Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1972, Blaðsíða 37

Skólablaðið - 01.02.1972, Blaðsíða 37
tjón, sem af framleiðslunni gæti hlotizt. Með áróðri og auglýsingum er neytandinn skilyrmr til að kaupa vöruna, honum er jafnvel talin trú um að hann þurfi á þvf að halda, sem hann hefur ekkert með aðgera. Heimsendir er átir minn dag, hugsa framleiðendur og halda áfram að spýja óþverra síhum yfir heimsbyggðina. Bflaframleiðsla miðast til dæmis ekki við að fullnasgja þörf mannkynsins fyrir vélknúin farartæki á þurrlendi, hún miðast við að gera eigendur fyrirtækjanna rfkari. Þess vegna er almexmingi talin trú um, að hann þurfi á bflum að halda ; raunar sé enginn maður með mönnum nema hann eigi bfl eða þrjá. Frægt dæmi eru Vestmannaeyjar, ég efast um að á jarðarkringlunni sé meira af bifreiðum á hvern ökufæran ferkílómetra en f E jum. Fyrir áhrifamátt auglýsinga bílafyrirtækjanna kaupa Eyjamenn sér frekar bfl en að reisa við bágborið menningarlff veiðistöðvarinnar. Fullyrða má, að hér á landi er bfllinn hættulegasti mengunarvaldurinn. Það má lfka fullyrða að með fremur smávægilegum breytingum mætti fækka þessum eldspúandi ófreskjum um allan helming, að minnsta kosti hér f Reykjavík. Með smávægilegum breytingum á ég við eftirfarandi beinagrind að áætlun : 1. Fullkomnun strastisvagnakerfisins. 2. Smðningur/opinber rekstur á leigubflum og bflaleigubflum. 3. Kaup á nokkur þúsund almenningsreiðhjólum. 4. Hækkun tolla á bflum (þ.e., að f borg og bæjum sé einkabfll talinn lúxusvara). f bílalausri Reykjavfk yrði mun skemmtilegra að lifa, að vfsu mundu nokkur bflaeðjót fara yfrum á taugum en á móti kæmi að loftið yrði hreinna, slys færri og hávaði minni. En hvaða þjóðfélagsöfl mundu harðast berjast á móti slfkri áætlun ? Það er ekki erfitt að geta sér til um, að bflaumboð og olfufélög mundu með öllum ráðum berjast á móti áætluninni. Svo vill til, að til ráðandi stéttar f þjóðfélaginu teljast einmitt þeir, sem verzla með bfla og olfu, og ástæða er til að ætla að stéttarbræður þeirra styddu þá dyggilega. Skerðing á valdsviði borgarastéttarinnar á þessu sviði gæti haft f för með sér umbætur á öðrum sviðum, umbastur, sem mundu minnka gróða borgaranna. Kannski Iyki þróuninni með þvf, að verkamenn tækju stjórnina f sihar hendur ? Nei, áætlun sú, sem að framan var nefnd, og ég geri ráð fyrir að Kjartan Gunnarsson mundi geta samþykkt, kemst aldrei f framkvæmd, meðan borgarastéttin heldur um valdaspottana. 121 Hér hefur fækkun bfla verið nefnd sem dæmi. Mörg dæmi geta nefnzt um andstöðu borgarastéttaricnar við að eyða fé og tfma f jafn lftilmót- lega hluti og umhverfisvernd. Til dæmis hafa forystumenn álverksmiðj- unnar reynt að hilma yfir þá mengun, sem hún veldur. Þeir hafa meir- aðsegja gengið svo langt að telja vfsindalegar rannsóknir helzta grasa- fræðings þjóðarinnar þvastting einn. Gróði Schweizerische Aluminium Aktiengesellschaft er fslenzku ISAL-leppunum mikilvægari en skemmd og eyðilegging gróðurs á þéttbýlasta svæði föðurlands þeirra. Kjartan viðurkennir f grein sinni, að rætur vandans liggi ”ef til vill” f hinu rotna og spillta hagkerfi auðvaldsþjóðfélagsins. Hann telur þó að lausnin felist ekki f byggingu nýs þjóðfélags, þar sem völdin lægju f höndum vinnandi fólks. Hann telur sig afsanna vilja verkalýðsstéttar- innar til að léysa vandann með tilvfsun til bandarfskra verkalýðssamtaka, sem eins og kunnugt er teljast fremur grátbrosleg fyrirbæri, eins konar glæpafyrirtæki, sem borgararnir láta viðgangast og ýta jafnvel undir vegna eðlilegs ótta hinnar fámennu en ráðandi stéttar atvinnurekenda og bissnesskalla við að verkalýðurinn finni mátt sinn og rfsi upp. Það er vissulega rétt, að verkalýðshreyfingin er að mörgu leyti afvegaleidd, en af framansögðu er ljóst, að hún er þó eina aflið, sem getur stöðvað hinn hægfara mengunardauða; okkar hlutverk er reyndar að leiða hana aftur á rétta vegu. Stjórn verkalýðsins á framleiðslutækjunum og uppbygging þjóðfélagsins f þágu hinna vinnandi er eina svarið við þeim vandamálum, sem nú steðja að mannkyni. "örbótaleiðum" Kjartans vfsa ég aftur til föðurhúsanna, þær eru ekki annað en ein vanmátta tilrauna borgarastéttarinnar til frið- unar eigin samvizku ; sjálfsfróunarkjaftæði. Félagar 1 Lffverndarstefnan felst f þvf að brjóta niður hið úrkynjaða gegnrotna þjóðfélagskerfi borgaranna og reisa á rústum þess nýtt þjóðfélag okkar sjálfra. Ofaná aðra glæpi sfna hefur borgarastéttin bætt óhreinkun jarðarinnar. Ljóst er, að baráttan gegn henni og fyrir sósfalisma getur aðeins endað á tvennan hátt, með sigri vinnandi stétta eða tortfmingu alls lffheims. Auglýsingadeild Morgunblaðsins - Bókasafninu Iþöku, f öndverðum febrúar Mörður Arnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.