Skólablaðið - 01.04.1965, Síða 31
- 173 -
og endurprentað síðan ; Schönberg og lærisvein-
ar hans, Berg og Webern, rituðu um tónlist.
Wassily Kandinsky fæddist i Moskvu og til met-
orða 1 myndlistarlíífi austur þar um og eftir
byltinguna unz hert var a ríkiseftirlitinu og hann
fluttist ur landinu. Kandinsky erfði margt úr
bændalistinni rússnesku; þróunarsaga hans er
a margan hatt saga listar þessa tímabils : fra
hlutstæðri list til óhlutstæðrar. Síiellt naði hann
meiri fullkomnun og töfrar mynda hans eru ein-
stakir og nalgast hið dularfulla.
Paul Klee hefur verið lifandi afl 1 myndlist fram
a okkar dag, um hann hafa verið ritaðar þykkar
bækur. Orðlengjum það ekki mjög nema að eitt
sinn nefndi hann myndir sínar kuhle Romantik
ohne Pathos : tempraða draumhygð án við-
kvæmni. Kannski mætti líka kalla þær leyndar-
dóm dagsbirtunnar. Sumar eru eins og spurul
takn : Til hvers er eg her? Ein mynd heitir
Misviðri: tvær slettur, rauð og svört á gulum
fleti - og ein ör. Hvert bendir þessi ör ?
"Uppruni örvar, " sagði Klee, "er hugsunin :
Hvernig get eg aukið seilingarvidd mma þangað?
Yfir þessa á? Þetta vatn ? Þetta fjall ? "
- Mynd heitir Yilla R: hús, brún fjöll eins og
trumbuslög aftan við, sól, grænt tungl, gunnfani.
Framan við húsið er á, rauð á, og þar stendur
bókstafurinn R. Hvað þýðir R ? Allt sem
spannar bilið milli Rausch og Ruhe og er þar
að auki þáttur 1 táknakerfi sem menn bjuggu til
að tjá hugsanir sínar.
Þjóðverjarnir Franz Marc og August Macke
stóðu nær hinum ómengaða þýzka expression-
isma eins og hann birtist í norðurhluta landsins:
Die Brucke ( Schmidt - Rottluff, Nolde ), og báðir
gengu i skóla fransks fauvisma og rúmskynjunar
kúbismans.
Fleiri ættu skilið nótur : Austurríkismaðurinn
Alfred Kubin sem málaði og teiknaði i stöðugum
flótta frá vitfirringunni ; Alexei Jawlensky,
landi Kandinskys ; Gabriele Múnter. . .
En nú var komið stríð í* Þýzkalandi. Macke fell
1914, Marc við Verdun 1916. Kandinsky og
Klee flýðu Þýzkaland nasismans 1933.
Franz Mare: Rádýr { skogi um nótt, 1915.
Fátt segir af myndlistarafrekum Þjóðverja á
seinni arum.
Þorsteinn Helgason
'V') <*■ $idt>
Paul Klee : GótSur brandari, 1913.