Skólablaðið - 01.04.1965, Qupperneq 21
- 163 -
LENGI biðum við menntskælingar
fyrsta skolablaðs ársins 1965, enda kom
það vonum seinna. Blaðsiður þess voru
allmargar, en efnið ekki að sama skapi
merkilegt. Ætlunin er að ræða hér örlítið
það, sem fyrir augu bar á þessum fjöl-
mörgu síðum.
Ritstjori fylgir afkvæmi sínu úr hlaði
með hinum hefðbundna pistli "Editor dicit".
Dalkur sa ber undirtitilinn "Botnleysa",
sem er réttnefni. Botnleysa þessi er nokk-
uð skemmtileg aflestrar og allsæmilega
skrifuð, en þvú er ekki að neita, að sést
hefur betri "Editor dicit".
H. S. yrkir kvæðiskorn undir titlinum
"Dþden". Satt að segja þa býr úslenzk
tunga yfir slíkri orðgnott og fegurð, að
engin astæða er til að leita til annarra og
mun ofegurri tungumala, og mér þykir
hlalegt, að menntskælingar skuli þurfa
orðasöfn við lestur eigin malgagns.
Ýmsir merkismenn og kvenskörungar
svara spurningu múnaðarins, og koma þar
i ljos ýmsar skoðanir, sem ekki verða
ræddar hér, en svörin eru öll nokkuð vel
rituð, bæði í bundnu máli og obundnu.
Sigyn birtir okkur sínar skoðanir á
fallvelti lífsgleðinnar, sennilega af eigin
reynslu. Kvæðið er nokkuð myrkt en
annars ekki sem verst.
Sjaldan hefur verið meir kastað höndum
til "Quid novi" sem nú. E>6 leynast í þvi"
aeistar, en þeir duga ekki til að varpa
Ijpma á þvælu þá, sem þessir slúður-
dalkar eru. Vísa ég sáðan til fyrri ummæla
erlend tungumal í íslenzku skolablaði.
I. M. ritar frásögn af gamalli konu, sem
gerir kraftaverk og deyr. Hugsunin er
falleg, en ég felli mig ekki vel við þetta
eintalsform eða öllu heldur viðtalsform.
Ef til vill má vænta fleiri og betri verka
úöfundar seinna.
_ Ritstjori bregður sér \ föt gagnrýnanda
a leiksýningu Herranætur. Fellir hann, að
rnmu aliti, nokkuð sanngjarnan dém, og
hirði ég ekki að ræða hann nánar.
Hissa er ég á Jóhannesi Björnssyni
að setja nafn sitt undir þvílíkan þvætting,
sem ritstjóri leyfir sér að 'birta. Furðu-
legri samsetning hefur ekki fyrir augu
mér borið. Ef þetta er framtíð forms og
anda í íslenzkum kveðskap, bið ég guð
að hjálpa íslandi og íslendingum.
Enn fáum við að heyra "sáldarhistoríú",
en ég held að flestir séu orðnir lang-
þreyttir á slíkum bókmenntaframlögum.
Heldur er frásögnin laklega unnin og
leiðinleg aflestrar.
Sigmundur Sigfússon lætur frá sér
fara langhund einn mikinn, Greinin er
skipulega upp sett og nafnið skemmtilega
valið. Annars er hun vart lesandi, nema
fyrir lögspaka.
Ritdóm gerist ekki þörf að ræða.
Sigurður Ingolfsson ritar sögu, sem
hann gefur nafnið "sturlun". Hugmyndin
er allgóð, en slælega unnið úr henni og
framsetning hennar mjög léleg. - Ég
báð framhaldsins í ofvæni. -
"Dansleikur" jóns Bjarnasonar er ein
bezta grein blaðsins. Líkingar hans eru
valdar af raunsæi og hugkvæmni og
greinin vel unnin.
"Apologíú" fjandans mun Þorsteinn
Helgason hafa þýtt úr dönsku. Þvá mið-
ur hef eg ekki haft tækifæri til að lesa
greinina á frummálinu, svo að ekki er
ég fær um að dæma ágæti jpyðingarinnar.
Þorsteinn hefur agætt mal a þessari þýð-
ingu sinni, enda má telja hann allreynd-
an þýðanda. Greinarmerkjasetning er
nokkuð gölluð, en jDað mun ekki vera
hans heldur ritstjora.
Vilmundur Gylfason slettir bleki ótt og
óðagotslega. Nokkuð þykir mér hann
fara óvarlega með tölur, og í heild er
greinin innantom og smáborgaralega
skrifuð.
RÚnar Ármann virðist þjást af mikil-
mennslubrjálæði, en hvað sem um það
er að segja, þá virðist mér kvæði hans
Frh. á bls. 180.