Skólablaðið - 01.04.1965, Síða 22
- 164 -
í PORTI LiFSINS
HÚS loftskeytamálastjórans, fyrrum
sendiráðsbustaöur Noregs, var í einu feg-
ursta hverfi bæjarins. Það stóð eitt sór
1 smekklegri fjarlægð frá öðrum husum,
umlukið verðlaunuðum garði. Gamlar
konur leiddust stundum arm 1 arm að
hliðinu á góðviðrisdögum og dáðust að
því sem þær fengu séð inn um hliðgrind-
ina, en hún var vanalega læst með stór-
um skellibrandi og keðju. Það kvöld,
sem her um ræðir, var þó allt með öðr-
um brag. Hið háleita hvíta steinhús var
uppljómað, þótt rauð sól skini á vestur-
lofti og næstum dagljóst væri úti.
Vængjahurðirnar 1 anddyrinu voru opnar
og breiddu faðminn móti væntanlegum
gestum hússins.
Við gluggann á efstu hæð stóð dóttir
loftskeytamálastjóra og borðaði súkkulaði.
Hún var hálfringluð eftir allt sem á hafði
gengið siðustu daga. HÚn hafði nýlokið
stúdentsprófi, og á púða á svarta leður-
legubekknum lá hvíta húfan, sem hún
vissi að fór henni afar vel. Það höfðu
allir sagj;, sem sátu fjölskylduboðið
kvöldið áður, Þar höfðu komið saman
nokkrir vandamenn ásamt tengdaliði for-
eldra hennar, sem færðu henni blóm og
baðu henni vej.farnaðar. Samt varð hún
fe_gnust að sja þau fara, þvi auðvitað var
hun ung 1 anda og ekki fyrir að umgang-
ast raðsett folk. En þetta var sjálfsagt
venja og ekkert við slúku að segja.
I* kvöld átti hún von á öðrum og við-
kunnanlegri gjestum, Faðir hennar hafði
látið henni húsið eftir og bekkjarsystkin-
unum, þar sem hann hafði sjálfur brugð-
ið ser til RÓmar um morguninn, þeirra
erinda að sitja þing Alþjóðlegu Loft-
skeytamálastofnunarinnar. Nú sá hún bif-
reið stanza niðri á veginum. Þetta var
nýmálmskínandi Ramblerbifreið, eign
herra N. Læks, sem var helzti hluthafi 1
skipafelagi. Sonur hans, Svavar Læks,
ste út úr bílnum, læsti bifreiðinni vand-
lega og gekk inn um opið garðshliðið.
Hann var fremur lágvaxinn og grann-
holda, skarpleitur og ofurlítið siginn 1
öxlum. Hann var samkvæmisklæddur
með stúdentshúfu á höfði og reykti síjg-
arettur af sterkustu tegund. Þessi piltur
hafði hlotið verðlaun fyrir námsafrek á
sviði stærðfræði og sórstakle^a verið
getið við skólaslitin vegna frabærrar
ástundunarsemi. Því* bar hann höfuðið
hátt, og þegar hann kom auga á Sólveigu
eða Sollu uppi við gluggann veifaði hann.
HÚn tók á móti honum við dyrnar.
"Kvöldið, gatt^inn" sagði hun.
Þegar komið var inn 1 hinn mikla for-
sal, þar sem ambassador Noregs skálaði
fyrrum 1 dýrum vínum við orðufolk, bað
hún hann að fá sér sæti og bauð sígar-
ettur. Nei takk, hann var að,
Á aðalveggnum blasti við feiknastór
mynd af ítalanum Marconi, föður loft-
skeytanna, vinstra augað aftur, hitt órætt.
Hvaða svipur var þetta? Dramb, tóm-
læti eða voru það ef til vill vonbrigði
yfir einhverju, sem enginn gat vitað.
HÚn bað hann að bíða meðan hún
skryppi fram litla stund og tæki nokkrar
kampavínsflöskur út úr kælinum. Um
leið og hún opnaði eldhúsdyrnar skauzt
út feitur, gulur köttur. Hann steðjaði
þvert yfir gólfið með hátignarlegu yfir-
bragði og helt upp stigann. I" efsta þrep-
inu stanzaði hann og brýndi klærnar 1
eldmóði á flosábreiðunni. Solveig leit
afsakandi til Svavars Læks sem yppti
öxlum og brosti vinsamlegast.
Meðan ungfrúin sinnti húsmóðurstörf-
um fór gesti þessa kvölds að dráfa að.
Hver bifreiðin á fætur annarri renndi upp
að hliðinu. Ýmist einkabifreið eða
leiguvagn. Stúlkurnar flykktust inn 1 eld-