Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1972, Blaðsíða 35

Skólablaðið - 01.02.1972, Blaðsíða 35
119 fcrnando, ( t&ran airBbal Leikxit Arrabals : Morgunverður á Vfgvellinum Fandó og Lfs BÍIakirkjugarðuriim Basnin Böðlarnir báðir Og svo handjárnuðu þeir blómin Þýð. Erlingur E. Halldórsson " Bryndfs Schram " Þorvarður Helgason tf t» t» Ekki til f fslenzkri þýðingu Fernando Arrabal, einn umdeildasti leikritahöfundur vorra daga, fæddist árið 1932 f Melilla, sem þá var hluti Spönsku Marokko. Unglingsárum sínum eyddi hann á Spáni, og nam um tfma lögfræði f Madrid. En vegna fjölskylduvandræða og erfiðleika um listsköpun var hann óánægður þar. Arið 1954 fór hann til Parfsar, til að sjá Berliner Ensamble og Brecht. Þar hefur hann búið síðan. Spurður um það, hvers vegna hann hafi yfirgefið Spán, sagði hann : "Eg hafði ekkert meira þangað að sækja." Arrabal er hvorki fyrsti né sfðasti ungi rithöfundurinn, sem er heillaður af "frelsi” og sérstæði Parfsar, og ákveður að setjast þar um kyrrt. Arrabal skrifar á frönsku, en tekur skýrt fram að hann sé Spánverji. Honum er meinilla við það, að hann sé bendlaður við einhvern "skóla" eða einhverja "hreyfingu", listræna eða stjórnmálalega. Leiklist hans er hin "Panfska”, tileinkuð hinum forna grfska skógarguði Pan. Hreyf- ing án kreddu, stefnuyfirlýsinga, meðlima eða kenninga. Hið fjarstæða f verkum Arrabals á ekki rót siha að rekja til erfiðleika heimspekings- ins. Það vex fremur upp úr þvf, að persónur hans skoða aðstæður mannsins með skilningslausri og hreinni einfeldni bams. Eins og börn eru þau lika grimm, vegna þess að þau skilja ekki siðgæðislögmál. Grimmd heimsins verður meiningarlaust álag. 100% gagnrýni kemur fram f verkum Arrabals, en hann undirstrikar einnig, að allir hafi f sér löngun eftir þvf að vera góðir. Arrabal skrifaði sitt fyrsta verk 20 ára gamall. Morgunverður á vfg- vellinum. Þetta verk inniheldur strax þessa blöndu af sakleysi og grimmd, sem er svo einkennandi fyrir hann. Lftt efnaðir foreldrar hermanns nokkurs koma með mat handa honum og sér út á vfgvöllinn. Sonurinn tekur til fanga óvinahermann og er óvinahermanninum boðin þátttaka f veizlunni. Hvorugur þeirra skilur af hverju þeir eru að berjast, etc. Leikritinu lýkur með þvf að öll eru þau brytjuðniður með vélbyssuskothrfð. - Sama andrúmsloft er f Bænin, þar sem maður og kona sitja við líkkistu og tala um það, hvernig þau eigi að vera góð frá og með deginum f dag. Þegar líður á leikritið komast áhorfendur að þvf, að f kistunni er barn þeirra, sem þau sjálf hafa drepið. Þau tala um fordæmi Jesú Krists og koma sér saman um, að ef til vill borgaði það sig að reyna að vera góð. En konan sér samt fyrir, að hún muni sennilega fljótt verða leið á þvf. - Jafngildar aðstæður eru f Böðlarnir báðir, en hér er ráðizt miklu beinna á hversdagssiðgæðið og motsagnir þess beraðar. Eitt verka Arrabals hefur verið leikið opin- berlega f Reykjavfk, "Fando og Lfs" og var það Grfma er stóð að sýn- ingunni. Þetta leikrit er mjög sérstæð blanda af skopleik og hryllings- leik. Fando elskar Lfs eins og bam elskar ef til vill hundinn sinn, sem það ýmist kjassar eða kvelur. Arrabal varpar hér þessum til- finningaheimi barnsins inn f heim þeirra fullorðnu og nær um leið mjög sterkum áhrifum, þvf að hann afhjúpar með þessu faltnn sannleika, sem gildir um ýmsar tilfinningar fullorðins fólks. Næsta verk Arrabals er Bilakirkjugarðurinn, en eins og vitað er innan veggja skólans, er þetta leikrit verkefni Herranætur 1972. Þetta verk er nokkurs konar ''summa summarium" fyrri verka Arrabals. Hér notar hann þekktar sögulegar staðreyndir, sem viðmiðun verksins, en án þess á nokkurn hátt að endursegja þær sem slíkar. Innileg ástundun hins góða er við- höfð f þessum heimi, en heimurinn er fullur af óþverra og hefur lftinn tilgang. Þessi ásmndun hins góða verður að fjarstæðukenndu fyrirtæki, verður harmræn. Það er jafn fjarstæðukennt og athafnir fulltrúa valds- ins f leikritinu. Spurningin um hið góða, sem virðist liggja Arrabal mikið á hjarta og skilningur hans á víxlverkuninni milli kærleiks og grimmdar og það að draga f efa siðferðilsleg grundvallaratriði, sem barnslegar persónur hans myndu gjarnan vilja viðurkenna, ef þau skildu þau. Öll þessi atriði minna á afstöðu landshornamannanna f leikriti Becketts, Beðið eftir Godot, og finnst mér Arrabal einn af vonleysis- höfundunum, og að hann hafi orðið fyrir miklum áhrifum af Beckett. En Arrabal leggur mikla áherzlu á, að verk hans eigi rót f hans eigin persónulegu draumum, jafnframt þvf að hann játar aðdáun súia á Beckett. "The lady doth protest to much, methinks” (Hamlet III, ii). Seinasta leikrit Arrabals er Og svo handjárnuðu þeir blómin, (titill tek- inn úr kvæði eftir Federico Garcfa Lorda ). Málið er þekkt, Arrabal var lokaður inni á Spáni vegna óguðlegrar tiieinkunar á bók. Hann var f margar vikur f einstaklingsklefa. Reynsla þessara vikna liggur til grundvallar leikritinu. Það sýnir hugaróra og hvernig "Tabú" eru rifin niður. Ymsar andstæður, sem gerast f rauninni meðal persónanna, sem er heimildarleg lýsing á þvf sem gerist f fangelsi. T lokin er sögð setning manns. sem er dæmdur til dauða : "Rannsóknarrétturinn er enn að starfi á miðri tuttugustu öld." Þetta er sorglega satt og er vfst næstum þvf sama hvert litið er. Eg ætla að láta nægja eitt dæmi : Rússland tuttugustu aldarinnar, þar sem menn eru dæmdir geð- veikir, ef þeir dirfast að hafa sjálfstæða skoðun eða gagnrýna valdhaf- ana. Alls hefur Arrabal ritað um 40 leikrit, 3 skáldsögur og gert eina kvikmynd - Viva la Muerte ( Dauðinn lengi lifi). Reykjavfk, 24.1. 1972 Arnór Egilsson 5. C Formaður leiknendar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.