Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1972, Blaðsíða 52

Skólablaðið - 01.02.1972, Blaðsíða 52
136 - Er þess að vænta, að heimavistir og skólar verði tvær aðskildar stofnanir og að stjdrn heimavista verði falin nemendum ? - Heimavistir eru ekki við nema þrjá skólana, og það eru ekki uppi hugmyndir um neina gagngerða skipulagsbreytingu á þeim. En það hef- ur komið upp hugmynd f einum menntaskólanna, sem heimavist hefur, að nemendur fái aukna ábyrgð á stjórn hennar, og þeim hugmyndum hefur verið tekið vel hér f ráðuneytinu. Eg er á þeirri skoðun, að skilningur nemenda á vandamálum heimavista myndi vakna, ef þeir fengju að hlutast meira til um stjórn þeirra og ef aukin ábyrgð yrði lögð þeim á herðar, og á þessari skoðun byggjast þau jákvæðu svör, sem héðan úr ráðuneytinu hafa borizt. En þarna eins og f öðru verður viljiim að vera fyrir hendi hjá hópnum, sem þetta á að taka að sér. - Hvert er álit yðar á námslaunum. Teljið þér að þau geti stuðlað að launajafnrétti f fslenzku þjóðfélagi ? - Námslaun f fslenzku þjóðfélagi yrðu mjög torveld f framkvæmd, að mfnu viti. M.a. vegna þess, að þau myndu raska atvinnuháttum meðal þess aldursflokks, sem skóla sækir. Námslaunum myndi fylgja árlangt nám, og reynslan er sú, að námslaunum fylgja mjög hörð samkeppnis- próf um það hverjir úr aldursflokknum eigi að veljast til langskólanáms. Krafa rfkisins, sem leggur fram námslaunin, er sú, að það ráði þvf hverjir fái að nema. Og þetta er sá alvarlegi vankatur, sem ég se' á öllu námslaunakerfi. Eg held að áhrif þeirra á launajafnrétti yrðu mjög takmörkuð. Hins vegar er það möguleiki að færa námslánakerfið út, en til þess þarf mikið fjármagn og það liggur ekki á lausu. Ljóst er að þróunin stefnir f þessa átt en hversu hröð hún verður, það get ég ekki um sagt. - Hvað hefur verið gert til að jafna námsaðstöðu nemenda úr dreifbýli hvað efnahag áhrærir ? - Það hefur verið gert með þvf, að svokallaðir dreifbýlisstyrkir hafa verið veittir. A yfirstandandi ári hækkaði fjárveiting rikisins til þeirra um tvo þriðju og er þó öllum ljóst, að mikið vantar á að þörfinni þar sé fullnægt. Þess vegna hefur verið skipuð nefnd, sem er f þann veg- inn að Ijúka störfum, og hefur samið lagafrumvarp um fast fyrirkomu- lag á fjárveitingum til þess að gera námsaðstöðu þeirra, sem þurfa að sækja skóla út fyrir sfna heimabyggð, fjárhagslega jafna og þeirra, sem geta sótt skóla frá heimili sihu. Þessum styrkjum er úthlutað eftir föstum reglum, það er annars vegar ferðastyrkur, sem fer eftir þvf hve langt menn þurfa að sækja skóla, og hins vegar dvalarstyrkur, sem er fastákveðinn. - Hyggizt þér beita yður fyxir breytingum á þvf ástandi, sem nú er rfkjandi f bókakaupsmálum nemenda, t.d. hvað varðar frjálsa gróða- álagningu á námsbækur ? - Alagning er ekki frjáls á námsbækur frekar en aðrar bækur, hún er ákveðin af verðlagseftirlitinu. Það er fráleitt að menntamálaráðuneytið taki f sínar hendur bókadreifingu fyrir menntaskólastigið, tneðan meiri hluti bókanna er erlendur. Hins vegar stendur það nemendum á þvf stigi opið, að taka f eigin hendur bókaöflun. - Sfðasta landsþing menntaskólanema ályktaði um húsnæðismál mennta- skólanema úr dreifbýli. Það er og staðreynd, að f Reykjavfk er mikill skortur á leiguhúsnæði og að margur námsmaðurinn lfður fyrir það. Hyggizt þér beita yður fyrir einhverjum úrbótum f þeim efnum ? - Ef dreifbýlisstyrkirnir, sem við ræddum um áðan, verða ríflegir, þá bætir það vitaskuld aðstöðu námsmanna á húsnæðismarkaðinum verulega. Það var kannað f haust, hvort unnt væri að fá húsnæði Hótel Esju undir heimavist á vetrum, en það kom f ljós, að eigendur þess húsnæðis vildu ekki sleppa þvf. Og það er borin von, að hér verði reist heima- vistarhúsnæði fyrir nemendur utan af landi, a. m.k. f náinni framtfð. - Hvað er að frétta um fjárveitingar til menntaskólanna. Eru uppi ein- hverjar áætlanir um byggingu fleiri menntaskóla ? - Um fjárveitingar til menntaskólanna má sjá f nýju fjárlögunum og þær hafa hækkað, þó ekki eins mtkið og óskað hefur verið eftir. Um bygg- ingu fleiri menntaskóla er það að segja, að þegar hefur verið ákveðið að byggja menntaskóla f Reykjaneskjördæmi og á Austurlandi. Enn- fremur liggur fyrir, að nauðsyn ber til að byggja yfir Menntaskólann við Tjömina. - Verður höfð hliðsjón af punkta- og stigakerfi við gerð teikninga af þeim menntaskólum ? - Við gerð nasstu menntaskóla verður höfð hliðsjón af þeim kennsluhátt- um og þvf námsfyrirkomulagi, sem þá er talið lfklegast til góðs árang- urs. En það er sffelldum breytingum undirorpið, punkta- og stigakerfi kemur þar auðvitað til greina. Engar ákvarðanir liggja fyrir um þetta. - Er það rétt, að kostnaðurinn á hvern nemanda f M.R. sé miklu ltegri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.