Skólablaðið - 01.04.1965, Síða 27
- 169 -
upp úr fólki, þegar það hefur drukkiÖ frá
ser allt ráð. En Ketill sagði ekkert.
Hann muldraði aðeins eitthvað niður í
bringu sána, sem enginn skildi. öðru
hverju hikstaði hann hátt og þá var hleg-
ið.
Allar umræðurnar um Marconi leiddu
loks til þess að farið var að tala um
snillinga og stórmenni. Á hverri öld
fæðast jafnan nokkrir slákir. Enginn veit
hvaðan þeirra má vænta heldur koma
þeir oft frá ólíklegustu stöðum.
"Hver veit nema her í okkar hópi se
einn slákur, " sagði Svavar Læks. "Hver
veit nema það se einmitt einhver Marc-
oni her staddur. "
"já, hver veit, " sagði sá nytrulofaði.
Stulkan, sem svo mjög ann Einari Bene-
diktssyni, hafði sezt hjá Páli á ný, og
þau höfðu enn tekið upp samræður um
ljóðlist. Hun færði sig nær honum og
lezt tína kusk af erminni hans.
"Kannski þú verðir eins og Einar
Ben. , " sagði hún, "-mikið skáld. "
"Oooo-, ætli það, " sagði Páll og beið
eftir að heyra meira.
í þessu heyrðist söngur og þau SÓl-
veig og herrarnir, sem voru svo hjálp-
legir, gengu 1 stofuna. Þrúr piltanna
báru á milli sm myndina miklu af Marc-
oni með hátíðlegum tilburðum.
"Yið erum komnir með nýjan gest í*
samkvæmið, " sagði sá þeirra sem
stærstur var og helt undir myndina að
framan. "Her kemur meistarinn 1 sam-
kvæmið. " Hlátursalda fór um stofuna,
vein og guðsáköll.
"Upp með meistarann, " æpti Svavar
Læks, og undirtektirnar letu ekki á sér
standa. "Upp með meistarann, " æptu
gestirnir. "Upp með meistarann ! "
Þar sem 1 ljos kom við athugun, að
ekki var hægt með neinu móti að koma
myndinni upp á krók eða nagla, var loks
horfið að þvú ráði að færa hana upp á
bak legubekksins. Regn af gipsmolum
hrundi ofan á þá, er þar sátu, þegar
bílætinu var komið fyrir höfði þeirra,
svo allir forðuðu sér 1 skyndingu, nema
Ketill.
"Og skál nú, " sagði Svavar Læks.
Dansinn hélt áfram með fullum krafti.
Þetta var gott boð. Við ofninn sat kött-
urinn Gulur og velti vöngum yfir sjálf-
um sér. Hann var eitthvað svo skemmti-
lega skrýtinn innan um sig. Hagyrðing-
urinn Björn hafði nefnilega verið svo
hugsunarsamur að gefa honum akaviti a
skál.
"Hvað ætlar þú að lesa, " spurði vina
Einars Ben. Pál, meðan þau voru að
dansa.
"Sennilega listasögu, " hvíslaði hann
inn 1 eyrað á henni, " - i París. "
"Hamingjan sanna, það er naumast, "
sagði hún. "Og hvenær ferðu? " Páll
hvislaði aftur, ný plata var sett á
grammófóninn, og skipta varð um spor.
"Hugsa sér, " sagði ungfrúin hrifin.
t legubekknum sat Ketill og hengdi
haus. Hann var sofnaður. öðru hverju
andvarpaði hann og muldraði upp úr
svefninum. Á erminni hans var stort
gat, sem hann hafði brennt með vindli.
Vesalings Ketill. í gylltum ramma yfir
höfði honum gnæfði Marconi, faðir loft-
skeytanna. En hvað hann vildi sagt hafa
gat enginn vitað.
Atli Magnússon
BLEKSLETTUR
frh. af bls. 162.
Af fjórtán árgöngum Faunu á íþaka
ekkert vel fragengið eintak, þ. e. ekkert
innbundið, og það sem til er, er meira
eða minna skemmt.
öllum hlýtur að renna til rifja,
hversu slóðaskapurinn varðandi varð-
veizlu útgefinna rita innan skólans hefur
átt mikil ítök í Iþökunefnd á s. 1. 15 ár-
um, þvú ekki ^etur gildi þeirrar varð-
veizlu leikið a tveim tungum.
Ármann Sveinsson
Lélegur nemandi reynir að snúa sig
út úr setningu í enskum stíl :
Framburður fljótsins hefur skapað
grynningar í botni fjarðarins -
The pronunciation of the stream has
minimized the space between the sur-
face of the sea and the bottom of the
ocean in the end of the bay.