Skólablaðið - 01.04.1965, Page 32
Óskar Sverrisson 6. -X :
, .. 1 t ' * % i—\ereilm | ) nchiird ■
í vetur hefur blaö Raunvisindadeildar
Framtíðarinnar, De rerum natura, komið
út 1 tveimur tölublöðum. Heildarblað-
síðutal þessara tveggja blaða er 142 síð-
ur, en fjögur fyrstu skólablöðin í vetur
taka samanlagt yfir jafnmargar blaðsíður.
Útgafustarfsemi Raunvisindadeildar hefur
aldrei verið meiri frá því’ blaðið hóf göngu
sma fyrir fimm árum. Aldrei hafa fleiri
nemendur auk ritstjórnar ritað 1 blaðið
sem í vetur, og ber að fagna því", að nem-
endur sýna blaði þessu áhuga með ritsmíð-
um sinum í það.
Fyrra blaðið 1 vetur var jolaglaðningur
Raunvísindadeildar, og hafði það að geyma
ýmsar greinar um náttúrufræði, auk mpög
athyglisverðrar greinar ritstjóra um lag-
hitafræði. - Vildi eg ráðleggja nemendum
að lesa þessa fróðlegu grein um efni, sem
sjaldan sést á prenti. Benda mætti nem-
endum á fleiri góðar greinar 1 blaðinu, svo
sem grein S. S. um blóðflokka og sjúkdóma,
og grein L. B. um jarðskjálfta, sem þó, að
lytalausu, hefðu mátt vera styttri.
Heildar-frágangur blaðsins er allgóður,
og á ritstjorn þakkir skilið fyrir ágætt blað.
Síðara blaðið birtist nemendum síðasta
kennsludag fyrir páska. í blaðinu getur að
líta greinar um ólíkiistu efni, en þó einkum
um eðlisfræði. Sakna óg greina um
stjörnufræði.
Ritstjórn blaðsins hefur í vetur tekið
upp ýmis nýmæli, sem mjög eru til bóta.
Nemendum er þörf kynning blaða og bóka
vásindalegs efnis, en i vetur hefur verið
bætt nokkuð úr þeirri þörf.
Petur H. Blöndal, ritstjóri, ritar skýra
og ýtarlega grein um rafreikna. Greinin
er nemendum kærkomin á þeim tímum, er
rafreiknar ryðja sér mjög til rúms, og er
nemendum ráðlagt að lesa þessa einkar
fróðlegu og viðamiklu grein. - jón Er-
lendsson ritar allskemmtilega um eitt
furðuverka náttúrunnar, urðarmána. Gerir
Jon goða grein fyrir uppruna og einkennum
þessara ljósfyrirbrigða. Er greinin lipur-
legja skrifuð, en orðalag hefði á köflum .
matt vera skýrara.
Haraldur Briem, form. Raunvísinda-
deildar, ritar sérstæða grein um orkulög-
mál Einsteins. Greinarhöfundur hefði mátt
skyra hugtakið konstans skriðþunga öllu
betur, en að öðru leyti er greinin vel sam-
in og framsetning skyr. Væri fengur að
fleiri slikum greinum um helztu lögmál
eðlisfræðinnar.
Guðmundur V. Magnusson ritar mjög
gagnlega og snjalla grein um sögu stærð-
fræðinnar. Gerir Guðm. grein fyrir helztu
þróunarstigum stærðfræðinnar, og koma
þar við sögu ýmsir kunnir vísindamenn.
Tilgreinir höfundur skerf hvers þeirra til
þrounarinnar. - Stærðfræðideildarnemend-
ur fagna greininni, sem er harla anægju-
leg aflestrar.
Karl Karlsson ritar um myndun, notkun
og mikilvægi neonljósaskilta. Grein þessi
er afar forvitnileg, og er enginn svikinn
af lestri hennar. Höfundur hefði 1 greinar-
lok mátt geta helztu heimilda sinna, en
það hefur honum laðst.
Tveir piltar úr fjórða bekk rita 1 blað-
ið, og veita þeir yngri nemendum þar gott
fordæmi. Eru ritsmíðar piltanna sæmileg-
ar þott þær mættu vera öllu betur hnitmið-
aðar.
Jon Jónsson ritar glögga grein um
transistora. Er greininni vel tekið, þvi
notkun transistora í útvarpstækni fer ört
vaxandi. Höfundur hefði mátt gera efninu
öllu betri skil, og er greinin í stytzta lagi.
Ingimundur Gíslason ritar skilmerki-
lega um framleiðslu áfengis. Höfundur
greinir frá helztu aðferðum til framleiðsl-
unnar, flokkum og tegundum áfengis. Til-
gangur greinar er að eigin sögn höfundar
einungis sá að kynna mönnum framleiðsl-
una, en eigi hvatning til framkvæmdar
hennar.
Auk framan^reindra ritstmiða eru
fleiri greinar 1 blaðinu, en um þær hirði
ég eigi að dæma.
Heildardómur blaðsins verður:
Ritstjórn hefur farizt starf sitt vel úr
hendi. - Frágangur blaðsins er til fyrir-
myndar og ritstjóra til sóma. Efni blaðs-
ins er svo fjölskrúðugt, að nokkurt yndi
mega allir af hljóta, þeir, er það lesa.
Faar meiri hattar prentvillur eru i blað-
inu og er prentun þess sæmileg.
Ritstjórn seu loks færðar þakkir fyrir
vandað og umfangsmikið rit.