! - Samúel hrökk upp úr þessum hugleiðingum við það, að
kona hans bankaði í bakið a honum og sagði kvöldmatinn vera framreiddan.
III.
Hann stóð upp, gekk að matborðinu. Vinna var úti í skipasmíðastöðinni og
flautið í bílunum var strjálla. En ennþá voru æpandi og gólandi börn að leik bak
við húsið. Konan fór að gefa krökkunum þeirra að borða. Þau áttu tvö börn, fimm