Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.04.1965, Side 30

Skólablaðið - 01.04.1965, Side 30
- 172 - Við skyldum ekki gleyma að Þjoð- verjar hafa gefið heiminum fleira en skelfingu tveggja heimsstyrjalda - fremur en skyldum við gleyma tveim- ur heimsstyrjöldum. Meðal þeirra hafa líka risið hinir beztu menn þjóðanna, oftar en ekki upp á kant við stjórnarvöldin og kannski þá líka siðgæði þjóðarinnar þá stundina eins og það var tulkað x munni valdhaf- anna. Sumir litlir vinir hins hreina kyns se^ja að mikilmennin hafi skap- azt ítrassi við öll lögmál þjóðar- sálarinnar, þrátt fyrir að þeir voru Þjóðverjar en ekki vegna þess. Það ræðum við ekki hór, t dag stendur til að minnast Der Blaue Reiter. Það er nafn áfélagi nokkurra listamanna sem komu sam- an x Miinchen upp úr sáðustu alda - mótum, tveir ur Russlandi, þriðji fra Sviss, fjórði var austurriskur, nokkrir Þjóðverjar; rákust þarna saman 1 borg Hitlers og Thomasar Mann og datt x hug að stofna með ser kompanf um áhugamálin. Ekki til að breiða ut kenningu eða stefnu eins og dadáistar gerðu seinna, og eng- inn skóli myndaðist kringum þá. Wir suchen in dieser kleinen Aus- stellung nicht eine prázise und spezielle Form zu propagieren : Við ætlum ekki að breiða ut eitt þröngskorið og sérstakt form a þessari litlu sýningu, sagði Kandinsky 1 opnunarræðu fyrstu sýningar þeirra fólaga. Allir inn- byrtu þeir eitthvað af listastefnum samtímans til persónulegra áhrifa: fauvisma, kubisma,expressionisma - og höfðu sjálfir i sinum hópi skráðan upphafsmann hreinnar ó- hlutstæðrar ( abstrakt-) listar : Kandinsky. - . , . nicht eine spezielle Form: og samt hafði Der Blaue Reiter áhrif sem naðu langt ut fyrir heimalandið og lengur en félag þeirra stóð. Þeir gáfu ut ársrit með nafni Bláa reiðmannsins, þar skrifuðu þeir greinar um myndlist, og er fram- lag Kandinskys einkum mikils vert

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.